Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 22
— Klukkan er tlu, sagði hún,
eins og hún hefði fengið vitrun. —
Tlmi til kominn fyrir þessa góðu
konu að fara að hátta.
— Jordan ætlar að taka þátt I
keppninni á morgun, yfir I West-
chester, sagði Daisy, sem til út-
skýringar.
— Ó, — svo að þér eruð Jordan
Baker.
Nú vissi ég hvers vegna andlit
hennar hafði komið mér svo
kunnuglega fyrir sjónir, — fagran
og þóttafullan svip þess hafði ég
séð horfa á mig, af myndasiðum
fjölda iþróttablaða, þar sem
gréindi frá kappleikjum i Ash-
ville, Hot Springs og Palm Beach.
Einnig hafði ég heyrt einhverja
sögu um hana, illgjarna,
óskemmtilega sögu, sem ég var
löngu búinn að gleyma.
— Góða nótt, sagði hún
mjúkmál. — Vekið mig klukkan
átta, ef þið viljið vera svo góð.
— Ef þú ferð þá á fætur.
— Eg fer á fætur. Góða nótt,
herra Carraway. Sé þig fljótt
aftur.
— Auðvitað, sagði Daisy
fullvissandi. — Satt að segja er ég
að hugsa um að láta ykkur
giftast. Komdu sem oftast hingað
yfir, Nick, og ég skal — já —
koma ykkur saman. Ég ætla að
læsa ykkur inni i tauklefanum —
fyrir slysni, skilurðu — og setja
ykkur á rek i bátnum úti á sjó, já,
og fleira i þeim dúr.
— Góða nótt, kallaði ungfrú
Baker úr stigaþrepunum. — Ég
heyrði auðvitað ekki eitt orð af
þessu.
— Indælis stúlka, sagði Tom
þau ættu ekki að láta hana
flækjast um landið eins og hún
gerir.
— Hverjir ættu ekki að láta
hana gera það? spurði Daisy
kuldalega.
— Fjölskylda hennar.
— Fjölskylda hennar er nú ekki
meira en ein einasta, frænka á
þúsundasta aldursári. Svo ætlar
Nick að fara að taka hana að sér,
— ekki satt, Nick. Hún ætlar sér
að dveljast hér margar helgar i
sumar. Ég býst við að hún hafi
gott af að kynnast heimilis-
andanum hérna.
Daisy og Tom horfðu þegjandi
hvort á annað litla stund.
— Er hún frá New York? flýtti
ég mér að spyrja.
— Frá Louisville. Við lékum
okkur þar saman sem smáagnir.
Það var svo indælt. ..
—- Tókst þér ekki að fá Nick til
viðræðu við þig um málefni
hjartans, úti á veröndinni? spurði
Tom óvænt.
— Mig? Hún leit til min. — Ég
man varla um hvað við vorum að
tala, ég held að við höfum rætt um
norræna kynþáttinn. Já, alveg
rétt, það var vegna þess að það
barst i tal, skilurðu...
— Trúðu ekki öllu sem þér er
sagt, Nick, aðvaraði Tom mig.
Ég brá i létt hjal og sagðist
ekkert markvert hafa heyrt, og
nokkrum minútum siðar stóð ég
upp og hélt heimleiðis. Þau komu
með mér til dyra og stóðu hlið við
hlið I björtum ljósferningi úti-
dyranna. Þegar ég hafði ræst
bilvélina, mátti Daisy til aö kalla
til min: — Biddu við!
— Ég gleymdi að spyrja þig að
dálitlu, sem ég verð að fá að vita.
Viö höfum heyrt að þú sért
trúlofaður stúlku vestur frá.
— Þaö er rétt, sagði Tom vin-
gjarnlega og tók undir þetta. —
Við höfum heyrt að þú sért trúlof-
aður.
— Þaö er blaður. Ég er of
blankur.
— En við höfum heyrt það
samt, þráttaði Daisy og kom mér
enn á óvart með að breiða við mér
innileik hjarta sins, eins og blóm-
krónu. — Við höfum heyrt það á
þrem stöðum, svo það hlýtur að
vera satt.
Auðvitað vissi ég hver kveikja
sögunnar var, en því fór alls
fjarri að ég væri trúlofaður. Sú
staðreynd að almannarómurinn
haföi gefið út fréttatilkynningu
um trúlofun mina, var lika ein
orsök þess að ég haföi haldið
austur eftir. Að visu var ástæöu-
laust aö hætta að hitta vinkonu
sina vegna umtalsins eins saman,
en á hinn bóginn ætlaði ég ekki að
láta kjafta mig inn i hjónaband.
Ahugi þeirra á sliku efni hafði
samt sin áhrif á mig og fyrir
bragðið þótti mér auðmanns-
bragurinn á þeim ekki jafn mikill
og fyrr£n hvað sem þvi leið, — ég
var ruglaður og leiður i skapi,
þegar ég ók á brott. Mér þótti sem
Daisy gæti ekki annað betra gert
en koma sér burt úr þessu húsi
með barnið á örmum sér, þótt
augljóst væri að engar slikar
ráðagerðir sæktu á hug hennar.
Hvað Tom snerti, þá þótti mér
það minna undrunarefni að hann
hefði komið sér upp kvenmanni i
New York, en að bók skyldi hafa
orðið þess umkomin að setja hann
úr jafnvægi. Af einhverjum
orsökum hafði hann farið að reka
nefið I þessa geldu hugmynda-
fræði, eins og vessar meðfæddrar
sjálfsánægju hans, hrykkju ekki
til að næra hégómagirnd
hjartans.
Sumarið mókti á þökum
húsanna meðfram veginum og
framan við bilskúrana, þar sem
nýjar rauðmálaðar benzindælur
stóðu sveipaðar rafljósi. Þegar ég
kom að heimili minu að Vestra
Eggi ók ég bilnum heim undir og
settist um stund á aflóga
túnvaltara á flötinni. Vindinn
hafði lægt og næturhimininn
hvelfdist ljómandi yfir mér.
Vængjasláttur likt og orgelspil
heyrðist milli trjágreina og sam-
fellt hljóð, sem vitnaði um að
ferskur andardráttur jarðarinnar
hefði blásið froskana út af orku.
Skuggamynd kattar á hreyfingu
leið hjá úti i tunglsljósinu, og
þegar ég vék mér til, svo ég gæti
fylgst með henni, sá ég að ég var
ekki einn hér, — fimmtiu fet i
burtu hafði einhver komið út úr
skugganum af húsi nágranna
mins og stóð nú með hendur i
vösum og virti fyrir sér silfrað
tindur stjarnanna. Sitthvað i hæg-
látu fasi hans og það hve
húsbóndalega hann bar sig þarna.
á hlaðinu, benti til að hér væri
Gatsby sjálfur á ferö, kominn að
segja til um hve stór hluti væri
hans, af sameiginlegri himinsýn
okkar.
Ég ákvað að heilsa upp á hann.
Ungfrú Baker hafði minnst á
hann við matarborðið og það átti
að nægja til að kynna okkur. En
ég kallaði ekki til hans, þvi hann
gaf snögglega visbendingu um að
hann væri sjálfum sér nógur
þessa stundina, — hann breiddi út
faöminn I átt til hins dökka sjávar
á sérkennilegan hátt, og þótt ég
stæði góðan spöl frá honum, er ég
fús til aö leggja eiö út á að hann
skalf. Ósjálfrátt varö mér litiö út
á sjóinn, — og sá ekkert nema eitt
grænt ljós, örlitið og óraveg i
burtu, — gæti hafa veriö á
einhverri bryggju. Þegar ég gáði
aftur að Gatsby var hann horfinn,
og ég stóð einn og'ráðvilltur eftir i
myrkrinu.
II.KAFLl
A akveginum, miðja vegu milli
Vestra Eggs og New York, kemur
vegfarandinn skyndilega aö járn-
brautarteinunum og meöfram
þeim liggur vegurinn um þaö bil
hálfa milu. Þetta er tilhögun,
sem virðist gerð i þvi skyni að
sneiða hjá eyðilandflæmi nokkru.
Þetta er dalverpi, fullt af ösku,
kostuleg jörö, þvi aö askan sýnist
Hagkvæmt
er
heimanám
Nú fer í hönd ágætur tími til heimanáms. Bréfaskólinn
veitir kennslu á fimm áhugasviðum með um fjörutíu
námsgreinum. Eitt þeirra er:
FÉLAGSMÁLASVIÐ
Sálar- og uppeldisfræði. 4. brél. Námsgjald 1.100.00.
Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslubækur.
Námsgjald 1.200.00.
Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiði.
Námsgjald 800.00.
Fundarstjórn og fundarreglur. 3 bréf. Námsgjald 1.100.00.
Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt færslubókum og eyðu-
blöðum. Námsgjald 1.000.00.
Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Námsgjald 1.100.00.
Lærið á réttan hátt. 4 bréf um námstækni. Námsgjald 1.100.00.
Hagræðing og vinnurannsóknir. 4 bréf. Námsgjald 1.100.00.
Skipulag og starfshættir samvinnuféiaga. 5 bréf.
Námsgjald 800.00.
Póstið úrklippuna vel útfyllta — eða komið, hringið,
skrifið — og skólinn sendir yður allar nánari upplýs-
ingar.
Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirt. námsgr.
□ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu
□ Greiðsla hjálögð kr....
(Nafn)
(Heimilisfang)
Klippið auglýsinguna úr blaóinu
og geymið!
Bréfaskóli SÍS & ASÍ
SUÐURLANDSBRAUT32 REYKJAVÍK SÍMI 81255
22 VIKAN 46. TBL.