Vikan - 19.09.1974, Síða 31
ER
FULLKOMIÐ
loft upp og eyðir öllu lífi i margra
kflómetra fjarlægð.
Hershöfðinginn var maður
framkvæmda og hafði litinn á-
huga á visindalegum smáatrið-
um, svo að þegar hér var komið,
greip hann óþolinmóður fram i:
— Við getum seijt nokkra flug-
vélarfarma af þessu stoffi þeirra
og sturtað þvi oni hausinn á óvin-
unum — punktum og basta! Ekk-
ert múður og smáatriðavesen.
Látum hendur standa fram úr
ermum!
Talsmaður visindamannanna
tólf gaut augunum til samstarfs-
manna sinna. Þegar hann tók aft-
ur til máls, var kominn nýr
hreimur i röddina, líkt og skrif-
stofustjórar og fulltrúar nota,
þegar forstjórinn opinberar
heimsku sína i þeirra návist.
Hann talaði nú með öryggi þess,
sem veit, að hann veit svar við
fleiru en áheyrendum hans dettur
yfirleitt i hug að spyrja.
— Það stórkostlega við áætlun
okkar er einmitt það, að við telj-
um okkur hafa möguleika til þess
að vinna algjöran hernaðarlegan
sigur, án nokkurrar aðstoðar
hernaðartækja. Við höfðum hugs-
að okkur að notfæra okkur póst-
þjónustuna. Þegar við höfum
fengið samþykki forsetans — og
það ættum við að hafa fengið inn-
an viku héðan i frá — þá sendum
við bréf frá ýmsum stöðum á
landinu til ýmissa staða i landi
Hinna. Það verða engin vand-
kvæði á þvi að afla sér nokkurra
heimilisfanga. Inni i umslögunum
verður blað, sem enginn getur séð
neitt athugavert við, en þegar
viðtakandi opnar umslagið og
hefur hönd á blaðinu, þá... Á ein-
um einasta degi gjöreyðum við
öllu lífi i landinu, án þess að hgfa
sent einn einasta hermann inn yf-
ir landamærin, né hreyft við
nokkru hernaðartæki. Við getum
bara skundað yfir landamærin
næsta dag og tekiö völdin.
Talsmaður visindamannanna
tólf naut aðdáunar áheyrenda
sinna, sem var svo auðmerkjan-
leg i þögninni, sem fylgdi siöustu
orðum hans. Svo sagði hann:
— Ég legg til, aö við hittumst
hér að viku liðinni.
Hann þrýsti hægri hendinni nið-
ur i borðið með þeirri vinstri, til
þess að dylja krampakippina,
sem gagntóku hana.
— 0 —
- Viku slðar sátu þeir aftur sam-
an i neðanjarðarbyrginu, allir
nema varnarmálaráðherrann,
sem þeir biðu nú eftir.
Hershöfðinginn sat eiginlega
ekki — hann lá fram á borðið með
ennið á borðplötunni og greipar
spenntar yfir hnakkann. Hann leit
út eins og hann hefði allan heim-
inn á herðum sér. Við og við gaf
hann frá sér sársaukafulla stunu.
Visindamennirnir tólf sátu þöglir
og skoðuðu á sér neglurnar eða
teiknuðu naktar og bosmamiklar
kvinnur i vasabækur sinar.
Svo opnuðust tvöföldu dyrnar
hljóðlaust, og inn kom varnar-
málaráðherrann. Hann var fölur
og greinilega I miklu uppnámi.
— Við höfum samþykki forset-
ans fyrir aðgerðunum. Nú getum
við látið hendur standa fram úr
ermum!
Enginn svaraði honum, og eng-
inn stóð upp, þegar hann gekk
inn. Frá hershöfðingjanum
heyrðist enn ein sársaukastunan,
og skyndilega leit hann upp og
horfði beint framan i varnar-
málaráðherrann.
— Hafið þér ekki heyrt það?
spurði hann æstur. Það voru nú
takmörk fyrir þvi, hvað varnar-
málaráðherra gat leyft sér,
fannst honum.
Talsmaður visindamannanna
tólf sá, að opinbert strið var i
þann veginn að brjótast út á milli
hershöfðingjans og varnarmála-
ráðherrans, svo að hann flýtti sér
að skerast i leikinn.
— Það hefur þvi miður komið
nokkuð óvænt upp á, sem neyðir
okkur til að aflýsa áætluninni.
— Nokkuð óvænt? Ég hélt, að
þið hefðuð hugsað fyrir öllu. Ég
stóð i þeirhi meiningu, að áætl-
unin væri fullkomin.
— Ekkert i heiminum er full-
komið, sagði hershöfðinginn dap-
urlega.
— Já, en i herrans nafni segið
mér, hvað hefur gerzt, æpti varn-
armálaráðherrann og hafði nú al-
gjörlega tapað stjórn á sér.
— Og þeir sem eru i einkennis-
búningi, stundi hershöfðinginn.
— Hverjir? Hvernig? Hvers
vegna? æpti varnarmálaráðherr-
ann drynjandi röddu.
Talsmaður visindamannanna
tólf tók saman minnisblöðin sin,
stakk þeim niður i skjalatösku
sina og reis á fætur.
— Póstþjónar um gjörvallan
heim hafa tekið sig saman um að
gera allsherjarverkfall frá og
með deginum i dag. Við getum
ekkert gert.
— Ekkert i heiminum er full
komið, sagði hershöfðinginn og
spýtti vindlinum á gólfið.