Vikan - 19.09.1974, Page 4
ihlutunarrétt um, hvernig námiö
fer fram, þjálfast nemendurnir
mikiö i éjálfsnámi og verða fær-
ari um að bjarga sér sjálf i opnum
skóla, þar sem kennarinn er fyrst
og fremst leiðbeinandi en ekki
prédikari og stjórnandi, eins og
bekkjarkennslan krefst iðulega
að hann sé. Sama barnið getur átt
hægt með lestur, en erfitt með
stærðfræði. Opinn skóli viður-
kennir þetta og veitir þessu barni
tækifæri til að nema hverja grein
fyrir sig með þeim hraða, sem þvi
er eðlilégt. í bekkjarkennslunni
er yfirleitt mjög erfitt að gera
undantekningar frá meðalvegin-
um.
— Stór hluti nemendanna þarf
tiltölulega litið af tima kennar-
ans, og hann fær þvi aukinn tima
til að sinna þeim nemendum, sem
hafa meiri þörf fyrir leiðsögn. Sé
um sérstaklega seinfæra nem-
endur að ræða leysir opni skólinn
ótrúlega vel þau félagslegu
vandamál, sem hjálparbekkirn-
ir — tossabekkirnir — hafa skap-
að, þvi að enginn veitir þvi sér-
staka athygli, þó að átta ára barn
sé að vinna verkefni, sem ætlað er
sjö ára börnum. Og öfugt: Dug-
legur sjö ára nemandí getur sem
hægast unnið verkefni, sem talin
eru betur við hæfi eldri nemenda,
án þess nokkurt hinna barnanna
reki augun i hað. Þau þurfa
meira að segja ekki að vita það
sjálf. t opnu kerfi er lika mun
auðveldara að veita nemendum
nauðsynlegan aðlögunartima að
skólanum en mögulegt er i hóp-
kennslu.
— En hafið þið ekki rekið ykkur
á einhverja vankanta á opnum
skóla?
— Við byrjuðum að koma þessu
kerfi á haustið 1972, svo að van-
kantarnir — ef einhverjir eru —
eiga kannski eftir að koma frekar
i ljós en orðið er. Ennþá hef ég
ekki fundið neitt i opna kerfinu,
sem ég álit ekki mjög bætandi frá
bekkjarkennslunni. Hegðunar-
vandkvæði eru eitt mesta vánda-
mál bekkjarkennara, og það hef-
ur komið i ijós, að þau verða
miklu minni i opna kerfinu, auk
þess sem þau eru auðveldari við-
fangs i opnum skóla, þvi að alltaf
er hægt að taka nemendur út úr,
ef þörf krefur.
— Verður samt ekki mikill ys
og þys, þegar tökunum á börnun-
um sem hópi er sleppt?
— Hér er rekinn mikill áróður
fyrir þvi, að börnin virði vinnufrið
hvers annars, og þeim gengur
nokkuð vel að skilja nauðsyn
þess. En þar fyrir hafa börnin
fullt leyfi til að hreyfa sig eins
mikið og þau þurfa, og þau mega
tala saman og hjálpa hvert öðru
að vild, ef þau trufla ekki aðra.
Auðvitað er sjaldan alveg þögn,
en ysinn verður sjaldan meiri en
eðlilegur vinnukliður.
— Er ekki hætta á, að ófram-
færnir nemendur einangrist við
það, að gömlu bekkjartengslin
eru rofin?
— Vist getur verið hætta á þvi,
en ég held sú hætta sé sizt minni i
hefðbundnu bekkjarkerfi. Þar er
hver einstaklingur einangraður
við sitt borð. Hérna vinna allir
meira og minna saman — jafnvel
þó að nemendur séu að vinna að
ólikum verkefnum sitja þeir við
sama borð. Og alltaf öðru hverju
vinna nemendur sameiginleg
hópverkefni, þannig að opið kerfi
býður einangrunarhættunni sizt
frekar heim en bekkjarkerfið.
„Með þvi að hafa frumkvæði og
svolítinn ihlutunarrétt um,
hvernig námið fer fram, þjálfast
nemendurnir mikið i sjálfsnámi.”
Úr miðbænum I Reykjavik. Mikil
áherzla er lögð á skapandi starf i
opna skólanum I Fossvogi.
Vel gerð eftirliking af Alþingis-
húsinu.
— Veldur það ekki óhjákvæmi-
legu losi á börnunum, að þau eiga
enga stofu út af fyrir sig i skólan-
um ?
— Hver hópur á sér afdrep i
heimakróknum, sem við köllum
svo, en hann er u.þ.b. fjórðungur
af stofu að stærð. Þangað fara
börnin, þegar þau koma i skól-
ann, og umsjónarkennari hópsins
spjallar við þau i tuttugu minútur
eða þar um bil. Hver kennari er
sjálfráður um það, hvernig hann
ver þessum tima, sem hann fær
til að fylgjast með námi umsjón-
arhóps sins. Sumir lita yfir
heimaverkefnin — aðrir lita á,
hve langt nemendurnir eru komn-
ir i námsgreinunum og hlusta á
það, sem börin hafa að segja.
Að þessari samverustund
i heimakróknum lokinni fer
hvert barn á það starfs-
svæði, sem það hyggst
starfa á i fyrri námslotu dagsins,
Hesturinn hefur verið tekinn
rækilega fyrir. Kári virðir verkið
fyrirsér.
4 VIKAN 38. TBL.