Vikan - 14.11.1974, Page 21
2
Framhaldssaga
vera næturgali, sem borizt hefur
yfir hafiö meö Cunard eöa White
Star skipunum. Hann var aö
syngja: „Er það ekki rómantiskt,
Tom.” —
— Mjög rómantiskt, sagöi Tom
og leit kindarlegur á svip til min.
— Ef þaö veröur nógu bjart eftir
matinn, langar mig aö taka þig
með aö skoöa hesthúsin.
Siminn hringdi fyrir innan á ný.
öllum krossbrá, og þegar Daisy
hristi höfuöiö aövarandi framan i
Tom, gleymist ráöageröin varö-
andi hesthúsin og allt annaö yfir-
leitt. Af þvi fáa sem ég man eftir
frá þeim fimm mínútum sem enn
var setiö'undir boröum má nefna,
aö kveikt var á kertunum aö nýju,
án sýnilegrar ástæöu. Ég man
lika eftir hve mig langaöi aö lita
á hvern og einn viöstaddra og enn
aö ég forðaðist að láta mér verða
litiö í nokkurs manns augu. Ekki
gat ég getið mér til um hugsanir
þeirra Daisy og Tom. Mér er
jafnvel til efs aö ungfrú Baker,
sem þó sýndist ekki kippa sér upp
við margt, hafi átt létt meö aö
láta sem fimmti þátttakandi
samkvæmisins, sá sem kvað sér
hljóös i þessari málmgjöllu
hringingu, væri hvergi nærri.
Ýmsum kynni að hafa þótt
ástandiö spennandi, en sjálfum
var mér þannig innanbrjósts, aö
ég hefði viljað hringja á lögreglu,
þegar i stað.
óþarfi er að nefna að á hesta
var ekki minnst aö nýju. Tom og
ungfrú Baker gengu inn i bóka-
safnið, meö nokkurra feta bil á
milli sin af mjúku rökkri, — þaö
var eins og þau ætluöu að fara aö
vaka yfir llki. Ég gerði mig bros-
mildan og fhugandi I framan og
fylgdi Daisy út á langa verönd,
sem náöi út að dyraskýlinu. t
skugga þess settumst við niöur á
bekk.
— Daisy fór höndum um andlit
sér, likt og hún vildi þreifa á hinni
fögru lögun þess, og hún leit
flöktandi augum út i rökkrið. Mér
duldist ekki aö hún var i miklu
uppnámi og ég tók þann kost aö
spyrja hana nokkurra spurninga
um litlu telpuna hennar. Ég hélt
aö slikt yrði henni til hug-
svölunar.
— Við þekkjum hvort annað
ekki mikið, Nick, sagði hún allt. i
einu.
— Jafnvel þótt við séum frænd-
systkin. — Þú komst ekki i brúð-
kaupið mitt.
— Ég var ekki kominn til baka
frá vigstöðvunum.
— Það er satt. Hún hikaöi. —
Jæja, mér heíur liöiö skelfing illa,
Nick, óg ég er oröin svo vantrúuö
á allt og alla.
Aug'ijóslega hafði hún ástæðu til
þess. Ég beið eftir að hún segði
fleir;., en þegar hún bara þagði,
vé'. ég talinu sem varlegast að
aóttur hennar á ný.
— Ég býst viö að hún sé farin að
tala, — og borða, já, og allt það?
— Ó, já, já. Hún leit á mig f jar-
huga. — Heyröu Nick, lof mér að
segja þér hvað ég sagði, þegar
hún fæddist. Viltu heyra það?
— Með ánægju.
— Það er dæmi um það hvernig
ég bregst viö hlutunum. Sko hún
var minna en klukkutima gömul,
og guð má vita hvar Tom var
niður kominn. Ég vaknaði af
svæfingunni og fannst ég svo
voöalega einmana, og ég spuröi
hjukrunarkonuna undir eins,
hvort þaö væri drengur eöa telpa.
Hún sagöi mér að það væri telpa,
og þá sneri ég höfði til veggjar og
grét. — Allt i lagi, sagði ég, — ég
er glöö að það var telpa. Og ég
vona að hún verði heimsk, þvl það
er það bezta, sem fyrir stúlku
getur komið á þessari jörð, — að
vera fallegur litill heimskingi.
— Þú sérö að mér finnst allt
einskis nýtt, hélt hún áfram meö
sannfæringu i röddinni. — Og allir
hugsa svona, — allt fólk, sem
mark er takandi á. Og ég ætti aö
vita þaö. Ég er búin að vera alls
staðar og sjá allt og gera allt. Hún
litaðist um með ögrandi augna-
ráði, sem minnti á Tom, og hún
hló, skærum fyrirlitningarhlátri.
— Lifsreynd, — ó guð, ég er svo
lifsreynd!
A þvi andartaki, þegar hún
hætti að tala, hætti aö þröngva
mér til að hlusta á sig og til að
trúa sér, heyrði ég hinn hola
hljóm óeinlægninnar I öllu þvl,
sem hún haföi sagt. Ég gerðist
órólegur og fannst að mér hefði
veriö boðið hingað til þess eins að
gera mig að ábyrgðarmanni hug-
mynda þeirra um sig sjálf. Ég
beið um stund, og sjá, — að
andartaki liðnu leit hún á mig
meö yndislegt bros á andlitinu,
viss um aö hafa tryggt sér sess I
augum minum, sem einstak-
lingur i afar ágætum og
sérstökum hópi, — hópi sem þau,
— Tom og hún heyrðu til.
0
Bleiki salurinn var baöaöur
birtu. Tom og ungfrú Baker sátu
hvort á sinum enda stóra legu-
bekkjarins, og hún las upphátt
fyrir hann úr Saturday Evening
Post, — orðin runnu saman i
suöandi blæbrigöalausa slfellu.
Lampaljósið féll skært á stlgvél
Tom, en varpaöi daufri slikju á
hár ungfrú Baker, sem var gult,
eins og haustlaufiö. Það blikaði á
pappirinn, þegar hún fletti
blaöinu, um leiö og hreyfingu brá
fyrir I grönnum vöðva á handlegg
hennar. Þegar viö komum inn,
gerði hún okkur merki um aö
þegja, með aö lyfta hendi.
— Framhald sagði hún og
varpaöi timaritinu á borðið, —
strax I næsta blaðL_
Hún réttist i sæti og stóð óþolin-
móð á fætur.
Huréír!
Við höfum nú tekiö i notkun nýja huröar-
verksmiöju aö Skeifunni 19, og getum þvi
boöiö yöur innihuröir á hagstæöu veröi
og meö stuttum afgreiðslufresti.
Fullkomnar vélar tryggja 1. flokks framleiöslu !■
w
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF.
KUPPARSTÍG1 ® 18430 - SKEIHiN 19 “2? 85244 €..
46. TBL. VIKAN 21