Vikan - 19.09.1974, Side 39
SAMI PILTUR I TVEIMUR DRAUMUM
Kæri þáttur!
Ég ætla að biðja þig að gera svo vel að ráða tvo
drauma fyrir mig.
Sá fyrri er á þessa leið:
Mér f annst strákur, sem ég kynntist hér í sveitinni,
koma til mín og segja tvisvar sinnum ,,vonsvikinn“.
Svo gekk hann í burtu og ég horf ði á eftir honum.
Þessi draumur varð ekki lengri, en hinn var svona:
Mér f annst þessi sami strákur koma til mín og vera
I fremur góðu skapi. Hann spurði mig hvort ég vildi
koma með sér á ball, en ég neitaði því og sagðist ætla
með öðrum. Þá fór hann og þá virtist honum vera
fremur þungt í skapi.
Ég vona, að þú haf ir rúm fyrir þetta, vegna þess að
þessir draumar voru svo skýrir, en oftast dreymir
mig mjög óskýrt.
Með fyrirfram þökkum fyrir birtinguna.
P.l.
úr þessum draumum er mjög erfitt að ráða nokkuð,
nema þá helzþað pilturinn þessi er þér mjög hugstæð-
ur í vöku. Draumarnir segja mjög litið um framtíð
kunningsskapar ykkar, en eitthvert framhald verður
þó áreiðanlega á honum.
VIÐ SUNDLAUG
Kæri draumráðandi!
Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mig langar
mikið til að v.ita hvað táknar. Hann var svona: ''
Mér fannst ég vera stödd hjá einhverri sundlaug.
Vatnið í lauginni var mjög tært og botninn í lauginni
var grænblár á litinn. I lauginni sá ég engan og ekkert
nema þrenn axlabönd. Tvenn þeirra þekkti ég, en við
þau þriðju kannaðist ég ekki neitt, þau voru blá, en
hin, sem ég þekkti, voru Ijósleit.
Yfir lauginni fannst mér vera mikill drungi og
dimma. Þegar ég vaknaði af þessum draumi, leið mér
mjög illa.
Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig.
Með fyrirfram þökk.
E.O.E.
Draumráðandi skilur frásögn þína af draumnum
svo, að axlaböndin hafi flotið á vatninu í lauginni og
ræður drauminn því þannig, að þú dveljist langdvöl-
um með eigendum axiabandanna tveggja, sem þú
þekktir, og einhverjum þér ókunnugum, annað hvort á
ferðalagi eða annars staöar. Upp úr þessu tekst lang-
vinn og traust vinátta.
SA SJALFA SIG I DRAUMI
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi
draum, sem mig dreymdi um daginn.
Mér f annst ég vera stödd í ókunnugu húsi, gömlu, og
þar var f leira fólk, sem ég þekkti, og fannst mér sem
við værum að búa okkur út til að f ara eitthvað. Meðal
annarra var móðir mín þarna, en hún er dáin fýrir
tveimur árum.
Sem við erum að búa okkur út þarna vantar ein-
hveim eitthvað, sem á að vera uppi á lofti í húsinu og
er ég beðin um að sækja það. (Einna helzt fannst mér,
að þetta væri vekjaraklukka.)
Ég legg þá af stað upp á loftið, en þangað fannst
mér liggja þröngur og brattur tréstigi. Uppi á lofti fór
ég inn í herbergi, sem var mjög gamaldags þakher-
bergi með trégólf i og uppbúnu trérúmi. Á rúminu sat
einhver stúlka, sem ég áttaði mig ekki strax á hver
var, en f ramhjá henni varð ég að fara til að ná í fyrr-
nefndan hlut, sem var á borði við rúmið.
Þegar ég ætla að ganga framhjá stúlkunni, segir
hún brosandi: Sæl og velkomin, Milly mín. Mér bregð-
ur hastarlega viðþetta, því að mér fannst þessi stúlka
vera ég sjálf og var hún í eins fötum og ég sjálf —
grænum jakka og svörtum síðbuxum. Jafnframt þótti
mér þetta vera dauðinn og þóttist ég viss um, að nú
ætti ég aðdeyja. Það þótti mér hræðilegtog sagði því:
Ég vil ekki deyja strax, ekki f yrr en í haust. Það er svo
gaman á sumrin.
En mannveran á rúminu þegir bara og horf ir sífellt
brosandi á mig. Mér fannst þetta ákaflega óviðkunn-
anlegt, að sjá sjálfa mig brosa þannig til mín sjálf rar.
En svo f innst mér ég allt í einu vera f arin að veltast
um gólf ið og berjast við eitthvað, sem ég vissi þá ekki
hvað var, en fannst það samt vera stúlkan á rúminu,
þótt hún sæti þar enn kyrr.
Ég barðist um af alef li og fannst hvað eftir annað,
að ég væri komin að köf nun, en hugsaði um það eitt að
geta velt mér niður um loftsgatið og niður stigann og
þá væri ég sloppin úr allri hættu.
Þetta tókst mér að lokum og fannst mér þá, að ég
væri sloppin og var mjög ánægð. Niðri fannst mér
mamma og tvær f rænkur mínar taka fagnandi á móti
mér og fórum við allar út. Þar beið okkar stór hópur
fólks, sem allt var prúðbúið. Litlar telpur veifuðu
rauðum fánum með hvítum krossum (það er víst
danski fáninn). Mér fannstég þekkja allt þetta fólk og
fannst mér það vera að fagna einhverju með mér. Það
veifaði og kallaði hamingjuóskir til mín og lítil f rænka
mín, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, kom með stór-
an vönd af rauðum rósum og rétti mér. Og ég kyssti
hana fyrir og var mjög ánægð.
Lengri varð draumurinn ekki.
Með fyrirfram þökkum fyrir ráðninguna.
Millý.
Þessi draumur er svolítið martraðarkénndur og
þess vegna eðlilegt, að hann valdi þér nokkrum á-
hyggjum. Þær eru þó að mestu óþarfar, að vísu bíða
þín nokkrir erfiðleikar, en i glímunni við þá þarftu
fyrst og fremst að eiga við sjálfa þig og hægust eru
heimatökin.
SVAR TIL BJARGAR Þ.
Láttu þér ekki bregða, þó að eitthvað sláist upp á
vinskapinn á næstunni. Af draumnum má nefnilega
ráða mörg og margvísleg misklíðarefni þln og tengda-
móður þinnar, en ekkert þeirra hef ur þó í för með sér
óyfirstíganlega erfiðleika eða alger vináttuslit ykkar.
Vertu bara þolinmóð, því að þolinmæðin þrautir vinn-
ur allar.