Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 38
— Já, Breiddu ofan á þig. Þú hríðskelfur. — Ég vil láta þig taka mig. Strax! Hann glápti á hana og skildi ekki neitt. — Hvers vegna, Rósa? Hún leit á hann og hló. — Ekki einu sinni þú kærir þig um mig. — Þú ert alveg frá þér.... — Æ fjandinn hiröi þig! sagði hún. Og svo endurtók hún þessa ósk slna hörkulega og umbúða- laust. Svo lagðist hún upp I loft með teppið yfir sér og með svo mikinn hjartslátt, að rúmið skalf. — Ef þú gerir það ekki, þá fer ég og kem aldrei aftur. Lew, sem ætlaði ekki aö trúa sínum eigin eyrum, gekk til hennar. Næstu minúturnar vissi hún lit- ið af sér. Engin þungi, engin hreyfing, engin tilfinning. Hugur- inn var íangt I burtu, og I huga slnum var hún að kalla á Latimer. Sjáðu, hvað ég er að gera þér. Nú er allt búið aö vera okkar I milli. Fyrir fullt og allt! XIX. 1 þrjá daga lá Rósa I gremju og myrkri. Hugsunin um dagsbirt- una úti fyrir, sólina, sem hafði eytt fyrsta vetrarsnjónum, jafn- vel-vonin um að fjarlæg framtíð gæti borið einhverja ánægju I skauti sér, gerði ekki annað en auka á gremjuna og dimmuna. Hún óskaði sér einhvers sjúk- dóms, sem gæti eytt allri lifsvon. Hún lét Jennie hafa tjöldin fyrir gluggunum, en það var ekki hægt að loka dagsbirtuna alveg úti, og hún skynjaði, að úti fyrir var fólk, sem var bráðlifandi og á hreyf- ingu. Það var eingöngu að þakka þrákelkninni hjá Jennie og mann- inum hennar, að hún fékkst til að þvo sér og láta greiða sér. Mat snerti hún ekki og ekkert vildi hún drekka. En þó setti stundum að henni ákafan þorsta og þá gat hún slokrað I sig úr glasinu á nátt- borðinu og beit svo ákaft I barm- inn á þvi, að vatnið skvettist út Veljiö heima í ró og næði Stærsta póstverslun Evrópu, Quelle International, selur allar hugsanlegar vörur til notkunar heima og að heimah. Nú eigið þér kost á að nota vörulista þeirra til innkaupa. Á 800 litprentuðum síðum Quelle vöru listans eru 40.000 vörutilboð. Notfærið yður þetta nytsama hjálpargagn. Fyllið út afklippuna neðst í auglýsingunni og sendið okkur ásamt kr. 370.00. Þér fáið nýja vörulistann sendan ásamt leiðbeiningum, en gjaldið endurgreiðist við fyrstu pöntun yðar. Ótal fjölskyldur um alian heim notfæra sér Quelle vörulistann til innkaupa. Reynslan hefur sýnt þeim að það borgar sig. Fylgið fordæmi þeirra og þér munuð komast að sömu niðurstöðu. Quelle vara er gæðavara á góðu verði. um andlitið á henni og niður á hökuna. Hún talaði lítið, aðeins nokkur einsatkvæðis ávltunarorð við Lew, rétt eins og henni gremdist þessi umhyggja hans og ákafi að hjálpa henni. Hún þráði ekkert nema sjúkdóm, spillingu hugar- farsins og hefnd. Hún vildi draga hin og allan heiminn niður I þessa sjálfsafneitun slna. Lengst af þessa daga, gat hún heyrt, með lokuð augu, I mannin- um slnum inni I herberginu. Hann sat þar þegjandi og forðaðist all- an hávaða, sem gæti truflað hana. En hún gat orðið hans vör af and- ardrætti hans og marrinu i stóln- um. En svo komu öðru hverju þær stundir, að hefndarþörfin bar ofurliði þessa löngun hennar til að hylja sig I örvæntingu og myrkri. Þá óskaði hún ekki annars en þess að ná sér niðri á Latimer. Eyði- leggja hann einhvern veginn, eins og hún sjálf hafði verið eyöilögð. Þegar svona stóð á var hún vön að opna augun, skipa manni slnum aö koma til sin, afklæða sig og leggjast hjá henni. Og hún kærði sig ekki um nein hógværleg atlot hjá honum, heldur ofsaleg, þvl að þannig fannst henni hún vera að gera lítið úr Latimer. Hann haföi veriðhrifinn af henni (I þá hugsun hélt hún dauðahaldi) og væri hún spillt, þá dýrkaði hann spilling- una. En hún átti aðallega I vand- ræðum með Lew. Hann var farinn að vita fyrir þessi köst hennar og var að heimta, að hún tæki inn einhver meðöl. Og þá varð hún næstum ósjálfbjarga, missti alla tilfinningu og svefninn lagðist að henni eins og þoka um hana alla. En eftir þessa fyrstu daga varð svefninn eins og eitthvert áfengi, sem hún gæti aldrei fengið nóg af. Þó voru vökutimabil hjá henni annað um miðjan morgpn hitt um miönætti. Þá fór hún á fætur, þvoði sér og sat svo I ruggustóln- um úti við gluggann með tjöldin dregin frá. Þá dró heldur úr þess- ari svartsýnisbeizkju. Út um gluggann sinn gat hún séð, að snjórinn var kominn aftur. Vetur- inn var kominn fyrir alvöru. A daginn blikaði sólin á snjónum kringum húsið hennar, en gat ekki brætt hann. Þá var það einn morguninn, að Jennie kom upp með matarbakk- ann hennar. 1 fyrsta sinn siðan hún kom heim, var eins og Rósa sæi Indlánastúlkuna. Verstu veik- indadagana hennar haföi Jennie ekki veriö annað en ljósleitur skuggi I þessu svartnætti tilveru hennar. En þegar stúlkan setti bakkann frá sér, tók Rósa eftir henni I öllum smáatriðum. Skórn- ir hennar voru forugir strigaskór og bæöi hnén á buxunum hennar voru sótug og buxurnar voru pok- andi og næstum niður um hana. Skyrtan hennar var hneppt með aðeins einu hnapp og brjóstin á henni komu út úr skyrtunni, þeg- ar hún beygöi sig. Og hendurnar á henni sýndust óhreinar. Rósa hörfaði undan. — Guð minn góður, hvað þú getur verið > skltug. Ég vil ekki fá skitug brjóstin á þér niður I matinn minn. Framhald I næsta blaði 38 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.