Vikan


Vikan - 11.09.1974, Side 23

Vikan - 11.09.1974, Side 23
— Þú munt skilja þetta, sagði hann. — Þú veizt, hefur ábyggi- lega heyrt, að faðir minn fór oft til Galway, þegar hann var ungur. Eins og nú, hann gerir það ennþá. Hann varð ástfanginn af móður minni . . . Hann hikaöi andartak. — Móður þinni. Og ég fæddist. ■Nú hafði Francisco tekizt að lokum að vekja athygli hennar. Hún sneri sér hægt við. Honum var ljóst, að hún var að virða hann fyrir sér. — Móöir min? En hvað um föð- ur minn? — Hann var ekki . . . hann . . . hann kom siöar. Hann var svo upptekinn af sögu sinni, að hann sagöi það sem hentaði honum bezt. — Þegar ég fæddist, tók fað- ir minn mig með sér til Spánar. — Og hann kvæmtist ekki móð- ur minni? Hann yppti öxlum. Það virtist vera Spánverjum lausn allra mála. — Hann var trúlofaður, senorita Winifred. — Ó! Hún var búin að kynnast það vel háttum og hugsanagangi Spánverja, að hún skildi, hvað hann var að fara. — Hann fékk Carmelitu mig i hendur, — ég var búin að segja þér, að hún hafði mig á brjósti. Hún ól mig upp, þegar ég var barn. Móðir þin giftist föður þin- um. Ég held aö faðir minn hafi eitthvaö haft meö það að gera. Hann vildi tryggja öryggi móður okkar. Hann var mjög ástfanginn af henni. Og hún af honum. — Hvernig veiztu þetta allt? — Hann sagði þér það. Francisco var öruggur mú, svip- urinn einlægur. — Hann sagði mér allt. Þegar ég var fimmtán ára. Honum fannst, að ég yrði að vita þetta. Hún hugsaði ákaft aftur i tim- ann. Þau höfðu alltaf haft pen- inga, þótt hún vissi ekki, hvaðan þeir komu. Og hvernig það skyldi hittast á, að Don Isodro var ein- mitt staddur á Irlandi, þegar fað- ir hennar dó. En ef saga Franciscos væri nú sönn, þó ekki væri nema að einhverju leyti, — þá . . . — Hvers vegna varstu fluttur hingaö? spuröi hún. — Hvers vegna gat ekki móðir min . . . móöir okkar, haft þig hjá sér i Galway? Hann yppti aftur öxlum, eins og hann skyldi alls ekki gang lifsins. — Ég var sonur hans. Hún lokaði augunum. Það var svo margt i þessari sögu, sem henni fannst hljóma einkenni- lega, eitthvað, sem hún ga ekki skiliö. Hvernig var sambandi Donnu Fideliu háttaö i sambandi við þetta allt? Haföi hún verið ánægö með aö taka við barni annarrar konu og alið þaö upp i ástriki? Hvernig hafði fööur hennar liöið, I sambúð við konu, sem elskaði annan mann? Hvernig var þessu öllu háttað? Henni fannst þetta vera óskiljanleg flækja. Hvað yrði um hana sjálfa? Hvað myndi verða gert i sambandi viö hana? — Er það vegna þessa alls, að ég er hér stödd núna? spurði hún. — Var samvizka Don Isodros að - ónáða hann, svo honum fannst hann verða að sjá aumur á mér? — Winifred. Rödd hans var undur bliö, þegar hann sagði nafn hennar og kom nær. Augu hans voru ennþá dekkri núna og rödd hans hljómaði af einlægni. — Það er eitt, sem þú þarft að vita. Sam- vizkan þjáir aldrei föður minn. Hún leit hvasst á hann. — Aðeins ást, sagði Francisco. — Aðeins ást. Það var eins og hann gældi við oröin. — Allt sem hann gerir, gerir hann af ást. Það var eins og hann byggist við mót- mælum af hennar hálfu, þvi hann greip um hendur hennar og neyddi hana til að horfa á sig. — Hann elskaði móður okkar, Wini- fred. Faöir minn kemur heim á morgun. Við verðum að gefa hon- um tima, til að rannsaka þetta leiðinlega morðmál og allt, sem Nando stóð fyrir. Hann stundi þungan, þegar hann nefndi nafn Nandos og svo sagði hann: — Þegar hann hefur séð fyrir endann á þvi, þá göngum við bæði á hans fund. - Við? — Við vitum allt nú, er það ekki? Leyndarmál hans vitum við bæði núna. Þú heyrir þessari fjöl- skyldu til, ekki siður en ég. Við erum nú ein fjölskylda og við get- um talað saman um móður okkar. Hana langaði til að trúa hon um. Langaði til að hafa það á til- finningunni, að hún væri ekki lengur ein i heiminum. Langaði til að finna samband milli fortiðar og framtiðar. Að eiga ættingja, eða næstum þvi. Hún starði á hann og á meðan var kertið að brenna alveg niður. Hún sá litið annað en fagurt höfuðlag hans og hvituna I augunum og hún vissi að hann beið brosandi eftir ein- hverju svari frá henni. — Hálfbróðir, sagði hún undr andi, þegár hún hugsaði um það^ aö hann væri jafn skyldur henni og litlu systrum sinum, sem hér voru varöar og verndaðar fyrir öllum utan að komnum áhrifum. Hún fann að hann kreisti hönd hennar, svo hana verkjaði i fing- urna. — Systir min, sagði hann og kyssti hana lauslega á kinnina. Þetta var bróðurkoss, fullur við- kvæmni, sem hún hafði þráð svo mjög, allan þennan tima, siöan faðir hennar dó, allt þetta langa sumar. — Ég verð að fara, sagði hún og dró að sér höndina. — Ég verð að fara. Ef hún væri þarna kyrr hjá hon- um, myndi þaö geta orðið til þess, að hún gréti þessum tárum ein- manaleikans og vætti með þeim fingeröan vefnaðinn I skyrtunni hans. En hann hélt fast i hönd hennar. þegar hún reyndi að losa sig. — Þetta verður okkar leynda- mál, þangað til við getum talað við föður minn. Þú segir engum frá þessu? — Þú hefur vitað þetta siðan þú komst heim, sagöi hún, eins og það væri sjálfsagt, að þau ættu þetta leyndarmál ein. Hann kinkaði.kolli. — Ég vissi um myndina. Ég fann hina. Svo las ég listann yfir þá hluti, sem stolið hafði verið úr vagninum og þá varð mér ljóst. Hérna, taktu myndina þina. Framhald i næsta blaöi Fyrir þá, sem þurfa aö nýta húsnæóió á hagkvæman hátt, er Varía möguleiki. Varia samstæöan gefur ótrúlega marga möguleika til þess aö koma hlutunum haganlega fyrir meó 110 cm. breiðum einingum. Varía er 20% rúmbetri en sambærilegar samstæður. Biöjiö um myndalista. HTJSOOON HUSGAGNAVERZIUN r w KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HE \GÓ/ Laugaviuii L1 Ktiykjavik sinii 2!iK7() Varia stækkar 37. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.