Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 13
Vil verða þerna
Komdu sæll og blessaöur, Póst-
ur góður!
Mig langar að spyrja þig,
hvernig stelpa I fiskamerkinu og
strákur i hrútsmerkinu eiga sam-
an. Hvert á maður að snúa sér til
að komast að sem þerna á
strandferðaskipi? Geturðu lesið
eitthvað úr skriftinni, og hvað
heldurðu, aö ég sé gömul?
Zuzuki
Um samband fisks og hrúts
segir svo í stjörnuspá ástarinnar?
Iiann vill öllu ráða, enda fer best
á þvi I ykkar sambúð. Lif þitt með
honum verður skemmtilegt og
viðburðarikt.
Langi þig til þess að komast að
sem þerna, verðurðu að snúa þér
til viðkomandi skipafélags, svo
einfalt er nú það. Skriftin bendir
til þess, að þú sért létt i lund, og
ætli þú sért ekki svona 16 ára.
Pétur, Björgvin og Jón
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt gamalt
og gott. Mér finnst Pósturinn finn,
en viltu nú svara fyrir mig nokkr-
um spurningum, ef þú hefur tima.
1. Hvað er Pétur Kristjánsson
gamall?
2.1 hvaöa hljómsveit var hann,
áöur en hann gekk i Pelican?
3. Hvað þýða mannanöfnin Pét-
ur, Björgvin og Jón?
4. Hvernig eiga saman ljónið
(strákur) og meyjan (stelpa)?
5. Er laukur hollur?
6. Hvernig er ruslafatan ykkar
á litinn?
7. Hvernig er skriftin, hvað
lestu úr henni, og hvaö helduröu,
aö ég sé gömul?
Með bestu kveðju,
H. P.
I. og 2. Hef ekki grænan grun
um það.
3. Pétur er af latnesk-grfskum
uppruna og merkir klettur.
Björgvin þýðir einfaldlega bjarg-
andi vinur. Jón er forn stytting úr
Jóhannes, og Jóhannes er komið
úr grisku Jóannes, sem aftur er
komið af hebreska nafninu
Jóchánán, hollur guði.
4. Ævilöng vinátta gæti orðið
niðurstaðan.
5. Já, þrælhollur.
6. Gyllt, hvorki meira né
minna!
7. Skriftin er ágæt, bendir til at-
orku og fjörlegrar skapgerðar, og
ég giska á, að þú sért 15 ára.
Skiptinemar
Sæll Póstur!
Mig langar til að spyrja þig
spurninga. Þú ræður, hvort þú
svarar.
1. Hvar get ég fengiö upplýsing-
ar um skiptinemastarf?
2. Ég var að lesa bréf, sem ber
fyrirsögnina „Veik á svellinu” i
Póstinum 19. sept. Ég á við svipuð
vandræði að striða og sú stúlka.
Hún segist eiga erfitt með að
halda strákunum frá sinu heil-
aga, og það á ég lika. Ég neita
þeim um þaö, en þá virða þeir
mig ekki viðlits næstu daga eða
meira. En hennar strákar tala
ekki við hana, af þvi að hún leyfir
þeim það. Hvað getum við gert
við það heilaga, meðan við erum
með strákunum, svo að það sé
ekki alltaf aðalatriðið?
Að lokum langar mig að vita,
hvaða merki eiga best viö vatns-
berastelpu. Hvað lestu úr skrift-
inni? Hvernig er stafsetningin, og
hvað heldurðu, að ég sé gömul?
Caroline
1. Hafirðu við höndina 41. tbl.,
sem út kom 10. okt. s.l., þá eru
þar heilmiklar upplýsingar um
starfsemi AFS skiptinemasam-
takanna og þar kemur einmitt
rækilega fram, að þessi starfsemi
berst nú fyrir lifi sfnu, af þvi að
islenska gestrisnin virðist eitt-
hvað á undanhaldi. Þjóðkirkjan
er einnig með einhverja skipti-
nemastarfsemi á sinum vegum,
leitaðu upplýsinga á biskups-
skrifstofunni.
2. Ég held það sé ekki mikil eft-
irsjá I þessum gæjum, ef þeir
setja upp hundshaus strax við
fyrstu misheppnuðu tilraun. Ann-
ars ættuð þið stelpurnar að at-
huga það, að strákarnir eru ekki
siður undir pressu en þið. Þeir
þykja vist ekki menn með mönn-
um, nema þeir geti gortað af svo
og svo miklu kvennafari, og ef-
laust eru þeir oft bara að hugsa
um það aö hafa frá einhverju að
segja. Láttu þetta ekki of mikiö á
þig fá, og haltu áfram að vernda
það heilaga, svo lengi sem þér
sjálfri sýnist.
Tviburar, ljón og vog virðast
henta vatnsberastúlku einna best.
Skriftin bendir til samvizkusemi
og jafnlyndis. Stafsetning er I
góðu lagi, og ég giska á, að þú sért
15 ára.
Linguaphone
Þú getur lært nýtt tungumdl á 60 tímum
II
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd-
an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RÉT-T og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra.
PaydoiA^, MoiáS i caa
'EPSÍ-CjS. _
'cccdobus lau/Asévo5(y \cá
LINGUAPHONE tungumalanamskeió
á hljómplötum og kass&ttum
Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656
Undirrit--óskar: □ hljómplötur
aó fá sendan upplýsingapésa um linguaphone □ □ kassettur
aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í:
ensku □ frönsku □ þýzku □ spænsku □ annaó mál_________________________
nafn:
heimili:________________héraó: ____________________
Fullnaóargreiósla kr. 6.200.“
LINGUAPHONE tungumálanámskeió
LINGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK
46. TBL. VIKAN 13