Vikan


Vikan - 14.11.1974, Page 8

Vikan - 14.11.1974, Page 8
konur eigi þaö á hættu, aö þeim verði ruglaö saman viö lystinudd- konurnar, en á þvi er lltil sem engin hætta. Fólk gerir sér grein fyrir muninum á þessu tvennu og til enn frekari aögreiningar hefur orðinu „visindalegt” veriö bætt' framan viö nudd, og þá þarf eng- inn aö vera i vafa um, viö hvaö er átt. Sviinn Engstrom, sem hefur veitt Strombergnuddskólanum forstööu i tuttugur ár, er meðal þeirra, sem getiö er i skránni um forstöðumenn háskóla i Kali- forniu, og hann nýtur mikillar virðingar fyrir starf sitt. Hann leggur áherzlu á, aö þaö er eldra fólk, sem einkum þarf á nuddi aö halda, en ekki unglingar og ungt fólk. I kennaraliöi Stromberg- skólans eru læknar, hjókrunar- konur, sálkönnuöir og nuddmenn og nuddkonur. Námiö tekur 4 mánuöi — alls 200 kennslustundir — og kostar 295 dollara. Aö prófi loknu þarf nuddfólkið ekki aö kviða atvinnuleysi. Þaö er einkennilegt að sjá þarna i Strombergskóianum nemendur allt frá 18 ára aldri og upp i sextugt i sama námi, en þess ber aö geta, aö þeir eldri eiga ekki i neinum erfiðleikum meö að fá vinnu aö prófi loknu — sizt erfiðara en þeir yngri. 57 ára nýútskrifaöur nuddmaöur vinnur til skiptist á þremur hvildarheim- ilum fyrir gamalt fólk. Hann tek- ur frá 10 dollurum fyrir 40 min- útna nudd og hefur meira en nóg að gera. Hjá blaösölunum á götunum er hægt að velja úr miklu úrvali „heitra” timarita og blaöa, og i smáauglýsingum þessara blaöa er ýmislegt fróðlegt aö finna. Sumir auglýsingadálkarnir eru merktir meö nektarmyndum. Dæmi um auglýsingar: 24 ára og vel vaxinn karlmaöur býður frúm og nýskildum konum upp á morgunmök. — Hjálpið mér og manninum minum! Viö þurfum á ungri, laglegri og kynþokkafullri stúlku aö halda til aö búa hjá okk- ur. — Hvit kona óskar eftir vel á sig komnum svörtum manni. Maöurinn minn ætlar aö taka myndir og horfa á — Ung hvit stúlka óskar eftir lesbiskum vin- konum. Litarháttur skiptir ekki máli. — Berjandi ástmey: Æðis- gengin stúlka tekur aö sér að tuska til þurfandi pilta og stúlkur. — Aðeins fyrir kátar stúlkur: Huggulegur hvitur maöur, 33 ára, stórkostlegur likami, allur vel á sig kominn, óskar eftir vel sköp- uöum stúlkum, sem þykir gott aö fá hroll. — Hvitur maöur, 37 ára, hreinlegur og heiöarlegur, veitir karlmönnum á aldrinum 21-50 ára munnþjónustu. A leiöinni i vinn - una? I matarhléinu? Hvenær sem er. Engin fikni- eöa deyfilyf. — Sendiö 3 dollara og Anette sendir yöur rakar og notaöar buxurnar sinar. Eins og sjá má er nóg aö velja úr svo fólk þarf ekki að vera aö- geröarlaust þess vegna. Og ekki má gleyma atvinnuauglýsingun- um, þar sem nuddstofurnar aug- lýsa stööugt eftir nýjum stúlkum og bjóða 800 til 1000 dollara á viku i laun. — o — Oliukreppan hefur ekki ein- vöröungu oröiö til ills. Til dæmis hefur hún oröiö til þess, að i Los Angeles eru strætisvagnagjöld oröin lægst i heimi. Til þess að draga úr menguninni og fá’fólk til þess að spara bensinið og skiija bilinn eftir heima og nota i stað þess almenningsvagna, aö minnsta kosti i og úr vinnu, voru gerðar,miklar og róttækar breyt- ingar á strætisvagnakerfinu. Strætisvagnagjöldin voru lækkuð stórlega og nýjum vögnum bætt við, og árangurinn varð sá, aö fjárhagur strætisýagnamið- stöövarinnar vænkaöist mjög. Nú kostar ekki nema 25 sent að taka strætisvagn frá Los Angeles til Hollywood, Beverly Hills, Bur- bank, Glendale, Pasadena og annarra útborga. t Los Angeles er hægt aö fara fram og aftur fyrir 25 sentin, og vilji fólk skipta um vagn, kostar það ekki nema 10 sent aukalega. Aður en oliukrepp- an skall á, kostaði rúman dollara að aka frá Hollywood til Los Angeles. Nú iðrast yfirvöld þess sárlega, að hafa lagt niður spor- vagnana. Og þetta á ekki aöeins viö um Los Angeles. Viða annars staöar hefur borið á þvi, að meiri rækt sé lögð við almenn- ingsvagnaþjónustu. Eftir að hafa verið á göngu i 35 stiga hita er lika hreinasta unun að koma inn i svalan strætisvagn, þar sem loft- ræstik^rfiö er fullkomið. Bandarikjamenn hafa ætið lagt sig i lima viö aö vera þægilegir i viðmóti viö viöskiptavini sina, og i öllum verzlunum og á öllum veitingahúsum eru gestirnir kvaddir með: Have a nice day, nema á föstudögum, þá er kveðj- an: Have a nice holiday. Sums staðar eru skilti, sem gestur i Hollywood kemst ekki hjá að taka eftir, þvi aö þau eru svo algeng. Þau eru aðallega á úti- dyrarúöunni á kaffihúsum, bönk- um og vöruhúsum. Þar stendur: Berfættum bannaöur aðgangur! og • Bannað aö bera mat inn i hús- ið! Unglingarnir ganga sem sé oftast nær berfættir, og i annarri hendinni halda þeir á kókflösku og popkornspoka, eða hamborg- ara i hinni. Þaö er seinlegt aö þrifa upp pappirspoka og ham- borgarabréf, og berir fætur bera enn meiri óhreinindi inn af göt- unni en leðursólar. 1 öllum borgum eru margs kon- ar hljóö, og öll höfum viö heyrt i sirenum ameriskra lögreglubila, slökkviliösbila og sjúkrabila i sjónvarpsmyndum; En þeir gefa frá sér fleiri hljóð, sem sjaldnast heyrast i kvikmyndunum. Þau eru ekki brúkuö, nema þegar sjúkrabilarnir og slökkviliðsbil- arnir nálgast fjölfarin gatnamót. Þá hvin óskaplega I sírenunum, og sá, sem ekki hrekkur I kút viö þau hljóö, er áreiöanlega heyrn- arlaus. Annars gengur umferðin hægt og reglulega, allir sýna fótgang- andi vegfarendum tillitssemi, svo og hver öörum og umferöarlög- reglunni. Þegar ekiö er inn i Hollywood, gefur lika aö lita skilti, þar sem sagt er frá þvi, aö meö ökuhraöa bllanna sé fylgzt I radar og allir vita, aö þaö er gert. t villuhverfinu Beverly Hills eru gatnamót, þar sem sex akvegir mætast. Þar eru enginn um- ferðarljós, og þó er mjög sjald- gæft, aö þar veröi slys. Allir nema staöar, lita hver á annan, aka fá- eina metra I einu og gefa hver öörum merki um, hvort óhætt sé aö halda áfram. Ég vil ljúka þessari grein meö þvi að segja frá setmngu, sem krotuö var meö svörtu tússi á sæt- iö fyrir framan mig i strætis- vagni, sem ég tók einu sinni. Þar stóö: „Rikir negrar hjálpa ekki fátækum negrum. Hvers vegna? Þeir hafa selt peningunum sál sina.'* En ætli rlkir hvítir menn hjálpi fátækum hvltum? 8 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.