Vikan


Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 22

Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 22
voru dimm af sorg. Hugur hennar reikáöi til þess dags, þegar ráöizt var á vagninn þeirra og henni fannst eiginlega auövelt aö segja honum þaö sem hún vissi. I þetta sinn hikaöi hún ekki. — Senor, sagöi hún, og svo tók hún til viö sögu sina og dró ekkert undan. Meöan á sögu hennar stóö, sá hún, aö hann var aö safna kröft- um, til aö segja sina hliö á mál- inu. Þaö var löng saga, saga margra ára sálarkvala, saga um sektartilfinningu, sem hann haföi aldrei getaö losnaö viö. Saga um einlæga ást, sem haföi oröiö til aö blinda hann, svo hann geröi þaö, sem honum fannst hann aldrei geta bætt aö fullu. — Senorita, Francisco var ekki bróöir yöar. Ekki einu sinni hálf- bróöir. Þaö var rétt, aö Don Isodro haföi veriö I Galway, þegar hann var mjög ungur, var þar til aö læra og kynna sér starfsemi fööur slns. Hann haföi oröiö ástfanginn af Margaret, sem var rnóöir Winifred. Margaret var dóttir fá- tæks aðalsmanns, sem bjó I hrör- legum kastala fyrir utan Galway. Margaret, unga stúlkan á smá- myndinni, var þá oröin ástfangin af Richard, ungum vlsindamanni, sem var vinur Don Isodros. — Þaö er rétt, Senorita, ég var mjög ástfanginn af móöur yöar . . Hann sagöi henni alla þessa sorglegu sögu: sagöi henni, aö hann heföi fariö heim til Spánar, ákveðinn I aö rjúfa trúlofun sína, svo hann gæti kvænzt þessari stúlku, sem hann unni svo heitt. Hann mætti aðeins mótþróa og brúökaup hans var ákveðið i skyndi og hann varð aö kvænast spænsku stúlkunni, sem haföi veriö honum ætluö, frá þvi þáu voru börn. Hún var af mjög auö- ugri ætt. Hann þagnaöi. — Þér kvæntuzt henni? Þér fóruö ekki aftur til móöur minnar? Augnaráöhennar var ásakandi, en hann yppti aðeins öxlum. — Senorita, þetta er Spánn. Sllkir hlutir komu alls ekki til tals. Maria Clara kinkaöi kolli, til aö árétta þetta og augnaráö hennar var biöjandi, Winnifred fann, aö hún baö hana, aö reyna aö skilja þetta. — Þessi stúlka, Donna Angelica, var konan mín, aöeins I eitt ár og þaö ár dvöldum við al- gerlega á heimili foreldra henn- ar. Hún var veikluð og lézt, þegar hún fæddi Francisco. Hann þagnaöi, þagöi lengi og Winifred þoröi ekki aö tala. Aö lokum leit hann á hana. — A þvl ári læröi ég, aö jafn- vel hin óskrifuðu lög, hér á Spáni, eru ekki þess viröi að kveljast þannig vegna þeirra. Þegar kona mln dó, fór ég meö son minn hingaö til Ronda. Ég geröi þaö meö þvi hugarfari að þaö veröur mér til ævarandi skammar, en ég vona aö guö fyrirgefi mér þaö einhvern tima. Þaö var engu llkara, en aö ég FRANSKI ARFURINN í næsta blaði hefst ný og afar spennandi framhaldssaga eftir Anne Stevenson. Hún segir frá ungum manni, sem fer til smá- bæjar á rólegum stað i Frakk- landi, til að taka við arfi eftir móður sina, sem var frönsk. Hann langaði til að sjá húsið, sem hann hafði hlotið i arf, og ætlaði að selja það, og hélt að þetta yrði mjög einfalt mál. En það var nú öðru nær, hann komst að því, að ennþá fundust þama minningar um hörmungar stríðsáranna og hann komst i kynni við hatur, græðgi, sviksemi og örvæntingar- fullar ástriður. heföi verið að fara meö kálf. Ég fékk konu úr þorpinu til aö taka hann aö sér, Carmelitu. Hún var nýbúin að eignast son, Fernando. Hann leit niður á spenntar greipar sínar, losaöi um fingurna, eins og hann hefði meitt sig. — Síöan fór ég, eihs fljótt og mér var auðiö, aftur til Galway, til aö biöja móöur yðar aö giftast mér. En þaö voru liðin tvö ár. Hún haföi þá veriö gift fööur yðar I heilt ár. Þér voruö nýfædd. Nú kom önnur þög, eins og hann gæti ekki afborið aö hugsa um þessa atburöi, sem hann haföi örugglega ekki talaö um viö nokkurn mann I allan þennan tfma. Winifred hélt niöri I sér andan- um. — Ég var ungur, — blóöheitur. Mér fannst heiöri mlnum misboö- iö og ég skoraöi á föður yöar. — Til einvígis? Hún hvessti á hann augun og hann leit ekki undan og hún sá sorgina I augum hans, þegar hugur hans dvaldi viö þessa dapurlegu atburöi. Hann átti greinilega erfitt um mál. — Þetta var aö sjálfsögöu al- gert brjálæöi. Þér vitið hve skot- fimur faöir yöar var. Já, hún vissi það, hún mundi svo vel eftir skotmarkinu I garö- inum viö Carrigmore, — Þetta var rétt fyrir dögun, sagöi hann og átti erfitt um mál. Hann sagöi henni svo aöeins þaö, sem var staöreynd, I svo stuttu máli, sem honum var unnt. — Þaö var þoka. Guö munn góöur, hugsaöi hún, þaö er alltaf þoka á írlandi, rétt fyrir dögun. — Faöir yðar skaut út I loftiö. Hann vildi alls ekki deyöa mig. En rétt i því kom móöir yöar hlaupandi, hana haföi grunaö hvaö til stóö. Hún kom hlaupandi út úr runnunum og ætl- aöi aö reyna aö stööva okkur . . . — 0, guö minn góöur . . . Henni var ljós kvöl hans og svo fann hún sárt til sinnar eigin hugarkvalar, þegar henni varö hugsaö til móö- ur sinnar, konunnar, sem hún hafði aldrei þekkt. Hún var aöeins ung stúlka, litlu eldri en hún var sjálf . . deyjandi þarna I grasinu, milli tveggja manna, sem báöir elskuðu hana, dáin fyrir skoti úr byssu eiginmannsins, sem hún elskaöi svo heitt, vegna hins mannsins, sem lika elskaöi hana. — Hann skaut hana þá til bana? — Já. A svip hans sá hún, aö hann reyndi ekki einu sinni aö biöja hana fyrirgefningar. — En hann? Vesalings faöir minn? — Ég særöi hann. Ég skaut ekki út I loftið. Hann bar þess aldrei bætur, hann þjáöist af af- leiðingum skotsársins alla ævi. Hann haföi þá vitaö það alla ævi, aö hann yröi ekki langllfur. Þess vegna reyndi hann aö láta hana njóta alls þessa, sem fáar eöa engar stúlkur urðu aönjótandi I þá daga. Henni fannst, aö aldrei heföi hún elskaö hann eins heitt og einmitt núna, og aldrei fundiö eins sárt til þess, aö vera búin aö missa hann. • — Hann fyrirgaf mér, sagöi Don Isodro einfaldlega, en þá gat hún ekki lengur haldið aftur af tárunum, fann að hatrið hafði veriö fariö aö grlpa um sig I sál hennar. — Þér sáuð þá um okkur? spurði hún. — Hvaö annað gat ég gert? En hann vildi bara ekki þiggja nema svo lítiö. Hún hugsaöi til hússins, gamla hússins, sem var næstum komið aö falli. • — Þaö eina, sem hann setti upp, var, að ég reyndi að hjálpa yður, þegar hann félli frá. Náöarbrauð. I þessu hljóöa húsi og svo einmana. Hann svaraöi, áöur en hún gat boriö fram nokkra spurningu. ■ — Senorita, það heföi verið auöveldara, ef þér heföuö aldrei fengiö aö heyra sannleikann. Já, þaö heföi oröiö miklu auöveldara. Henni var ljóst, aö þaö var rétt hjá honum. Hvernig yröi framtiö- in nú, þegar þau vissu þetta allt bæöi? ■ — Ef þaö heföi ekki veriö vegna sonar mins . . . hélt hann áfram. ■ — Senor, sagði hún áköf. Hún haföi gleymt Francisco, meðan hún hlustaði á sorgarsögu for- eldra sinna. — Hvernig var þá líf Franciscos . . . .? ■ — Ég vanrækti hann algjör- lega. í sorg minni gat ég ekki hugsaö um hann, ég lét Carmelitu annast hann. í mörg ár, dragnað- ist ég um alla Evrópu, yfirkominn af harmi og spuröi ekki einu sinni um son minn. Hann óx upp meöal barnarina í þorpinu, þangað til Maria Clara kraföist þess, aö hann kæmi heim á ættaróðalið. Fernando varö eini vinur hans. Reiðin sauö nú I henni aftur. Svo hann haföi þá vitað þetta, en samt sent Fernando i burtu. Hann var ekki nógu hátt settur, til aö veröa vinur einkasonarins! • — Sonur minn var stoltur, — stoltur, en hugsanir hans voru ákaflega ruglingslegar, hélt hann áfram. — Börnin I þorpinu geröu gys aö honum og sögöu aö Carme- lita væri móöir hans. Hann trúöi þeim. Þegar ég svo tók hann til mln, tók hann inn I mitt llf, var þaö of seint. Hann trúöi ekki þvl, sem ég sagöi honum, vildi ekki trúa þvl sanna um móður sína. Þegar hann fann myndina af móöur yöar, virtist hún veröa raunverulegri I augum hans, sem móöir hans. En hann var viss um, aö þaö væri Carmelita. Hann þagnaöi, fól andlitiö I höndum sér, hristi þaö, eins og hann vissi ekki hvaö hann ætti aö segja. Aö lokum sagöi hann þreytulega: ' — Hann varö aö gera allt, til aö sanna, aö hann væri fæddur heldri maöur. Frá þeim degi, sem hann rak Fernando frá sér, var eins og þaö vonda næði tökum á honum. Winifred fann, að Maria Clara hreyföi sig. • — Rak hannFernando frá sér? spuröi hún. Lygar, lygar, lygar. Francisco hagræddi hlutunum, eins og þeir hentuöu honum bezt. Hve óþol- andi hefur raunveruleikinn hlotiö aö vera honum. 22 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.