Vikan


Vikan - 11.09.1974, Síða 20

Vikan - 11.09.1974, Síða 20
— Þaö geri ég lika, og augu hans voru dimm af sorg. —Ég græt Nando og skammast min ekkert fyrir þaö. Þessa stundina fann hann inni- lega til saknaðar og var i þörf fyrir samúö þessarar dökkhærðu stúiku, sem nú horföi á hann, vorkunnlátu augnaráði og gleymdi sinum eigin hörmum. Hann stundi þungan og þreifaði um fangamarkið á borðinu með fingrinum. — Ég elskaði hann, sagði hann svo, —hann var vinur minn. Hún beiö undrandi eftir þvi sem kæmi næst, þar sem hann stóð nú aftur þögull og strauk ennþá stafina á borðinu. — Fernando Brown, sagöi hann þunglega. — Fernando Brown? F.B. ’Hvernig má það vera, að hann hafi haft enskt eftirnafn? ■ — Vissuö þér það ekki? spuröi hann og það var eins og hann horföi I gegnum hana, fjarrænum augum. —Nando átti enskan föður. Sjómann. Hann þagnaði snöggvast, eins og hann ætlaði ekkki að segja meira, svo sneri hann sér snögg- lega viö, gekk út á svalirnar fyrir utan skólastofuna, leit niður yfir dalinn og það var llkast þvl, að hann væri að tala við sjálfan sig. Hún varð aö leggja sig alla fram, til að heyra hvaö hann sagði. ■ — Móðir min dó, .þegar ég fæddist og Carmelita hafði mig á brjósti. Fernando var lika nýfæddur. Við ólumst upp saman,lékum okkur niðri I þorpinu, svo lengi, sem það þótti hæfa fyrir mig. Sonurinn I þessu stóra húsi talaði með svo miklum virðuleik, að hún fann til með litla drengnum, sem var of hávelborinn til að fá leyfi til að leika sér með öðrum börnum, of rlkur til aö njóta vináttu jafnaldra drengs, sem var vinur hans. Francisco hélt áfram: Um tlma lásum við saman lexiur okkar og Nando var eins og bróöir minn. En svo kom faðir minn heim. Hann hallaði sér yfir grindurnar á svölunum og horföi yfir landareignina. Winifred gekk hljóölega til hans, reyndi að rjúfa ekki keðju minninganna. Fyrir neðan þau flögruðu smágerðar krákur, sem að lokum settust I skuggann. Hann leit af þeim og sneri sér að henni. Hún sá tár á hvörrrium hans. ■ — Faðir minn vildi ekki hafa Nando I húsinu. Hann sendi hann aftur til þorpsins, og Nando talaöi aldrei til mín framar, nema sem þjónn. Ég hafði glataö vináttu hans. Hann hafði nú algjörlega misst stjórn á röddinni og Winifred, sem sárkenndi I brjósti um hann, vissi ekki hvernig hún átti að snú- ást við þessu. Hún gat trúað þessu öllu á hinn kuldalega Don Isodro. Eri skyndi- lega ráuf klukknahljómur frá þorpinu djúpa þögnina og krákurnar þutu af staö.truflaðar I hvildinni'. Francisco lyfti höföinu, eins og til að horfast I augu við eitthvað og þau horfðust I augu, meðan klukkurnar glumdu, hringdu út lif Fernandos. Francisco reyndi ekki að dylja tár sln og Windifred fann, aö hún gat heldur ekki haldið aftur af tárunum. Þegar þær hljóðnuðu, tók Francisco knipplingsklút undan erminni og rétti henni. —Senorita, ég hefi komið yður úr jafnvægi. Hvers virði var Nando yður, að þér skuluð líka syrgja hann? Þér verðið að fyrirgefa mér. Þér voruð svo samúðarfull, að ég hafði ekki hemil á sorg minni. Hann var hæverskur og aðlaö- andi, en svipur hans ennþá alvar- legur og sorgmæddur. — Ég veit að þér fyrirgefið mér, sagði hann aftur. —Hann var eini vinur minn, og þegar hann var farinn, eignaðist ég aidrei annan vin. Ég hitti og kynntist fólki, mörgum manneskjum.... Hann yppti öxlum, eins og hann vildi gleyma þeim hluta ævi sinnar, sem kom slðar, eftir að Nando hafnaði honum alveg. —Já, fólk, en aldrei annan vin. Afsakið mælgina. — Það er ekkert að afsaka, herra. Ég dáist aö yður, annað get ég ekki. Þetta sagöi hún hátiðlega. Meira þorði hún ekki að láta I ljós. En það var aumlegt, að mega ekki segja neitt, þessum unga manni til huggunar. — Ég krafðist þess, að hann yröi grafinn I þorpinu, án þess að minnast væri á, með hverjum hætti hann lét llfið. Það er líka til- gangslaust að hengja hann núna, þegar hann er dáinn. Ég krafðist þess! Þetta var svo sem ekki annaö, en hún gat búizt viö af honum. Hann virtist vera ákaflega við- kvæm sál og umburöarlyndur var hann, þar sem vinur hans hafði brugðist honum svona algjörlega, brugðist þeirri fjölskyldu, sem einmitt nú, sá um útför hans. Hún leiddi ekki hugann að þvi, að sjálf hefði hún gert þaö sama fyrir Nando, þótt húif þekkti hann varla. Ljúmannleg framkoma Nandos hafði kallað á eitthvað I henni sjálfri. Nú gat hún ekki leitt hugann frá þéssum unga manni, með tárvotu auguh, sem laut hæversklega yfir. hönd hennar og þakkaði henni innilega fyrir hlut- tekninguna: en þaö var greini- legt, að hann var að þakka henni fyrir eitthvað fleira, það sá hún á augnaráði hans og þegar hann gekk I burtu, spurði hún sjálfa sig, skjálfandi af geöshræringu: —Getur það veriö, aö ég sé aölað- andi? Hún heyrði til telpnanna I for- salnum og reyndi að hrista af sér doöann. Hún fann að hún hélt ennþá á vasaklút hans I lófanum, en klúturinn var eins og votur hnoöri. Hún flýtti sér að stinga honum I barm sér. Inez kom hlaupandi til hennar, áköf I að segja henni frá öllu sem fram fór I ÞEGAR ÉGER HORFINN Var það ást á Francisco, sem Winifred skynjaði ósjálfrátt, eða var það ótti? Hann hafði valdið til að byggja upp öryggi hennar og einhverja von um ham- ingju, — eitthvað sem gerði framtiðina bjartari. þorpinu og leita huggunar i sorg sinni. í tvo yndislega daga, blómstr- aði Winifred I ljómanum frá töfr- um Franciscos. Hún var hljóðlát, en laus við einmanaleikann, sem stundum var að veröa henni of- raun. Hún var nú glöð, næstum þvl kát, vegna þess, að á einhvern hátt, var hún nú nákomnari sjálfri fjölskyldunni. • — MIs, — hvaö er með hana Mfs ykkar, telpur? Donna Fidelia, má ég ekki bjóða ung- frúnni brjóstsykur? HLUTI Eftir Madeleine A. Polland Jafnvel I vistarverum Donnu Fideliu, þar sem allt var yfirleitt rólegt og aldrei fór neitt úr skorð- um I kyrröinni, meðan hún beið eftir barninu slnu, haföi Francisco brotiö settar reglur, öllum til ánægju. Þaö var venja, að þegar telpurnar fóru I heim- sókn til móður þeirra, að Winifred fór meö þeim, ef ske kynni að þær yrðu með handavinnu meö sér og sæti á stól úti I horni, I hæfilegri fjarlægð frá fjölskyldunni, en samt svo nálægt, að hægt væri að kalla til hennar. Francisco féll vel inn I þennan ástrlka hóp kringum móöurina. Winifred tók eftir því, að hann ávarpaði hana alltaf annað hvort sem Senoru eða Donnu Fideliu. Hver skyldi móðir hans hafa veriö? Hún laut yfir saumana og reyndi að láta ekki á þvi bera, að hún virti þau öll fyrir sér, reyndi að beina ekki allri athyglinni að hávaxna manninum, sem virtist halda athygli þeirra vakandi, með töfrandi framkomu sinni. Hann sat á öfugum .stólnum og hallaði sér fram á stólbakið, sagði þeim smellnar sögur, svo telp- urnar tistu af hlátri og jafnvel Donna Fidelia gat ekki varizt brosi, þegar hún virti hann fyrir sér. Hún hugsaði með sér, að hann hefði komið með gleöina og andvara llfsins fyrir utan þetta hljóða hús með sér. Ekki sízt hún sjálf, var á valdi töfra hans. Var þetta upphaf ástarinnar? Það vakti með henni hálfgerðan ótta. Francisco stóð upp. — Þetta er alveg satt, sagöi hann. — Dag- satt! Hann hristi höfuðið framan I telpurnar, sem voru sl flissandi og rétti út höndina til aö ná I skrautlega öskju. — Hérna. Sjáið 20 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.