Vikan


Vikan - 17.10.1974, Side 34

Vikan - 17.10.1974, Side 34
HANDAN Vtt) Um nóttlna þiönaöi snjórinn og htin hlustaði á dropana, sem láku af þakinu. Stundum heyrðist ofur- lltill dynkur, þegar snjókökkur losnaði af trjánum og datt niður i fönnina fyrir neðan. En það voru ekki þessi næturhljóð, sem fylltu huga hennar, heldur hljoðið af andardrætti mannsins hennar. I hennar augum var hann ekki lengur einhver heimskur ræfill, sem hægt væri að afgreiða með einu ónotaorði. Hann var lifandi, andstyggilegur múrveggur, sem stóð milli hennar og heimsins úti fyrir. Og það var engin leið að brjótast þangað út, gegn um þennan múrvegg. Holdið hans var innan I henni og hélt henni fastri. Hinn sjerki vilji hennar og hið djarfa hugrekki, sem hún hafði haldiö sig eiga, og hið rafmagn- aða stolt hennar — allt var þetta máttlaust og áhrifalaust. Aðeins dauði þessa barns gat leyst hana úr viöjum. Hugsanir hennar þutu áfram og urðu að illum mann- drápshugleiðingum. bær urðu að draumum, þar sem hún braust um, æpandi..... En þeim var lokið þegar hún fann hönd mannsins sins snerta siðuna á henni og strjúka hana, og hún heyrði hann segja, rétt eins og hann væri að gæla við krakka: — bað er allt i lagi, Rósa, þetta var bara draumur. Hálfsofandi gat hún enga mótstöðu veitt og nú féll hún i algjöran svefn. begar hún vaknaði, horfði hún á mann sinn með næstum lokuð- um augum og lést vera sofandi. Hann fór sér hægt að klæða sig og hver hreyfing var útreiknuð, til þess aö vekja hana ekki. begar hann var alklæddur, kom hann að rúminu og horfði á hana, lengi, lengi. Óvissa og þjáning skein út úr svipnum. begar hann var farinn út, opn- aði hún augun til fulls. Sudda- kennd rigning var úti fyrir glugg- anum, og aftur heyrðí hún lekann ofan af þakinu. Hún lokaði augun- um og huldi þau fyrir deginum úti, fyrir barninu, fyrir llfinu sjálfu. bannig lá hún I myrkrinu . hálfsofandi og hugurinn þeindist aö draumi liðinnar' nætur. Mynd- irnar vildu ekki koma fram aftdr en hún mundi eftir tilfinningun- um, sem höfðu hrjáö hana. Hjart- slátturinn færðist I aukana og hún fann æðaslátt I. höföinu. Vööv- arnir hörðnuðu, rétt eins og ef einhver leyndur hluti hennar væri aö taka þátt i einhverju illvirki, sem hún þó gat ekki gert sér nán- ari grein fyrir. En ein hugsun sótti þó greinilega að henni: Ef hann væri dauður . . . Hún greip þessa hugsun á lofti og hélt henni áfram. Já, já, ef hánn væri dauö- ur, væri hún frjáls. En hann var bara ekki dauður og ekkert I þann veginn. En ef . . . ef nú yröi slys. Eitthvað svipað slys og hafði orð- ið honum Elg að fjörtjóni. Elg hafði hefnst fyrir alla afskipta- semina af líferni hennar. Hún sá enn fyrir sér, þegar hann hoppaði upp, beint fyrir framan byssu- sigtiö, og nú vissi hún greinilega, að hún hefði getað haft nægilegt svigrúm til þess að beina byss- unni frá honum. Einhver styrkleikakénnd, næst- um sigrihrósandi fór um hana alla. Hún var sterk og ekkert gæti stöðvað hana. Hún hafði hrifið Latimer út ,úr þessari hrifningu hans af Carol. bað hafði hún — Rósa — afrekað. Og hún skyldi ekki láta þar við sitja. Já, slys. Einhvern veginn þann- ig, að ekkert væri hægt að kenna eftir Stuart Engstrand henni um þaö. Ef hún og Lew færu nú á veiðar . . . nei, ekki gæti þaö gengið þvl aö einmitt þannig beiö Elgur bana. En ef hann skyldi villast I skóginum. Ef þau færu saman upp að bifrastífl- unni, gæti hún fariö frá honum og skiliö hann eftir einan. Hann gæti áreiðanlega ekki ratað til baka. Og nú var vetur. Enginn maður gat lifaö lengi skjóllaus I skógin- um. En þessi fyrirætlun varð aö engu. Hún gæti sjálf villst. Hann kynni vel aö rata til baka og sjálf gæti hún reikaö um I skóginum gegn um snjóinn, þangaö til hún dytti niöur dauö. Nú komu hugsanir hennar dræmt og þreytplega. Ef hún væri frjáls með engan eiginmann og engan krakka, gæti hún fariö til Latimers og glæsilifið sem hana hafði alltaf dreymt um, mundi hefjast. Ef . . . betta efvar býsna fyrir- ferðarmikið orð. Ef hægt væri að treysta Latimer.... ef hrifning hans af henni yrði varanleg.... En ef hann nú hitti hana og yrði ekkert hrifinn af. Ef hann hitti fljótlega einhverja aðra konu, og beindi allri orku sinni að henni. Hvað gæti hún — Rósa — þá til bragðs tekið? Hún yrði að hafa einhvern mann og eitthvert heimili, sem hún gæti leitað til. Hún varð að varðveita Lew og heimilið þeirra! En hún átti rétt á þvi lífi, sem hún kysi sér sjálf. Hún þurfti ekki að vera slfellt I þessari gildru hjá manninum slnum. Finndi hún nokkurt ráð, skyldi ekkert geta hindrað hana. Hún klæddi sig og fór niður. Jennie bar henni morgunverðinn, og með sýnilegri tregðu. Jennie var nú aftur komin I buxur o skyrtu en nú, þegar svona kalt var orðið, var hún I einhverju inn- an undir sem sást inn um opið á skyrtunni. En nú orðið gat verið sama, hverju Indíánastúlkan klæddist. Jennie var þegar orðin eins og einhverjar leifar frá for- tlðinni .... frá heiminum hans Lews, heiminum I Fleming og skógunum og frá bændunum. begar hún sjálf yrði komin I glæsiheiminn sinn, mundi hún ekki einu sinni muna eftir þessu. Fatnaöurinn á Jennie og letin hennar, heyrðu gærdeginum til. • Gærdeginum, sem þó var enn ekki kominn. Rósa minntist raddar Latimers I símanum. Hann haföi beöiö eftir henni. Og nú var nógu langur timi liöinn til þess, aö hún gæti farið til hans. Fyrst Reno og svo frl I Mexikóborg, eöa á einhverjum öörum f jörugum stað þar sem fint fólk kom saman. Og loks Chicago og frú Neil Latimer, húsmóöir I stóru hú^i, drottning yfir eignum hans. Hún ýtti frá sér bollánum og stóö upp frá boröinu. Néi, þessi skammarlegi krakki skyldi ekki eyöileggja þetta allt fyrir henni. Hún gekk inn I setustofuna og þaut allt I einu I það að færa öll húsgögnin til. Hún beitti öllum kröftum við þyngstu stykkin og kom þeim öllum fyrir á nýjum stað. Jennie heyrði fyrirganginn og kom inn, heldur betur forvitin. Rósa rak hana snöggt fram I eld- hús aftur. En bráðlega var Jennie komin aftur og spurði, hvort hún gæti ekki hjálpað til. Aftur rak Rósa hana út og fór siðan úr einu herberginu I annað, og beitti öll- um kröftum við húsgögnin og stundi loks af þreytu, af þvi, sem hefði fremur verið karlmannstak. Um hádegið þegar Lew kom I hádegismatinn, fann hann hana alveg uppgefna að vera að drasla koforti með bókum, sem haföi lengi verið á sama stað, I auöa svefnherberginu. — betta er alveg þýðingar- laust, Rósa, sagði hann rólega. — Konur hafa oft misst fóstur af því að reyna mikið á sig, hef ég heyrt. — O, það er ekki annað en kell- ingabók. En hún hélt nú samt áfram I heilan klukkutlma enn, en þá voru kraftar hennar að þrotum komnir. Hún fékk öðru hvoru verk I bakið. En svo virtust þeir færast I magann og fæturna. Hún hrósaði sigri yfir þessum árangri, gekk fram og aftur og hélt, að nú ætti hún sigurinn vísan. betta hlaut að þýða það, aö hrlöirnar væru byrjaöar fyrir tlmann. En svo fór hún aö draga andann eöli- lega og þá hurfu verkirnir. Hún staönæmdist snögglega og missti alla von. Henni fannst hún létt á sér alveg fllhraust. bað yröi ekkert úr þessu. Um nóttina rigndi. Næsta morgun fór hún út með mannin- um slnum I sjúkravitjanir. baö voru margir sjúklingar, af þvl aö þetta ótimabæra veöur haföi or- sakað vægaii flensufaraldur. Vegirnir voru nú forugir og lækir runnu eftir þeim óg þar sem lægst var, voru komin smá-stöðuvötn. Aöeins I skugga trjánna og svo I giljunum hélt snjórinn enn velli. Oöru hverju varð Rósu litiö af 34 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.