Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 18
KYN BARNA Tveir visindamannahópar — annar i Þýzkalandi og hinn i Bandaríkjunum — hafa fundið upp aðferð til þess að ráða kynferði barna. Einn bandarisku lækn- anna, Charlotte Hedrick, segir hér frá rannsóknunum. Ef þú fengir sem foreldri aö velja kynferði barnsins þins, hvort myndir þú þá velja stúlku eða dreng? 1 Austurlöndum og á meðal Araba yrði valiö vafalaust drengur, en þegar við könnuðum viðhorf timmhundruð hjóna, urð- um viö hissa á, aö hlutfallið skyldi veröa f jórir drengir á móti hverri einni stúlku. Þaö er staðreynd, að Arabar og" fleiri Austurlandaþjóðir lita á stúlkubörn sem byrði og óska sér þar af leiðandi sveinbarna. En flestir munu álita, að stúlkubörn séu jafn velkomin i Evrópu og Bandarikjunum. Þess vegna hlýt- ur undrun okkar að vera auðskil- in. Könnun þessi var gerð árið 1971 I tengslum við rannsóknir okkar á vali á kynferði barna. Við rann- sóknir okkar var nauðsynlegt að fá til samstarfs hjón, sem óskuðu eftir að eginast barn og voru fús til að vinna með okkur. Tilgangur tilraunanna var að kanna, hvort unnt væri að ráða kynferði barna. Fræöilega vorum við sannfærð um, að það væri unnt I 70 til 80% tilfella. Og vitaskuld vorum við á- fjáð I að vita, hvort fræðikenning- in reyndist rétt. Visindamennirnir, sem unnu að rannsókninni, voru fjórir læknar auk min, og við vorum ekki i nein- um vandræöum með að verða okkur úti um það sæði, sem við þörfnuöumst til rannsóknanna. Við gengum út frá þeirri stað- reynd, aö það er sæðisfruman, sem ræður kynferði barnsins. Rannsóknir okkar urðu að fara fram með leynd, svo að við bök- uðum okkur ekki reiði sértrúar- safnaða og annarra hópa, sem fordæma allar tilraunir sem þess- ar. Og þrátt fyrir allt verður að viðurkenna það, að náttúran sjálf hefur séð um visst jafnvægi I kyn- ferði fæddra barna, og það var aldrei tilgangur okkar að raska þessu jafnvægi. Dr. med. Chariotte Hedrick. Heilbrigð og hraust börn. Við vorum I stöðugu sambandi við aðra vísindamenn, sem beittu sömu aðferðum og við, og einkum þó Scheringrannsóknarstofuna I Berlin. Við skiptumst á skoðunum um reynslu okkar frá degi til dags. í starfi okkar áttum við ekki einungis I höggi við sértrúar- söfnuði, heldur einnig stóran hluta læknisfræðivisindamanna, sem álitu, aö tilraunir okkar gætu haft I för með sér mikla ógæfu fyrir mannkynið. í desember 1972 höfðum við náð áttatiu prósent öryggi. Og þá á- kváðum við aö hefja leit að hjón- um, sem væru fús til að taka þátt I tilrauninni. Það reyndist auð- veldara en við höfðum búizt við, þó að við tryggðum okkur skrif- 18 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.