Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 5
'er. Stundum er svolltiö erfitt aö taka nýja tónlist til flutnings, þvi að hún krefst sérstaklega góörar tónheyrnar. Ég valdi fimm limrur eftir Þorstein Valdi- marsson og geröi viö þær lög, áöur en viö fórum i Evrópu- feröina. Þegar ég var aö byrja að æfa þetta meö kórnum, kom fyrir að kórfélagarnir sögöu: Þetta er ekkert lag. En eftir þvi sem leið á æfingarnar gekk þetta betur, og ég er alveg hissa á : hve vel limrunum hefur verið tekið. — Mér dettur i hug út af limrunum, að fólk er mjög vana- fast i tónlist — kannski enn vana- fastara en i öðrum listgreinum. Fólk býr i mjög nýtizkulegu húsnæði — sum eldhúsin eru þannig úr garði gerð, að við liggur að sérstakra leiðbeininga sé þörf til að vita hvaða takka á að snúa. En mjög fáir leggja á sig að fylgjast með nútimatónlist. Þeir hlusta á Bach, Beethoven og Brahms, sem er gott út af fyrir sig, en fordæma svo kannski allar tilraunir til nýrra aðferöa i tónlistinni, án þess að kynna sér Mér finnst ég verða að leggja mig allan fram til að tónlistin sé flutt eins vel og fallega og unnt er. Hún er svo þýðing- armikil. Hvemig væri heimurinn án tónlistar? Fjórða sinfónia Tchaikovskys sett á fóninn. til hlitar, hvort um vönduö vinnu- brögö og góöa tónlist er aö ræöa eða ekki. — En hvað hefuröu aö segja um poppiö? — Ég held, aö margar góöar popphljómsveitir séu starfandi, þó aö þvi fari fjarri, aö allt popp sé gott. í sumum popp- hljómsveitum starfa menn, sem fylgjast með timanum, og mér finnst gaman aöfinna, aö þeir eru að reyna aö gera eitthvað af viti. Auðvitaö nota þeir önnur vinnu- brögö en notuö eru i klassiskri tónlist, en klassisk tónlist væri ekki mikils viröi, ef hún þyldi þaö ekki. — Hefuröu nokkurn tima séð eftir þvi að hafa lagt út á tónlistarbrautina? — Nei, ég gæti ekki hugsað mér neitt annaö starf. En ef svo færi, að ég liti eingöngu á tónlistina sem brauöstrit, myndi ég hætta á stundinni, Mér finnst ég veröa aö leggja mig -allan fram til aö tónlistin sé flutt eins vel og fallega og unnt er. Hún er þýöingarmikil. Hvernig væri heimurinn án tónlistar? Tónlistin getur hjálpaö svo mikiö. Sértu þreyttur eöa i slæmu skapi geturöu endurnærzt viö aö hlusta á tónlist, sem hæfir skapinu. Ef þú hlustar þá á þunga tónlist liður þér enn verr á efti”, en hlustiröu á létta og upplífgandi tönlist gleymist þreytan og skapiö batnar. Tról. 37. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.