Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 30
dvaldist til morguns hjá ástkonu
sinni. Smám saman slökuöu þau á
gætni sinni gagnvart umheimin-
um, og brátt vissu allir i bænum
um samband þeirra — allir nema
sjálfur eiginmaðurinn.
En þar kom, að vinur Hughs
Dyers hvislaði þvi að honum, að
konan hans tæki á móti heim-
sóknum, meðan hann sjálfur ynni
fyrir heimilinu. Og kvöld nokkurt
stakk hann af af vaktinpi, læddist
inn á sitt eigiö heimili og kom aö
þeim Carol og Eric hálfklæddum
á leið i rúmið.
Dyer var miklu stærri og kröft-
ugri maður en Eric. Þegar hann
réöst til atlögu, reyndi Carol að
ganga á milli, en eiginmaður
hennar baröi hana grimmdarlega
frá sér. Þegar Dyer öskraði, að
hann skyldi drepa bæði hana og
barnið þeirra, þaut hún inn i
barnaherbergið og sótti litlu
stúlkuna. Þegar hún kom aftur,
voru mennirnir tveir i hörku-
slagsmálum i herberginu. Eric
hlaut að biöa lægri hlut. Honum
tókst að komast undan augnablik
og hljóp til eldhússins, þar sem
hann fann eldhússveðju til að
verja sig með.
Þegar Dyer birtist i dyrunum,
kastaði Eric hnifnum. Dyer
beygði sig, og hnlfurinn þaut yfir
hann og beint i brjóstið á litlu
stúlkunni, sem lá i örmum móður
sinnar, en hún hafði elt mann
sinn.
Mennirnir tveir störðu á Carol,
sem veinaði og grét. Dyer tók
barnið og sagði : — Hún er dáin!
An þess að Dyer eða Eric
fengju áttaö sig, tók Carol hnifinn
úr brjósti barns sins og stakk hon-
um af afli milli rifja sér. Hún féll
á grúfu við’fætur þeirra. Eric stóð
sem lamaður, en Dyer tók undir
sig stökk upp á loft, og innan
stundar heyrði Eric skot að ofan.
Eric Reardon fór beinustu leið
til lögreglunnar og skýrði hrein-
skilnislega frá málavöxtum. Þeg-
ar lögreglan kom til heimilis
Dyershjónanna, fann hún þau öll
þrjú látin. Dyer hafði skotið sig I
höfuðiö. Eric játaði að hafa kast-
aö hnifnum, sem hæfði barniö, en
hélt fast við, að það heföi verið
slys. Samt sem áður var hann
ákærður fyrir morð.
Ákærandinn staðhæfði, aö það
skipti ekki máli, hvort hnifnum
heföi verið kastað i þeim tilgangi
aö drepa einhvern eða ekki.
Mergurinn málsins væri sá, að
barnið var drepiö, og þaö var or-
sök til dauða foreldra þess.
Eric Reardon var fundinn sek-
ur um morð og dæmdur i lifstiðar
fangelsi. Móðir hans gamla kom
til dóttur sinnar og bjó hjá okkur.
Hún var næstum blind og far-
lama. Ég skrifaði bréfin til Erics
fyrir hana og las henni svarbréf
hans. Það var ljóst, að hann var
niðurbrotinn maður, og þaö, sem
lá þyngst á honum, var aö hafa
orðiö valdur að dauða litils barns.
Þegar ég heimsótti hann I fang-
elsiö, sagði hann við mig: — Ef ég
aðeins gæti á einhvern hátt bætt
fyrir þaö, sem ég hef brotið af
mér. Þá liði mér kannski ekki
svona illa. Ég skyldi gjarna láta
líf mitt, ef ég gæti á þann hátt af-
plánaö syndir minar. Ég heföi
aldrei litið viö Carol, ef mér hefði
nokkurn tima getað dottið I hug,
hvaða afleiðingar það hafði. Nú
er hún dáin, barnið hennar er dá-
ið, maðurinn hennar er dáinn, og
mér finnst ég eiga sök á dauöa
þeirra allra. Ó, guð, ef ég bara
gæti fært timann aftur á bak!
Hann var náðaður áriö 1973.
Fyrsta, sem hann gerði, var að
heimsækja gröf móður sinnar.
Svo keypti hann sér litinn kofa
spölkorn frá bænum og settist þar
að. Ég heimsótti hann stundum,
en hann vildi sjaldan koma til
okkar. Hann var gjörsamlega
niðurbrotinn andlega. Þegar
presturinn okkar heimsótti hann,
hrópaöi hann einu sinni: — Hvers
vegna lét Guð saklaust barn
deyja? Hvers vegna lét hann þaö
deyja fyrir minni hendi? Ef Guö
er kærleikur, hvers vegna tók
hann þá lif þessarar vesalings
litlu stúlku?
Fólk lét Eric afskiptalausan.
Þá sjaldan hann kom til bæjarins,
sýndu allir honum tillitssemi og
vinsemd. Ollum fannst hann hafa
tekið út sin syndagjöld. En það
fannst honum ekki sjálfum.
Þegar storminn haföi lægt
næsta morgun, fórum viö nokkrir
út að klettunum til að hyggja aö
Eric. Við þurftum ekki að leita
lengi. Hann lá i skorningi niðri
við fjöruna.
Allir bæjarbúar fylgdu honum
til grafar. Meðan kista hans seig
niður I gröfina, mælti presturinn
þessi orð: — Lif hans var harm-
leikur, eins og við öll vitum. Hann
syndgaði, og hann varð að greiða
þá synd dýru verði. Hann var
dæmdur til fangelsisvistar, en
sjálfur dæmdi hann sig til þyngri
refsingar en nokkur annar.
— Það er aðeins mánuður siðan
ég heimsótti hann i kofann. Ég
talaöi lengi við hann og bað hann
að reyna að gleyma fortiöinni og
byrja nýtt lif. Þá sagöi hann við
mig: — Faðir, ég bið þess eins, að
Guö heyri mina einustu bæn,aö ég
megi greiða skuld mina viölifið.
— Nú hefur Guð bænhe'yrt
þennan hrjáða mann. Hann færöi
þá stærstu fórn, sem nokkur mað-
ur getur fært. Hann fórnaði sinú
eigin lifi til þess að bjarga ööru.
Við felum Guöi þennan mann, I
þeirri trú, að honum hafi verið
fyrirgefið, og I þeirri trú, að Eric
Reardon hafi loksins fundiö þann
frið, sem hann leitaði aö.
*