Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 19

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 19
I og konum, sem voru einkennilega klædd, og þau fóru að leita að stúlkunni með börnunum. Einn mannanna gekk að brunninum og ég kallaði til hans, að stúlkan hefði dottið þar ofan i, en hann heyrði ekki til min. Samt hlýtur hann að hafa séð hana, þvi að hannkallaði til hinna, sem hlupu til hans. Reipi var sótt og maður- inn seig niður I brunninn. Skömmu seinna kom hann upp með stúlkuna i fanginu. Mér brá mjög við þessa frásögn sonar mins. Hún var allt of lifandi til þess að hún væri helber i- myndun hans. Mér fannst hann hlyti að hafa ,,séð” atburðinn, sem hann sagði frá. Ég sagði konu minni frá þessu. Þá sagði hún mér, að bæði móðir sin og amma hefðu verið ófreskar. Ég er mjög vantrúaður á alla yfir- skilvitlega atburði, en það er kona min ekki. Hún er sannfærð um, að til sé fólk, sem býr yfir dulrænum hæfileikum og þessir hæfileikar segi oft til sin, þegar eitthvað óttalegt hefur gerzt á stað, sem óviðkomandi hefur ekki komið á áður. William ákvað að kanna hvort atburðurinn, sem Daniel sagði frá, hefði nokkurn tima gerzt. Hann vissi, að það yrði óskaplega Martha Willcoughby,fimm ára og fjögra mánaða aö aldri, einka- barn Johns Pauls Benjamins Wil- lougby og Ester Martha Mary Bateson.” William hélt áfram rannsókn- um sinum og fann legstein stúlk- unnar og á honum stóð: „Drukkn- aði á sorglegan hátt.” Eftir að William haföi sagt konu sinni frá þvi, sem hann hafði komizt á snoöir um, bað hann hana um að fara með báða syni þeirra til móður sinnar. Siöan fékk hann tvo iðnaðarmenn, sem unnu að endurbótum á húsinu, til að hjálpa sér við að leita að brunninum, þar sem Daniel sagði, að hann hefði veriö. Þeir fundu hann! Hann hafði verið fylltur upp. Enginn vafi lék á þvi lengur, að Daniel hafði erft einhverja ófreskni frá ömmu sinni eða langömmu. William fór á fund prestsins, sem ráðlagði honum að flytja strax úr Hert- fordshire. Þegar kona Williams kom aftur með börnin, ákvað hann að sjá til i nokkra daga, og þegar I ljós kom, að Daniel hvorki sá né dreymdi fleiri slika atburði, ákvað hann að fara ekki að ráðum prestsins. Og nú hefur f jölskyldan búið i þessu 350 ára gamla húsi um niu ára skeiö, án þess að nokkuö dulrænt hafi hent Daniel. William Lucas: — Svo litur út sem Daniel hafi gleymt draumn- um um stúlkuna, sem drukknaöi. Við komumst aldrei að þvi, hvers vegna hann kallaði brunninn „óskabrunninn”, en vel getur verið, að brunnurinn hafi átt að geta uppfyllt óskir. Hins vegar 'leikur enginn vafi á þvi, að brunn- urinn hefur verið fylltur upp eftir að stúlkan drukknaði I honum. Kannski það sé merkilegast við reynslu Daniels, að hann skyldi vita nákvæmlega hvar brunnur- inn haföi verið — en þaö hefur enginn getað skýrt enn sem kom- erfitt, þvi að hann hafði enga hug- mynd um, hvenær atburðurinn kynni að hafa átt sér stað. Samt sem áður bað hann son sinn um að lýsa klæðnaði fólksins, sem hann hafði séð við brunninn, i smáat- riðum. Kirkjubókin. Daniel sagöi frá þvi, að hann hefði séð stúlkuna liggja I snjó- hvitri kistu, og kringum kistuna heföi staðið grátandi fólk. Af lýs- ingu drengsins á klæðnaði fólks- ins, taldi William, að atburðurinn hefði gerzt á miðri átjándu öld. Hann lét ekkert uppi við konu sina, en fór á fund sóknarprests- ins og fór yfir kirkjubækurnar með honum. 1 kirkjubók ársins 1738 var eftirfarandi frásögn: „Jarðsett i dag, Sarah Jane

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.