Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 9
SEXNUDD i VATNSRÚMI „Sexnudd í vatnsrúmi — rómverskt, franskt, sænskt og japanskt nudd — samfaranudd — vara- nudd — já, ekkert er til, sem þar er ekki auglýst opinskátt. Kaupmannahöfn og Stokkhólmur eru eins og kirkjur hjá þvi, sem þarna fer fram, en kanarnir segja þó, að þaðan komi þeim hugmynd- in”. Sjá siðari grein "Ake Egnell um Hollywood á bls. 4-8. VOGARSKALAR ASTARINNAR „Vogarskálar ástarinnar eru sjaldan i jafnvægi. Nær undantekningarlaust vegur ást annars aðilans meira en hins. Oðrum megin er sá, sem elskar, hinum megin sá, sem elskaður er”. Sjá könnun fyrir ástfangna á bls. 32-33. AKÆRÐ FYRIR HIRÐULEYSI ” Stuttu eftir að Anni kom á næturvaktina, leit hún inn til slösuðu stúlkunnar, sem henni þtítti lita eðlilega út, þótt hún væri að visu i svolitlu upp- námi. Niu stundum siðar var Gabriele Kruger lát- in. Anni Stauber, 24 ára að aldri, var ákærð fyrir hirðuleysi I starfi.” Sjá grein á bls. 17-19. KÆRI LESANDI: Húsaleiga hækkar stöðugt i takt við verðbólguna, og eng- inn er öfundsverður af þvi að þurfa að taka húsnæði á leigu. Vikan ákvað að kanna litils háttar leigumál á Stór-Reykjavikursvæðinu, og þótt ekki sé hægt að segja, að niðurstöður þeirrar könnunar hafi komið mjög á óvart, eru þær engu að siður fróðlegar. Upphæðin, sem rennur skatt- frjáls i vasa húseigandans, er eidíi svo litil, en upphæðin ein segir ekki allt. Réttur leigj- andans — eða öllu heldur rétt- leysi — er umhugsunarverður, en einum viðmælenda okkar varð að orði: Enginn er jafn réttlaus og sá, sem leigir. Með eftirfarandi tilvitnun viljum við vekja athygli á efni blaðs- ins á siðum 14-16: ,,Hjón með 10 ára dóttur auglýstu nokkrum sinnum eftir2ja til 4ra herbergja ibúð. Þeim bárust allmörg svör við auglýsingunum, og gegn svo- felldri leigu: 2ja herbergja á 25.000 til 35.000 krónur á mán- uði, 3ja herbergja á 25.000 til 40.000 krónur á mánuði og 4ra herbergja á 35.000 til 60.000 krónur á mánuði. Sömu aðilar kunnu að segja frá ýmsu, sem þeir höfðu reynt i leigumálum. Eitt sinn leigðu þau ibúð i kjallara. Húseigandi ákvað að setja aukaútidyr á kjallarann og braut i þvi skyni gat á kjall- aravegg. Meðan gatið stóð op- ið gerði stórrigningu með þeim afleiðingum, að flaut inn i kjallaraibúðina og innbú leigjendanna stórskemmdist. Bóta var krafist fyrir innbúið, sem var óvátryggt, en kom fyrir ekki. 1 annað skipti leigðu þau ibúð, sem sögð var vera með sérhita, en komust að þvi, að nokkur herbergi i kjallara hússins, sem voru leigð einstaklingum, fengu hita gegnum hitalögn ibúðar- innar. Þau fengu enga leið- réttingu á þessu og var sagt upp húsnæðinu, þegar þau kvörtuðu”. VIKAN útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Olafsson, Þórdís Arnadóttir. útlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölubloð hálfsár- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 46. tbl. 36. árg. 14. nóv. 1974 BLS. GREINAR 2 Sól, tungl og stjörnur. Sagt frá spánska málaranum Joan Miró. 4 Hollywood, háborg vona og vöh- brigða. Síðari hluti greinar eftir sænska blaðamanninn Ake Egnell. 14 Rán um hábjartan dag? Fjallað um leigumál í .Reykjavík. , 17 Löng næturvakt. Sagt frá þýskri hjúkrunarkonu, sem hlaut dóm fyrir vanrækslu I starfi. 28 Hinn nýi Caine, sagt frá kvik- mynda leikaranum Michael Caine. 32 Vogarskálar ástarinnar. Könnun fyrir ástfangna. SÓGUR: 20 Gatsby hinn mikli, framhalds- saga, annar hluti. 26 Að f inna sjálfa sig, smásaga eftir Vigdis Stokkelien. 30 Heim til pabba, sakamálasaga eftir Sven Sörmark. 34 Franski arfurinn, framhalds- saga, áttundi hluti. 24 SS, svolítið um sjónvarp. Viku- dagskrá og kynning efnis. 10 Jólagetraun, annar hluti. 42 Endhús Vikunnar í umsjá Drafn- ar H. Farestveit. 44 Gömulföt — nýtt tískufyrirbrigði, þáttur í umsjá Evu Vilhelmsdótt- ur. 46. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.