Vikan


Vikan - 11.09.1974, Side 9

Vikan - 11.09.1974, Side 9
PABBI EKKI OF HRIFINN „Samt var faðir minn ekkert of hrifinn af þessari tónlistaráráttu i mér. Hann taldi miklu meiri framtið i þvi að verða verkfræðingur eða eitthvað i þá átt. Blessaður, vertu ekki með músik, dreng- ur, sagð hann stundum, þegar ég var að spila. Þú lifir aldrei af henni — ekki nema þú sért snillingur eins og Mozart”. Sjá viðtal við Pál Pampichler Pálsson á bls. 2. GAMAN I BAÐINU „Baðherbergið var henni ekkert um i fyrstu, þvi hún vildi fá að þvo sér að sið ættingja sinna. En þegar búið er i nýtizku húsi eru hreinlætiskröfurn- ar meiri en i ljónabyggð, og þvi hætti fóstri hennar ekki fyrr en hún hafði vanizt baðinu — og brátt fannst henni svo gaman i baði, að hún gat varla beðið eftir að fá að setjast i baökeriö og busla þar”. Sjá bls. 44. ÞAU DÓU ÖLL ,,An þess að Dyer eða Eric fengju áttað sig, tók Carol hnifinn úr brjósti barns sins og stakk honum af afli milli rifja sér. Hún féll á grúfu við fætur þeirra. Eric stóð sem lamaður, en Dyer tók undir sig stökk upp á loft, og innan stundac heyrði Eric skot að ofan”. Sjá bls. 28. KÆRI LESANDI Það hringdi til okkar kona nýlega og bað okkur i öllum bænum að fara nú að finna föstu þáttunum óumbreytan- lega samastaði i blaðinu. Hún kvaðst vilja geta gengið að sinum Pósti, Draumaþætti og Krossgátu á visum stöðum. Hún spurði lika, hvað orðið hefði af visnaþættinum, og loks sagðist hún ekki kunna við það að finna ekki efnisyfir- litið fyrr en á bls. 9. Það er nú svo, að nýir siðir koma með# nýjum herrum, eins og þar’ stendur, og i vor settust ritstjóri og útlitsteikn- ari niður og breyttu svolitið útliti blaðsins og niðurröðun efnis. Margir hafa raunar lýst ánægju sinni með þessar breytingar. Sjálf erum við ennþá svolitið ósátt við það að hafa efnisyfir- litið á 9. siðu, en þar sem betri pappirinn er nú i ytri örkun- um, þá timdum við ekki að sjá af siðu undir það, fyrr en kom að lakari pappirnum. Þessi háttur er raunar algengur i er- lendum blöðum. Föstu þættirnir hafa fengið sina samastaði. Póstinn er alltaf að finna á bls. 10—11. Stjörnuspá hefur fengið sinn fasta sess á bls. 36—37. Draumana verður eftirleiðis að finna á bls 39, og Krossgát- an hefur sinn samastað á bls. 40. Prins Valiant er ýmist að finna á bls. 41 eða 43, eftir þvi hvort þáttur Drafnar heitir Eldhús eða Matreiðslubók. Visnaþátturinn hvarf með Gylfa Gröndal, og engin á- kvörðun hefur verið tekin um endurlifgun hans. Svo þökkum við konunni kærlega upphringinguna, það er alltaf vel þegið að fá álit lesenda á blaðinu. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadóttir. Útlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsár- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 37. tbl. 36. árg. 12. sept. BLS. GREINAR 6 Höndlað í Höfn, vísað á sérstæðar verzlanir í Kaupmannahöfn 15 Hin síbreytilega Sonja, sagt frá höfuðbúnaði Sonju, krónprinsessu Noregs, aðallega i myndum. 18 Kyn barna ákveðið fyrirfram 24 CIA—annar hluti greinaf lokksins um bandarísku leyniþjónustuna 28 Með lífi skal líf gjalda, sönn frá- sögn 44 Með Ijón í hjónarúminu VIÐToL: 2 Ekki eingöngu brauðstrit, rætt við Pál Pampichler Pálsson SÖGUR: 12 Blái flosstóllinn, smásaga eftir Stellu Martin Currey 20 Þegar ég er horfinn, framhalds- saga, fimmti hluti 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, tólfti hluti YMISLEGT: 32 3m — músík með meiru i umsjá Edvards Sverrissonar 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit 37. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.