Vikan - 14.11.1974, Side 23
spretta þar eins og hveiti, og hefst
hún í hryggjum og hólum og
myndar undarlega garða: þarna
á askan lika til að taka á sig mynd
húsa og reykháfa og reykja-
bólstra, já, og ennfremur, sé
grannt að gáð, öskugrárra mann-
vera, sem þokast eða skriða i
gegn um mistrið. Fyrir kemur að
röð grárra bila sést ramba eftir
einhverri ósýnilegri braut. Fra
þeim heyrist stundum voðalegt
iskur, þeir stanza og öskugráu
karlarnir hlaupa til með blýgráar
skóflur og þyrla upp öskukófi, svo
þykku, að hvergi sér i gegn, og
hverfa þessar kynlegu aðfarir
þeirra þar með sjónum manns.
En yfir þessu graa -landi og
bleikum rykbólstrunum, sem
rekur fram og til baka yfir þvi,
koma menn að andartaki liðnu
auga á sjónir Eckleburgs læknis.
Augu Eckleburgs eru heiðblá og
risastór, — lithimnan er metri á
hæö. Þessi augu eru ekki staðsett
I neinu andliti, en horfa þess i stað
i gegn um feiknamiklar gular nef-
klemmur, sem festareru á ósýni-
legt nef. Augljóslega hefur
einhver æringi úr stétt
gleraugnasmiða komið þeim
þarna fyrir, til að glæða viðskipti
sin i næsta bæ. Að þvi loknu hefur
hann kannski orðið blindur, eða
flutt i burtu og gleymt þessu
skrauti. En augu hans merkt af
löngum dögum vanhirðu i sól og
regni, halda áfram að horfa
igrundandi yfir hið guðsvolaöa
svæöi.
öskudalurinn takmarkast til
einnar hliðar af gruggugri
ársprænu, og þegar vindubrýrnar
eru reistar upp til að hleypa
flutningaprömmum i gegn, geta
farþegar i lestum þeim, sem biða
verða á meðan, virt fyrir sér
fyrirgreint ömurlegt útsyni, —
stundum hálfa klukkustund i
einu. Þarna er aldrei numið
staðar skemur en i minútu og var
það af þeim sökum að ég hitti
hjákonu Tom Buchhanan fyrst.
Sú staðreynd að hann átti sér
hjákonu var kunn öllum, sem
hann þekktu. Kunningjum hans
var það sifelld skapraun, þegar
hann birtist með henni á fjöl-
sóttum kaffihúsum, og lét hana
eina eftir við borð sitt, meðan
hann ráfaði um og masaði við alla
sem hann var eitthvað kunnur.
Þótt mér léki forvitni á að sjá
hana, bar ég samt enga löngun i
brjósti til að hitta hana að máli, —
en þó fór það svo. Dag nokkurn,
siðdegis, fór ég til New York i
lestinni ásamt Tom, og þegar við
stönzuðum hjá öskuhrúgunum,
stökk hann á fætur og greip um
handlegg minn. Hann næstum
hrakti mig út úr kleíanum.
— Hér förum við út, sagði
hann. — Ég ætla að sýna þér
stúlkuna mina.
Ég býst við að hann hafi fengið
sér neðan i þvi eftir miðdegis-
verðinn, þvi ásetningur hans var
svo eindreginn að tryggja sér
fylgd mina, að næst gekk ofbeldi.
Hann sló þvi fyrir með vanalegu
yfirlæti að á sunnudagskvöldi
hefði ég ekki annað betra við
timann að gera.
Framhald i næsta blaöi
Canon
Ef þér kaupið Canon-
vasavéþ þá er ekki
tjaldað til einnar nætur.
Einkaumboð/
varahlutir, ábyrgð og þjónusta.
Sendum
i póstkröfu
Skrifvélin
Suðurlandsbraut 12, sími 85277.
í stað Datsun 1200 er komin ný gerð, sem kallast i Evrópu
Datsun 120 Y. Tæknilega er um sömu bifreiðina að ræða.
Datsun 510 var kallaður i Evrópu Datsun 1600 og er komin ný
gerð af honum, sem er Datsun 160 J.
Þó ótrúlegt sé, eru á þeirri gerð margar tæknilegar endur-
bætur.
Datsun 180 B, kallast i Ameriku Datsun 610.
Er þetta með allra bestu bifreiðum, sem nú
eru fáanlegar.
Getum afgreitt allar gerðir Datsun-bifreiða með hálfs
mánaðar fyrirvara.
_____________________Einkaumboð fyrir Datsun á íslandi.
INGVAR HELGASON,
Vonarlandi v/Sogaveg,
simi 84510 — 84511.
46. TBL. VIKAN 23