Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 35
Framhalds saga 13 hluti Ef þú vildir leggja á boröiö, gæti þaö flýtt fyrir. — Nei, þaö geri ég ekki. Og hættu þessum andskotans vinnu- lækningum þinum, sem þú heldur aö muni gera mig aö elskulegri húsmóöur. Mér er sama þó aö allt hér fari fjandans til. Mér er sama um allt. Lofum þvi að fara i rúst. Hún sneri sér frá veggnum, gekk inn i stofuna, fleygöi sér þar niöur á legubekk og grét. Hún kom ekki að borðinu. Hann boröaöi einn sins liös. Að þvi loknu fór hann i frakka og setti upp hatt. — Hvert ertu að fara? æpti hún. Hana langaði ekki til að vera ein i húsinu. — Ég ætla að fara og reyna að fá hana Jennie til aö koma aftur. Svona getur þetta ekki gengið á* fram. — Ég vil ekki sjá hana! — Viltu koma með mér i biln- um? Við getum stanzað i Aðal- stræti. Þaö er alltaf eitthvað lif- legra þar. — Liflegt! Guð minn almáttúg- ur! Röddin var full fyrirlitningar. — Já. Nú eru veiðimennirnir komnir til bæjarins. — Veiðimennirnir? Hún snar- rétti úr sér á legubekknum. — Dádýratiminn byrjar I dag, svo að þar verður varla þverfótað eftir Aðalstræti. Fullt af utan- rlkisbilum. Hver einasta krá yfir- full. Hún hneig aftur niður á bekk- inn. — Ekki vissi ég, að svona langt væri umliðið... Hún var al- veg máttlaus i handleggjunum. — Jæja, hvað segirðu þá um að koma með mér? — Ænei. Hún þagnaði af þvi að henni fannst hún svo dauð, að hún gæti engu orði upp komið. — En hvaö var hann Elgur að gera I bænum, ef veiðitiminn er byrjað- ur? Þarf hann ekki að vera að fylgja honum Latimer? — Ég nefndi það nú ekkert við hann. Ég býst viö, að Latimer komi alls ekki neitt I ár. Hvers- vegna spyrðu? — Ekki svo sem af neinu. Gat bara varla trúað þvi, að svona langt væri umliöið... En samt finnst mér heil eillfð siöan ég kom heim aftur. Hann var kominn i þykka frakkann sinn og með hattinn og gamaldags eyrnahlífar. Hann gekk að legubekknum og settist þunglamalega við hliðina á henni. Hún sagði snöggt. — Þig langar i trúnaöarsamtal. En mig langar þaö ekki. Eitthvað verður að gera. Ég veit, að þú ert eintómar taugar og niöurbrotin. Ég veit, að þetta er erfitt hjá þér. En það kemur lika illa við mig. Ég held ekki ég geti haldiö þessu áfram. Ég þarfnast þln, Rósa en ég þarfnast þin heil- brigörar. Þú varst áöur vond viö .mig, en það var þó skárra. Miklu betra en þetta. Þaö er þessi slappleiki. Ég er eins og stýris- laust skip. — Ef þú þarft eitthvaö til að styöjast við, þá fáðu þér mykju- kvislarskaft. Náðu i Jennie, eða Elg, eða hvern sem þér dettur i hug. En við mig geturðu ekki stuðzt. Hann gekk svo út. Undir eins og hurðin var fallin að stöfum fór hún aö hugsa um Latimer. Svo að Latimer ætlaði ekki að koma. Þetta loforð hans, að hann ætlaöi aö koma til veiðanna og þá gætu þau verið saman, hafði þá verið lygi. Hún haföi aldrei frúað þvi — en einhvern veginn hlaut hún samt að hafa trúað þvi, af þvi aö nú, þegar hann ætláöi ekki að koma, tók það henni enn sárara. Hann hafði notað stór orð og siðan lagt á flótta. Og þegar hún svo hafði nálgazt hann aftur, hafði hann stráð um sig enn fleiri lof- orðum og siðan lagt á flótta aftur. Þannig var þetta.vonin var orðin að ryki, sem pyrlaðist fyrir vind- inum og dreifðist, svo að það var ekki fundið aftur. Svo beindi hún döprum hugan- um aö ástandi sinu, og tók að hnoða á sér kviðinn meö fingrun- um og móta barnið. Þaö var ekki ófædda barnið, sem var efst I huga hennar, heldur likami henn- ar, aflagaður og vanskapaður, búinn aö glata fegurð sinni og úti- lokaður frá Latimer um alla ei- Hfð. En þessar tilfinningac voru einskonar hefnd fyrir litillækkað stolt hennar. Þvi afmyndaöri sem hún yröi, þvi betur mundu metin jafnast hjá þeim. Hún lá á grúfu á legubekknum, I svörtustu örvæntingu. Þaö var oröiö kalt i húsinu, en hún hafði ekki dugnað i sér né heldur löng- un, til að ná sér I slopp eða fara i rúmiö. Hún féll I einhvern hálf- gildings svefn, en vaknaöi af hon- um aftur og fór þá enn að gráta, þurrum tárum. Og leið svo aftur t ^ út af. Það var komið miönætti þegar ÆM hún heyröi marriö i snjónum und-c W LORD sófasettið vekur athjfgli LITIÐ INN OG FJÖLBREYTTA SKOÐIÐ OKKAR HÚSGAGNAÚRVAL 38. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.