Vikan


Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 30

Vikan - 19.09.1974, Qupperneq 30
r smásaga eftir Torfinn Haukas EKKERT i HEIMINUM Hershöfðinginn hvíslaði það bara fyrst: — Stórkostlegt! Hann dró andann svo djúpt að sér, að einkennisjakkinn strengdist yfir brjóst hans — svo gat hann ekki haldið aftur af sér lengur. — YFIRGENGILEGT!!! öskraði hann og þeytti vindlinum út i vegginn. Þeir sátu i neðanjarðarbyrginu, I stóru, hvitu herbergi — hers- höfðinginn, varnarmálaráðherr- ann og tólf visindamenn. Einn gluggi var I hverjum hinna hvitu, vinylklæddu veggja og einn I loft- inu, en það voru engir venjulegir gluggar. Liti maður út um ein- hvern þessara glugga, mátti sjá græna velli og græn tré og nakta stúlku, sem stóð með útrétta arma og dýíði stórutánni niður i litla tjörn, blátæra og svalandi. Og svipaða sjón gat að lita út um hina gluggana. En jafnvel þótt hershöfðinginn, varnarmálaráð- herrann og visindamennirnir tólf hefðu ekki haft annað og þarfara um að hugsa en að standa og góna út um glugga, þá hefðu þeir naumast séð nokkuð táknrænt við það, að nakta stúlkan stóð þarna alltaf hreyfingarlaus á öðrum fæti, og græn blöðin bærðust ekki á trjánum, né heldur bylgjaðist grasiö á völlunum. Hershöfðinginn kramdi tugginn vindilinn á eldvörðu borðinu, svo að gneistarnir flugu um allt, og gargaði af æsingi: — Til forsetans undir eins! Látum hendur standa fram úr ermum! En varnarmálaráðherrann hafði betri stjórn á sér. Varnar- málaráðherra verður að hafa stjórn á sér. Hann gegnir ábyrgð- armikilli stöðu, og hann getur ekki bára „látið hendur standa fram úr ermum.” Hershöfðingjar geta verið gagnlegir og nauð- synlegir, en þeim er lagið að gera veður úr hlutunum og koma óþarfa róti á friðelskandi menn i friðelskandi landi. Svo að varnar- málaráðherrann gaf hershöfð- ingjanum nýjan vindil og ýtti honum vinsamlega, en ákveðið, aftur niður i djúpa, skinnklædda stólinn, sem var einn af þeirri gerð, sem aðeins forsetar, varn- armálaráöherrar, hershöföingjár og þvottakonur sitja I. — Við skulum ekki fara að neinu óðslega, ságði varnarmála- ráðherrann og beitti meðfæddum hæfileikum sinum og margra ára þjálfun sem varnafmálaráðherra til þess að dylja hugaræsing sinn. Það er nefnilega ekki eins auö- velt og margur kynni að ætla aö vera varnarmálaráöherra. Mað- ur má aldrei missa stjórn á sér, verður alltaf að halda rósemd sinni og virðuleika, neita sér um allt, sem gæti gert varnarmála- ráðherra varnarlausan. Fyrst eftir að varnarmála’ráð- herrann varð varnarmálaráð- herra, var konan hans, sem var 27 árum yngri en hann, móðguð yfir þvi, að hann skyldi ekki lengur vilja leika við hana i rúminu á kvöldin. Varnarmálaráðherrann ansaði kvörtunum hennar aldrei. Hann sá nefnilega, hversu von- laust það var að reyna að útskýra fyrir 22 ára gamalli hugsunar- lausri og einfaldri konu, að varn- armálaráðherra gæti ekki leyft sér slika léttúð. Hann hætti einnig að reykja og drekka, og i nokkurn tima á eftir leyfði hann sér þann munað ein- an að borða lakkris. Það hefði getað virzt saklaus löstur, en jafnvel þvi varð hann að hætta. Hann uppgötvaði nefnilega, að allir, sem borðuðu lakkris, voru grunaðir um drykkjuskap á laun. — Við skulum ekki fara að neinu óðslega, endurtók varnar- málaráðherrann. Sé áætlunin eins fullkomin og hún litur út fyr- ir, þá höfum við nógan tima. Við skulum fara aftur yfir áætlunina. Talsmaður visindamannanna tólf ræskti sig, hallaði sér fram, lagði olnbogana á borðið og spennti greipar. — Flugskeytakerfi okkar er orðið ónothæft og jafnvel hættu- legt okkur sjálfum. Við getum ekki lengur haldið þessu kerfi leyndu fyrir óvinunum. örfáum sekúndubrotum eftir að við hefð- um stutt á hnappinn, mundu óvin- irnir hafa gert slikt hið sama. Af- leiðing af þeirri styrjöld yrði ekki spurning um þaö, hvor aðilinn hefði unnið, 'heldur um það, hvor aðilinn hefði beðiö minna tjón og minni niðurlægingu. Og við höf- um varla mikinn áhuga á sliku, eða hvað? Við viljum vinna full- kominn og óvéfengjanlegan sigur með minnstri hugsanlegri á- hættu. Varnarmálaráöherrann kink- aði kolli til samþykkis. Taismaður visindamannanna tólf tók áér drjúga málhvild, eins og sá einn getur leyft sér, sem veit, að áheyrendur hans biða spenntir eftir framhaldinu. Svo sagði hann: — Við höfum fundið upp efni, sem er fullkomlega skaölaust, jafnvel i stórum skömmtum, — sé það aðeins látið ósnert af manna höndum. En um leið og fingur- gómur snertur það, springur það i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.