Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 16
Telpan dró andan djúpt og hélt svo áfram: — I fyrra sagði lækn- irinn að hann gæti kannski fengið sjón, ef hann yrði skorinn upp. —• Og var hann skorinn upp? spurði Jim. Pamela kinkaði kolli. Jim skildi strax að uppskurður- inn hafði mistekist. Hann gat gert sér I hugarlund hvilík vonbrigði þetta höföu verið fjölskyldunni, sem i lengstu lög haföi vonaö að uppskurðurinn tækist og pabbi fengi sjón, sem er öllum svo dýr- -mæt. Betty spurði varlega: — Tókst þetta ekki? — Jú. , — Það er dásamlegt, sagði Betty. Hún hikaöi og hélt áfram: — Er annars ekki allt i lagi með augun? — Jú. — Hvaö er þá að min kæra? Þú sagðir að hann hefði ekki séð þig, þegar þú heimsóttir hann um daginn. — Nei. Þá var ennþá bundið fyrir augun. Þeir tóku bandið af augunum fyrir tveimur dögum og mamma mátti bara vera hjá hon- um. — Og hvenær ætlar þú að heim- sækja hann á spitalann. — Ég átti að fara með Alan og Jenny i dag. — Já, ég skil. En þú fórst ekki? — Pamela hristi höfuðið og þrýsti andlitinu niöur i púðann, sem var við hliöina á henni. — Vildirðu ekki sjá hann? — Jú. — Það i)lýtur að vera garnan fyrir þig núna, þegar hann getur séð þig. — Nei, sagði telpan svo ákveð- ið, að Betty hrökk við. Jim horfði á telpuna og sagði: — Hvers vegna ekki góða min? Pamela lyfti höföínu og leit á hann. Augun voru þrútin og á kinnunum voru rákir eftir tárin. — Pabba þótti vænzt um mig af öllum. Ég geröi alltaf allt fyrir hann, sem hann gat ekki gert. Hann kallaði mig augun sln. Núna getur hann séð sjálfur og þá þarf hann mig ekki. Nú sér hann hvað ég er ljót og hræöileg- og ég er viss um að hann hatar mig. Hún grét sárt og gráturinn magnaöist eftir þvi sem Jim og Betty reyndu fleiri leiöir til að hugga hana, og fullvissa hana um aö fööur hennar myndi þykja enn vænna um hana nú, þegar hann gæti séð hana. — Það er svo margt, sem þú getur gert fyrir hann, þótt hann sjái, sagöi Betty. — Nei. — Auövitaö, saggði Jim. — En hefurðu hugleittihvernig þeim lið- ur nú — nú, þegar allt ætti að vera svo gott og skemmtil., en er það ekki, af þvi að þau vita ekki hvað orðið hefur af litlu dóttur þeirra. — Nei, orgaði hún. — Þegar hann sér Jenny og mig . . . hún er svo falleg, en ég er svo ljót. Þegar hann gat ekki séð mig hélt hann að ég væri svo falleg, en núna . . . — En þú ert svo mikið sæt, sagði Betty og henni var alvara. — Nei, ég er hræðileg. Ég hata sjáifa mig. Og hann hatar mig, ég veit þaö. Jim læddist út úr herberginu, hringdi á lögreglustöðina I borg- inni og spurði hvort Pamelu Andrews væri saknaö. — Já, hennar var saknaö. Móö- ir hennar virtist vera að missa vitið og faðir hennar . . . — Já, sagði Jim. Ég veit allt um þaö. Hún er hérna hjá mér. Ef þið sendiö bil getið þið fengiö hana, heila á húfi. — Ég skal senda lögreglukonu með. — Ég held að ég hafi betri til- lögu. Konan mín hefur unnið trúnað telpunnar og ég held ,að það væri betra að hún færi með henni en ókunnug íögreglukona. — Allt i lagi. Ég sendi bil og hringi svo i móöur hennar. Jim kom aftur inn i stofuna. — Ég er búinn að senda boð til mömmu þinnar. Þaö voru allir orðnir dauðhræddir um þig, en nú er allt I lagi. Og þú átt að fá að fara i finasta löggubilnum. Hverng lizt þér á þaö? Telpan leit biöjandi á Betty: — Ég vildi aö þú gætir komið með mér. — Það er búið aö ákveöa að hún , fari með þér, sagði Jim. Betty kyssti Jim á kinnina. — Eigum við ekki að laga okkur svolitið til, Pamela sagði hún. — Ég held aö þér veiti ekki af and- litsþvotti eftir allt salt'vatnið. Hún skildi telpuna eftir i baö- herberginu og fór sjálf upp til aö skifta um föt. Pamela horfði á sig I speglin- um. Hún var fegin, aö búið var að leysa málið, en samt leið henni eljkí vel. Hræðslan náöi tökum á henni á ný, hræöslan um að eftir- vænting fööur hennar myndi breytast I vonbrigði, þegar hann sæi hana. Hún þvoöi andlitið og greiddi háriö. Nú var hún sæmilega greidd og snyrtileg — en hún var ekki falleg. Þaö var alveg áreiðanlegt. En — það var ennþá smávon. Þaö var ekki að vita nema pabbi legði ekkert upp úr frlðleika. Kannski. . . kannski var væntum- þykja alls ekki bundin friðleika. Hún var leiö yfir að hafa valdið foreldrum sinum svona miklum áhyggjum ofan á allar áhyggj- urnar, sem þau höfðu fyrir. Hún hafði ekki hugmynd um hvernig hún ætlaöi að útskýra þetta allt, og enn minr.a vissi hún um hvað hinir myndu segja og gera. Grá augu hennar horfðu á hana úr speglinum, óróleg og ráðvillt. — Ég veit hver þú ert, sagöi hún við sjálfa sig. — Heldurðu að hann viti það? Billinn kom og Pamela og Betty settust I aftursætiö. — Ég vona, aðég sjái þig aftur, sagöi Jim. — Og þú mátt trúa mér að þetta fer allt vel. Pamela kinkaði kolli. Innra með henni toguðust á eftirvænt- ing og kviði. Hún og Betty óku til borgarinnar með einkabilstjóra, rétt eins og þær væru tiginbornar. — Feröu meö okkur á stööina? spurði Betty bilstjórann. — Nei, viö förum beint á spital- ann. Pamela spurði lágum rómi: — Heldurðu að viö getum stoppaö við blómabúö? Hún átti fimmtlu krónur og þær nægðu fyrir litilli rauðri rós. Henni var pakkað I sellófan- pappir og Pamela hélt gætilega á henni það sem eftir var leiöarinn- ar. — Það er hérna, sagði Pamela, og benti i áttað augnadeildinni. — Ég kom i heimsókn til pabba meöan hann .. . áöur en hann fékk sjónina. Viltu koma meö mér inn á spltalann? — Auðvitað, sagði Betty. — Ég fer ekki frá þér núna. Lögregluþjónninn ungi fylgdi þeim og þegar þau komu að biöstofunni sagði hann: — Mamma þin er þarna inni. Pamela gekk I átt til dyranna og setti i heröarnar. Hún leit á Betty, eins og hún vænti styrks frá henni. Svo leit hún aftur niður, þvi aö hún vissi, að hún yrði sjálf að ráða fram úr þessu. Betty og lögregluþjónninn námu staðar viö dyrnar, en Pamela lyfti höfðinu oe gekk inn. Móðir hennar hljóp fram að dyrunum og faömaði Pamelu. — ó, elskan min. Pabba langar svo til aö sjá þig. Hann hlakkar svo til að sjá þig. Móðir hennar gróf andlitið I hári Pamelu. — Hann hefur beðið þessarar stundar svo lengi. — Mamma . . . ég er hrædd ... Móöir hennar leit á Jiana og Pamela sá, að sjálf yröi hún ekki róuð með oröum. Hún yrði aö tak- ast á v ið sánnleikann. — Honum þykir svo vænt um þig. Veiztu það ekki? Þær gengu út úr biðstofunni og móðirin hélt utan um barnið. Pamela hikaði við dyrnar á stofunni, en gekk siöan inn á undan móður sinni. Hún kveið fyrir að sjá föður sinn og láta hann sjá sig. En hún leitá hann og þegar hann sá hana og brosti til hennar geislandi brosi fór um han a sælutilfinning og hún vissi að þessari hræðilegu martröð var lokið. — Elskan min litla, sagði hann. — Nú get ég loksins séð hin augun min. Þú ert yndisleg. Hún rétti feimin fra fósina: — Þetta er handa þér. — Blóm frá fallegu stúlkunni minni, sagði hann. — Ó, hvað ég hef fariö mikils á mis öll þessi ár. Hún hikaöi og sagði siðan feimnislega: — Lit ég út. . . er ég . . . i lagi? — I lagi? endurtók hann. — Þú ert eins og ég bjóst alltaf viö. Þú ert yndisleg og falleg. — Ég er ekki falleg, hvislaði hún. — Allt i lagi elskan min, sagöi hann. — Þú segir mér, að þú sért ekki falleg, og mamma þin segir mér, að hún sé ekki falleg. En I minum augum eruð þiö fallegar og hafið alltaf verið þaö. Þaö er svo margt, sem ég þarf að bæta ykkur upp. —- Nei, sagöi Pamela og lagði feimin höndina i lófa föður sins. — Það er ég sem þarf að bæta þér upp — daginn i dag. — O — Nú er Jim skyndilega orðinn mjög háður mótorhjólinu sinu, þvi eftir að hann hitti Andrews fjölskylduna sá hann, að það má margt gott um tækni og visindi segja. Og Betty geymir vel kortið, sem hún fékk frá Andrews-fjöl- skyldunni: „Þökkum ykkur fyrir aö þið hjálpuðuð okkur aö opna augun og sjá okkur sjálf”. * ÍITT I Frysti- j kistur Verslunin I 16 VIKAN 38. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.