Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 12
BÍái flosstóllinn Það var eitthvað meira en þessi fallegi gamli stóll.... hann var sérstakt tákn, loforð um trúnaðartraust milli þeirra á komandi árum..... John og Susan Ford horföu á upplýst húsið sitt, út um gluggann á leigubilnum og þau höföu það einhvern veginn á tilfinningunni, að þau ættu ekki þarna heima. Þeim fannst þau vera næstum þvi eins framandi, eins og þegar þau litu strönd Marokko i fyrsta sinn, fyrir mánuði siðan, þegar þau hófu sumarferðina. Hávaðinn var ærandi, út um hvern einasta glugga. Stereo, útvarp, gitarspil, trommudrunur og söngurinn virtist koma úr öllum áttum. — Anselm er þarna, sagði Susan, —það er enginn nema hann, sem slær gitarinn svona! — Þetta er eins og viti, ljós allt i kring, sagði John. —Ég vissi bara ekki, að það væru svona margir gluggar á húsinu okkar. Settu töskurnar út, sagði hann við bflstjórann. —Við urðum að taka vél, sem var tveim timum fyrr á feröinni og það litur út fyrir að sonur okkar hafi gestaboð. — Nálgist villidýrin varlega, sagði bilstjórinn. —Ég veit hvað ég segi, ég' á lika son. — Jæja, sagði Susan, þegar leigubillinn var horfinn. —Ég hefði aldrei haldið, að ég þyrfti að læðast upp að minu eigin húsi! — Við læðumst ekki neitt, sagði John og stakk töskunum milli lár- viðarrunnanna hjá hliðinu. -Við erum rúmlega tveim timum of snemma á ferðinni, og Peter veit ekki um það. Ég reikna með, að þetta sé lokasöngurinn i einhverju skilnaðarhófi. Það hlýtur aö hafa verið skemmtilegt, að hafa heilt hús til umráða, meðan við vorum i burtu! — Peter lofaði að lita vel eftir öllu saman! sagöi Susan mæðu- lega. — Vitum heldur ekki nema, að hann hafi gert það. — En hlustaðu! Sjáðu! Susan hélt fyrir eyrun, þvi að nú varð trumbuhljóöið ærandi. — Já, ég viðurkenni, að þetta er mjög óþægilegt, sagði John, - en það þarf ekki að vera neitt varanlegt. — En þetta mengar loftið! Það er alveg furðulegt, aö nágrann- arnir skuli liöa þetta. — Við förum nú bara og fáum okkur eitthvað gott að borða, sagði John rólega. —Svo komum við aftur eftir tvo klukkutima, eins og áætlað var. — Ég get ekki komið niður nokkrum bita! sagði Susan. — O, jú, það getur þú vel! John tók undir arm hennar og þau lögöu af stað frá húsinu. En þá heyrðist skerandi hljóö, óp frá stúlku, sem yfirgnæfði trumbusláttinn. — Þetta hlýtur að vera morö, sagði Susan mæðulega. — Uss! John dró Susan með sér inn i skugga við runnana, rétt i þvi að dyrnar opnuðust. Stúlka I siðum kjól og með sitt hárið flaksandi um axlir sér, eins og fax á hesti, hljóp yfir gras- balann i átt að hliðinu. — Perdita! Komdu aftur! Anselm er að fara! Þetta var Peter. — Ég kem ekki aftur! Anselm er að fara! Þetta var Peter. — Ég kem ekki aftur! Að minnsta kosti ekki fyrr en hann er farinn! öskraði Perdita. — Þú ert taugaveikluð! kallaði Peter. — Ég vil hvorki sjá þig, né þessa hryllilegu vini þina aftur! kjökraði Perdita. — Allt i lagi! Peter gekk aftur inn I húsið og skellti hurðinni á eftir sér. Andar- taki siðar var garðshliðinu lika skellt og þau heyrðu skellina i klossunum hennar, þegar hún hljóp eftir gangstéttinni. Susan ætlaði að elta hana, en John hélt aftur af henni. — En hún er grátandi! sagði Susan. —Frú Meredith er vist ekki i neinum vafa um, að Peter hafi slæm áhrif á hana nú þegar! — Ég býst ekki við, að þetta verði i siöasta sinn, sem Perdita hleypur svo skælandi út i nóttina. Ef frú Meredith hefur einhverja skynsemi til að bera, og það held ég að hún hafi, þá leggur hún ekk- ert upp úr svona smámunum. — En það hefur eitthvað hræði- legt komið fyrir hana! — Það þarf ekki að vera, sagði John og þau héldu áfram leið sinni. —Það getur verið að Perditu finnist vinir Peters nokkuö sniðugir. Það finnst mér oft sjálfum. — Sniðugir? — Já, þeir eru barnafullir af hugsjónum, en það getur verið erfitt að fylgja þeim eftir. — Þú kemúr mér sannarlega á óvart, sagði Susan hæðnislega. — Það þykir mér sannarlega gott að heyra. Þaö væri nú ósköp dagurlegt, ef ég gerði það ekki stundum. Þegar þau voru búin að koma sér fyrir á uppáhalds veitinga- staönum slnum og Susan búin að dreypa á drykknum slnum, fór hún að róast. Flugferðin hafði veriö nokkuð þreytandi og hún kunni vel við sig á þessum stað. Þau voru vön að fara þangað, þegar þau vildu gera sér daga- mun. Þjónninn, sem þau kunnu bezt við, var þarna þetta kvöld og hann tók vel á móti þeim. Hann kunni lika að láta fara vel um fólk og láta þvi finnast að það væri ennþá á unga aldri. — Ég hugsa, að Henry yrði hissa, ef hann vissi að við eigum uppkominn son, sagði Susan og sötraði úr glasinu. — Hann myndi setja heilmikið sjónaspil á svið og þykjast vera mjög hissa. Ég held að við ættum ekkert að segja honum frá þvi, sagði John. — Hvernig stendur lika á þvi, að við eigum son eins og Peter? andvarpaði Susan. —Svona elsku- legan, duglegan, já, og fallegan.. — Nú ert það þú, sem kemur mér á óvart, sagði John. —Mér heyrist ekki betur, en að þú álitir son okkar alveg fullkominn. — En svona andstyyggilega erfiðan, ef þú vilt leyfa mér að ljúka við setninguna! sagði Susan og reyndi sitt bezta til að vera reiðileg á svipinn. John tók I hönd hennar, strauk lófa hennar á þann hátt, sem alltaf kom henni til að flissa. Hann gat alltaf róað hana, á einhvern hátt. — Við ættum eiginlega að biðja svolitla borðbæn, áður en steikin kemur, tautaði John. —Peter gerir það aldrei, að ég held. Hann fer yfirleitt ekki eftir hefðbundn- um venjum. Ég held að aðalgall- inn við hann og þessa kunningja hans, sé, að þeir bera ekki neina virðingu fyrir verðmætum lifsins og eru þess fullvissir, að þeir geti sjálfir leyst öll vandamál. Það er aö sjálfsögðu ergilegt, en alls ekki óvenjulegt með ungt fólk. — Þeir mega vera púkar eða englar mín vegna, sagði Susan, —ef þeir láta heimili mitt I friði. Ég get ekki kyngt þvl, að þeir leggi það i rúst. Það hefur eitthvað hræöilegt skeö I kvöld. Perdita var I miklu uppnámi. Það sástu sjálfur. — Ég sá allt, sem þú sást, en nú sé ég annaö og miklu betra. Þaö er steikin okkar og franskar kartöflur! — Ég boröa aldrei franskar kartöflur! sagði Susan. • — Þú borðar þessar nú samt, sagði John. —Okkur veitir ekki af, að fá ærlega máltlð, eftir allan þennan óþverra, sem við erum búin að innbyrða þarna i Marokko. Réttum tveim tlmum siðar, röltu þau heim á leið, eftir rólegum stignum heim að húsinu. Það var dálitið erfitt áð skilja hve friðsælt þetta allt var, eftir það sem þau höfðu verið áheyrendur að, aðeins tveim timum fyrr um kvöldið. — Þau eru farin, andvarpaði Susan. — Eins og mér datt I hug. Peter hefur verið að hreinsa til, sagði John. —Það er þvi engin ástæða fyrir okkur,að vera með áhyggjur. Þeim brá i brún, þegar þau sáu, að töskurnar þeirra voru horfnar. — Anselm hefur tekið þær, sagði John. Þó að Susan vissi, að Anselm tók oft sitt af hverju traustataki, án þess að biðja um leyfi, þá gat hún einhvernveginn alls ekki hugsað sér hann venjulegan þjóf. Hún hafði oftar en einu sinni heyrt hann segja: —Takið allt sem ég á, allt mitt er þitt. En það var lika staðreynd, að hann átti aldrei neitt, sem nokkur maður myndi girnast, nema gítarinn. Þar sem hann vann sér fyrir nuðþurftum með þessu hljóðfæri, hafði engum ennþá dottið i hug að svipta hann þessu hljóðfæri sinu. — Ég trúi ekki að Anselm hafi gert það. — Ég á við, að hann hafi tekið töskurnar og borið þær heim að húsinu. Hann situr þarna á ver- öndinni, sagði John. Þegar þau komu nær, saú þau hávaxna veru, klædda kufli, sem Susan fannst alltaf minna sig á náttskyrtu frá Victoriutima- bilinu. Anselm var alltaf svona klæddur og hengdi venjulega á sig alls konar málmskran, sem skröllti i, þegar hann hreyfði sig. Hann var með rauðbrúnt hár, sem venjulega var eins og frum- skógur, og gróskumikiö skegg i sama lit. En hvort tveggja var alltaf hreint. Það var ekkert vafamál, að Anselm notaði sér baðherbergi annars fólks, þar sem hann yfirleitt komst I tæri við þau. Hann stóð upp og heilsaði þeim hæversklega. — Gott kvöld og velkomin. Ég vona að þiö hafið skemmt ykkur vel I ferðinni. Ég sá töskurnar ykkar viö hliðið, svo ég bar þær hingaö. En Peter læsti dyrunum, þegar hann fór, svo ég komst ekki inn með þær, en ég hef líka gleymt gitarnum minum inni. 12 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.