Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 11
Forvitnar um kynlifið Kæri Póstur! Ég vil byrja á þvi að þakka Vik- unni fyrir allt gott efni og þá sér- staklega framhaldssögurnar. Viö erum hérna tvær vinkonur, sem langar að fá svör viö nokkrum spurningum. 1. Hvenær fer meyjarhaftiö? 2. Hvaö þýöa nöfnin Ragna og Hildur? 3. Eru samfarir mjög sárs- aukafullar? 4. Getiö þiö lýst fyrir okkur i megindráttum, hvernig það er aö fá fullnægingu? 5. Hvað eigum viö aö gera, ef við þorum ekki aö biöja um bók- ina „Æska og kynlif” á bókasafn- inu? 6. Hvað þarf stelpa aö vera orö- in gömul til þess að geta fariö til læknis og beöiö um pilluna? 7. Næstu tvær spurningar valda okkur töluveröum áhyggjum. Viö kunnum ekki beint að koma orö- um að þvi, en brjóstvörturnar á annarri okkar eru stundum eng- ar. Þær bókstaflega hverfa. Hvernig stendur á þvi. 8. A hinni okkar er minni varta á öðru brjóstinu, næstum engin. Vonandi getur þú, Póstur góður, ráöiö fram úr þessu fyrir okkur. 9. Ég er ekki með flösu, ég hef látið athuga þaö, en fyrir nokkr- um dögum varð ég vör viö nokk- urs konar hvitt hreistur i hárinu á mér. Hvaö gæti það veriö, og hvernig get ég losnaö viö það? 10. Og þá þetta venjulega. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin, og er eitthvaö hægt að lesa út úr skriftinni? Hvaö mundir þú halda að viö værum gamlar? Vertu sæll, Póstur minn, viö vonum, aö þú birtir bréfiö. Afsak- aöu klessurnar, þær eru þó betri en stafsetningarvillur. Aö lokum ætlum viö aö biöja þig aö birta ekki nöfnin, en skrifa undir: Tveir grasasnar Æ, ekki er nú dulnefniö fagurt, enda held ég ekki, aö þiö séuö neinir grasasnar, heldur ósköp venjulegar ungar stúlkur, sem hafiö þvi miöur litla fræöslu hlotiö um þá hluti, sem unglingar velta hvaö mest vöngum yfir, ef dæma má af bréfum þeim, sem Póstin- um berast. Skal nú reynt aö leysa úr spurningum ykkar. 1. Þaö rofnar yfirleitt ekki fyrr en viö fyrstu samfariö. 2. Ragna þýöir valkyrja, helguö goöum. Hildur þýöir orrusta. 3. Fólk væri nú varla aö þessu lon og don, ef svo væri. En án gamans, þá geta fyrstu samfarir oröiö svolftiö sársaukafullar, ef báöir aöilar sýna ekki fyllstu til- litssemi. 4. Nei hamingjan góöa! Þiö veröiö bara aö reyna þetta sjálf- ar, þegar þiö eruö orönar nógu gamlar og viti bornar. 5. Þiö megiö til meö aö hleypa i ykkur kjarki. Upp meö höfuöiö, inn meö heröablööin og svo beint inn á bókasafn og biöjiö um bók- ina á sama hátt og þiö munduö biöja um Litlu gulu hænuna. 6. 16 ára. 7. og 8. Ekki held ég, aö þiö þurfiö aö hafa áhyggjur af þessu. Brjóstin á ykkur eru varla full- þroskuö ennþá. Innan tlöar veröa þau eflaust búin aö taka á sig nýja og fallegri mynd. 9. Liklega ertu meö mjög þurr- an hársvörö. Gættu þess aö þvo háriö ekki of oft, varla meira en einu sinni I viku og prófaöu aö setja i þaö hárnæringu. Ef þaö dugir ekki, leitaðu þá ráöa hjá hárgreiöslukonu. 10. Skriftin er skýr, og stafsetn- ingin er hárrétt. Rithöndin ber vott um athafnasemi og dugnað. Þiö eruö á aö gizka 14 ára. Svo feimin Elsku Póstur! Ég ætla aö byrja á þvi aö þakka Vikunni fyrir allt gamalt og gott. En snúum okkur nú aö efninu. Þannig er mál meö vexti aö ég er búin aö vera meö sama stráknum i tvö ár, en nú er hann fluttur norður, átti áður heima i Reykja- vik. Og svo hitti ég hann fyrir stuttu og þá var ég svo feimin aö ég haföi viljaö óska mér niöur úr jöröinni. En ég er svo skotin i honum, aö ég er aö deyja. Viltu svara þessu bréfi, og aö lokum hvernig er skriftin og hvaö lestu úr henni? Hvaö heldur þú aö ég sé gömul? P.S. Hvernig eiga vatnsberinn (stelpa) og tviburinn (strákur) saman? Þakka birtinguna. Ein i ástarsorg. Fyrir alla muni faröu nú ekki að deyja alveg strax, þó þú sért bálskotin. En úr þvl þú ert búin aö þekkja piltinn heil 2 ár, þá eruö þiö ekki alveg ókunnug. Hvernig væri nú aö þú mannaöir þig upp og skrifaöir honum nokkrar llnur, til þess aö viðhalda kunnings- skapnum, eöa jafnvel endurnýja hann. Skriftin þln er bara þokkaleg og segir mér, aö þú sért töluvert einbeitt og rómantlsk, en stundum dálltiö hlédræg. Ég gizka á, aö þú sért 16—17 ára. Vatnsberinn og tvlburinn eiga mjög vel saman.. HVAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM Hringlur... fyrsta áriö Málning... frá 2. ára Handbrúöur... frá 3. ára Leikborg... frá 4. ára Kikir... frá 5. ára Fyrsta áriö: hringlur, tuskuleikföng, tuskubók, hengi fyrir ofan rúm, óbrjótanlegur spegill. Frá 1 árs: tréhamar og bretti, trépúslu- spil 5—6 parta, skrúfuleik- fang, bangsi, form og lögun, tréhjól án pedala, skófla og fata, trébllar. Frá 2 ára: pýramidaleikfang, trépúslu- spil allt aö 12 parta, mjúkt' mótunarefni, rugguhestur, stór trévörublll, vatnslitir, sverir vaxlitir, trékubbar og stórir legókubbar, myndabækur. Frá 3 ára: púsluspil allt aö 25 parta, trébilar til aö taka sundur, trémekkanó, handbrúöur og fingrabrúöur, oddlaus skæri og. litaöur pappir, einföld hljóöfæri, fingramálning, saumakort, myndalottó, lcikborg, tréjarnbrautarlest. Frá 5 ára: púsluspil, mckkanó, spil (tengispiliö, minnisleikur o.fl.), stækkunargler úr plasti, segulstál, pappa- massi, leir o.fl. föndurvörur, stjörnuklkir. Frá 7 ára: leir, sem harönar o.fl. föndurvörur, glróskóp, spii ( m enguna rspilið o.fl.) vlraþrautir og tafl, efna- fræöisett. öll þessi leikföng fást hjá okkur. Sendum I póstkröfu. VÖLUSKRÍN Laugavegx 27, Reykjavík, Sínii: 15135. 37. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.