Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 45
dýra. Þau hafa það að starfi að ala upp hvitar mýs, rottur og hunda, sem notuð eru við rann- sóknir i læknavisindum. Ljónsunginn litli, sem var kvenkyns, fékk nafnið Aura og varð brátt eftirlæti fósturforeldra sinna. A nóttunni fékk Aura að sofa á milli þeirra i hjónarúminu og undir höfðinu hafði hún gaml- an púða. Hún tók svo miklu ást- fóstri við þennan púða, að hún fékkst ekki til að sofa á nokkrum öðrum — þeytti þeim með hramminum út úr rúminu um leið og þeir voru settir hjá henni. t>egar Aura var orðin nokkurra mánaða gömul var hún komin upp á lag með að opna allar dyr i húsinu og fór þar allra sinna ferða. Hún gat meira að segja opnað isskápinn og tæmdi hann oftar en einu sinni i leit að góð- gæti. Baðherbergið var henni ert um i fyrstu, þvi að hún vildi fá að þvo sér að sið ættingja sinna. En þegar búið er i nýtizku húsi eru hreinlætiskröfurnar meiri en i ljónabyggð og þvi hætti fóstri hennar ekki fyrr en hún hafði vanizt baðinu — og brátt fannst henni svo gaman i baði, að hún gat varla beðið eftir þviað fá að setjasti baðkarið og busla þar. A daginn fékk hún að hlaupa um á stórri afgirtri lóð umhverfis húsið og klifra þar i trjánum. Bréfberanum og geslum, sem að garði bar, var þó ekkert um þenn- an „vörð”, sem lét vita af þvi að það væri hann, sem þarna réði rikjum. Þótt Aura hræddi gesti.þá var hún strax ósköp ljúf og þæg og þegar fóstri hennar fer með hana i gönguferðir i bandi er hún eins og þægasti hundur. Einnig finnst henni ákaflega gaman að aka i bil og bregzt hin versta við, ef hún er skilin eftir heima og veit, að fóst- urforeldrar hennar eru að fara eitthvað akandi. Þegar Aura var orðin 20 mán- aða varð hún breima i fyrsta sinn. Það lýsti sér m.a. með miklum bllðuhótum við Willi fóstra henn- ar og varð hann brátt marinn og blár eftir faðmlögin. Hann sá, að við svo búið mátti ekki standa, og fór strax að litast um eftir maka handa henni. Eftir fjóra daga hafðist upp á maka við hennar hæfi. Hann hét „Boy”, átti heima I litlum einkadýragarði og hafði húsbóndaárið yfir ungfrúna. Boy flutti til hennar og þau urðu strax ástfangin, þótt ekki likaði Boy nýju heimkynnin sérlega vel og er hann hálf eirðárlaus þar enn i dag. Þegar Boy hafði dvalizt hjá sinni heittelskuðu i tvo mánuði varð hún þunguð og 106 dögum siöar fæddi hún þrjá unga, en tveir þeirra voru látnir er þeir fæddust. Willi Gassner var við- staddur fæðinguna og þótt Aura þyrfti ekki á neinni hjálp að halda, hafði Willi það á tilfinning- unni, að hún væri honum þakklát fyrir að hafa verið hjá sér. Aura gekk sjálf frá naflastrengnum og sleikti ungana sina þurra, einnig þá dauðu. Dýralæknir beið I næsta herbergi, tilbúinn að gera keisaraskurð, ef á þyrfti að halda. Meðan á ástaratlotum skötu- hjúanna stóð leit Aura ekki við fósturforeldrum sinum og hélt sig Aura og unnusti hennar, Boy. Litli unginn, afkvæmi Aura og Boy, i könniinarleiðangri I eldhúsinu. alveg utandyra, meira að segja á nóttunni. En um leið og hún vænti sin fór allt i fyrra horf og Aura tók ekki annað i mál en fá að sofa á milli Willi og Krimhild. Nú eru fjögur ljón á heimili Willi og Krimhild Gassner þvi auk ungans litla er systir Boy sezt að á heimilinu. Nágrönnunum er ekkert um ljónafjölskylduna, þvi þeir eru hræddir um að ljónin geti sloppið út og gert fólki mein. Gassner-hjónin telja þó litla hættu á þvi og benda á að hingað til hafi ekkert ljónanna sýnt árás- arhneigö, og þær rispur og þeir marblettir, sem þau hjónin hafa hlotið, hafi hlotizt þegar þau hafi veriö að leika við ljónin, ef frá eru skildir marblettir, sem Willi fékk i faðmlögunum við Aura. Þau eru þess fullviss, að þeim takist að hafa hemil á ljónunum, þvi sjálf hafi þau kynnzt ljónunum svo vel, aö þau geti auðveldlega sett sig inn i hugsanagang þeirra. Aura lét sér mjög annt um ung- ann sinn litla. Hvað skyldi vera til matar i dag? 37. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.