Vikan


Vikan - 11.09.1974, Síða 33

Vikan - 11.09.1974, Síða 33
edvard sverrisson 3m músik með meiru ari. Eitt meginmarkmiö hafa þó allir átt sameiginlegt: brauðstrit. Hinir tveir eru ekki eins reyndir i faginu. Þó er Sólskin þriöja hljómsveitin sem þeir starfa með. Þeir eru Ólafur Kolbeinsson og Agúst Guðmundsson (Stein- blóm). Þær fjórar hljómsveitlí, sem núverandi meðlimir Sólskins störfuðu með, störfuðu allar á ó- likum grundvelli. Þvi er nú at- hyglisvert að gera sér grein fyrir þvi, hver þessara hljómsveita á rikastan þátt i Sólskini. Nokkuð er nú um liðið siðan Astarkveðja hætti störfum. Stefna hljómsveitarinnar var nokkuð sérstæð meðan hljóm- sveitin lifði. Þeir sem muna eftir grein sem birtist I þættinum hér i blaðinu fyrir u.þ.b. ári siðan, um hljómsveitina Astarkveðju ættu að rifja örlitið upp. Ekki er hægt aö svo stöddu að fara náiö i mál- efnalegan grundvöll þessara tveggja hljómsveita, eins og mjög hefur veriö i tízku aö undanförnu. Samt er athyglisvert aö bera saman skyldleika þessara tveggja nafna, Astarkveðja og Sólskin. f hljómsveitinni Sólskin eru þrir lagasmiðir, sem ekki verður gert upp á milli. Þeir eru allir mjög óllkir og geta allir samiö prýðisgóð lög. Herbert hefur þrátt fyrir að hann leikur ekki á neitt hljóðfæri með hljómsveit- inni, samið fjölmörg ágætislög, sem sum hver hafa áður verið flutt af hljómsveitinni Astar- kveðju, sem einu sinni var. Her- bert hefur lengi verið vanmetinn sem söngvari. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma mun hann ekki lengur vera i skugganum. Hann hefur nú öðlast þá þjálfun og reynslu, sem gera hann mjög frambærilegan. Hannes Jón og Thomas Lans- down eru báðir prýöisgóðir gitar- leikarar þó ólikir séu. Þeir hafa hvor sinn stil, sem merkilegt nokk mynda eina góða heild. En það er sama hversu góöir gitar- leikarar og söngvarar eru þeir ná aldrei sinu bezta, nema trommu- og bassaleikur sé góöur og sam- stilltur. Agúst með bassann og Ólafur við trommurnar, eru ágætir saman og mynda góða heild. Sérstaklega er athyglis- veröur trommuleikur Ólafs. Hljómsveitin Sólskin mun, að sögn þeirra félaga, einbeita sér að flutningi frumsaminna laga, eftir þvi sem hægt er. Slikt krefst geysimikilla æfinga, en vonandi vinnst þeim timi til þeirra. Þau frumsömdu lög, sem hljómsveitin nú hefur i prógrammi sinu eru mjög skemmtileg og er flutningur þeirra með miklum ágætum. Er- lendu lögin i prógramminu eru smekklega valin og mjög i anda hinna frumsömdu laga. Annað verður ekki séð en að Sólskin eigi eftir að ylja okkur ís- lendingum um nokkurt skeið. Vonandi verða litlar, helst engar breytingar á Sólskini i bráð. Hljómsveitin er góð eins og hún er og hefur tekið miklum framförum siðustu vikur. Vonandi verður Sólskins-ylur um nokkurt skeið enn, þvi með lækkandi sól fer kólnandi á Fróni. Já, það væri illa búandi á Fróni, ef ekki kæmi til þessi innri ylur i skammdeginu. es 37. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.