Vikan


Vikan - 17.10.1974, Qupperneq 39

Vikan - 17.10.1974, Qupperneq 39
ILLA KLÆDD I EIGIN BRUÐKAUP' Kæri draumráöandi! Mig langar til að biðja þig að birta þennan draum, sem starf ssystur mína dreymdi f yrir stuttu, og reyna að ráða hann fyrir okkur. Henni fannst ég vera að gifta mig og var yfir sig hneyksluð á klæðaburði mínum við brúðkaupið, en henni fannst ég vera í Ijósum, allt of stuttum og ó- hreinum molskinnsbuxum. Brúðguminn var aftur á móti ágætlega klæddur. Henni fannst hún tala um þetta við mig, en ég brást hin versta við og sagði henni, að það væri innrætið, sem máli skipti, en ekki fötin. Draumurinn varð ekki lengri en þetta og við vonum, að þú svarir þessu eftir beztu getu. Með fyrirfram þökk. Ein hjátrúarfull. Þér er óhætt aö treysta því, aö þegar að því kemur, að þú gengur í hjónaband, þá stof nar þú til þess af ein- skærri ást og kærleika, en ekki af neinum öðrum hvöt- um. Hins vegar skaltu alveg eins búast við því, að þú og tilvonandi eiginmaður þinn vaði ekki alltaf í f jár- munum, en þeir skipta heldur ekki öllu máli. Ekki verður heldur séð af draumnum, að þið líðið fyrir skort á þeim. mig dreymdi heima, en samt er ég vel kunnug þar. Ég var að ganga niður bratta götu og þá sé ég glitta í eitthvað á götunni, og ég beygi mig eftir því. Þetta reyndist vera undur- fagur skartgripur, kross úr silfri. Síðan geng ég lengra og finn þá annan kross ennþá fegurrri. Hann var úr skínandi gulli, nokkuð stór, mjög þykkur og þungur. Að f raman var krossinn allur útf lúraður og sá langfallegasti, sem ég hafði nokkru sinni séð. Mér varð litið aftan á krossinn og sá þá, að þar voru graf in tvö nöfn, sem ég kannaðist við og auk þeirra fæð- ingardagar og ár. Nöfnin voru á hjónum og nafn mannsins var.... Ég held áfram göngunni, en þá mæti ég þessum manni og nam staðar og spurði hann hvort þau hjónin hefðu týnt skartgripum. Hann sagðist þá eiga báða krossana. Svo f innst mér ég ganga lengra og sting þá höndunum í vasana og f inn, að í öðrum kápuvasa mín- um eru 4 hringir. Ég vissi ekkert. hvernig þeir voru komnir þangað, en ég gat haft uppi á eiganda þeirra og mér er bara minnisstæður einn hringurinn, en hann var úr silfri með rauðum steini, en að neðan hafði hringurinn brotnað, svo að stórt skarð myndaðist í hann. Eigandinn var kona, sem kölluð er.Hún varð mjög fegin því, að ég skyldi koma með hringina til hennar, en setti engan þeirra á sig, nema þann brotna. Fyrirfram þakkir fyrir ráðninguna. A.G. BRÆÐUR FALAST EFTIR KOSSUM Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi f yrir stuttu, en hann var á þessa leið. Ég var í heimsókn hjá hjónum, sem áttu eina dóttur (L). Við vorum að leika okkur úti, þegar nágranna- strákurinn (T) kemur og biður L að aeyma íkornana fyrir sig, því að hann sé að fara i ferðalag. Ikornarnir voruafar litlirog Tgeymdi þá í lítilli dós. Ltekur vel í þessa málaleitan T, en svo snýst henni hugur og segir, að ég geti alveg gætt íkornanna. Mér fannst allt í lagi að gæta þeirra og tók við dósinni. Þá spyr T hvort L vilji kyssa hann. L segir nei og bendir á mig og segir, að ég geti gert það. Ég kyssi T á ennið og kveð hann með handabandi. Þessu næst kom eldri bróðir T til okkar og sagði: Enginn vill kyssa mig. Ég skal gera það, sagði ég og kyssti hann á ennið. Síðan gekk hann burtu og ég vaknaði. Ég vil taka það f ram, að ég kannast ekkert við þetta fólk og hef aldrei séð það. Ég þakka fyrirfram fyrir ráðninguna. Systa Sig. Þessi draumur er fyrir því, að þú leggur stund á tvenns konar nám og iýkur hvoru tveggja með sóma. Ekki er gott að segja um hvaða starfsgreinar það eru, sem þú nemur, en eitthvað eru þær skyldar og trúlega framhald hver af annarri. SKARTGRIPIR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um ráðningu á draumi, sem mig dreymdi í nótt, en hann var á þessa leið. Mér f annst ég vera stödd í þorpi, þar sem ég á ekki Þér verður auðsýndur einhver heiður, sem þú áttir ekki von á og kemur þér á óvart. En hætt er við þvi, að þér finnist þú ekki verðskulda þennan heiður og látir þér þess vegna fátt um f innast. Einnig bendir draum- urinn til þess, að þú munir eignast nýja vini á formum •slóðum og þessir vinir þínir munu verða þér til mikill- ar gleði og ánægju. GB — ÓÁNÆGÐUR ASKRIFANDI Kæri þáttur! Ég er eðlilega mjög óánægður,þar sem ég skrifaði þér síðastliðið haust og bað þig að ráða draum fyrir mig, en svarið hef ég aldrei séð og þar sem ég er nú fastur áskrifandi finnst mér fjandi hart að fá ekki svar. Bréf ið var afhent skrifstof unni,þannig að það glat- aðist ekki á leiðinni. Ég sendi drauminn enn á ný ykkur til ráðningar og vona ég, að þar verði vandað til um ráðningu,hvort sem hún verður jákvæð eða neikvæð og ekkert dregið undan Draumurinn var þannig... GB. Kannski er það eðlilegt, að fastir áskrifendur telji sig eiga meiri rétt til efnis eins og draumaráðninga- þáttarins en aðrir lesendur, en hingað til hefur rit- stjórn blaðsins ekki gert þeim neitt hærra undir höfði hvað það snertir en hinum fjölmörgu, sem kaupa blaðiö í lausasölu. Auk þess væri mjög erfitt að kanna hvort bréfritari er áskrifandi eða ekki, ef hann setur ekki fullt nafn og heimilisfang undir bréf sitt. Hitt er misskilningur, að draumur þinn hafi ekki verið ráðinn af draumráðanda og ráðningin birt í Vikunni. Flettu upp í 39. tbl. siðasta árs, sem út kom 27. september í fyrra. Þar er draumurinn og ráðningin á 48. síðu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.