Vikan - 14.11.1974, Side 26
Smásaga eftir Vigdis Stokkelien
Þau sátu úti við ströndina, og
Eva fékk gæsahúð af óþolinmæði
og vansælu. Hana langaði til að
standa upp og hlaupa og hlaupa.
Svo kveikti hún sér i sigarettu og
dró reykinn djúpt að sér, fór I
vasa sinn eftir púðurdósinni og
varalitnum. Hún skerpti litinn á
vörum sér.
Hann tók eftir þvi, að hún var
óánægð. Hann teiknaði eitthvað —
múkki flaug yfir auðan sjó — svo
kveikti hann sér lika i sigarettu.
— Af hverju ferðu ekki i göngu-
ferð? spurði hann.
Hún horfði unt öxl sér á hvita
klettana, sneri sér svo við aftur
og horfði niður á grýtta ströndina,
þar sem brimaði.
• — Hvert? spurði hún hvassyrt.
• — Nú, hvert sem er.
Hann hrukkaði ennið og varð
sjálfur óþolinmóður. Hann páraði
eitthvað á blaðið, og um stund
var eins og skissan fengi sitt eigið
dulúðga lif. Múkkinn flaug upp i
storminn. Svo þurrkaði hann
myndina út, og skissan varð aftur
liflaus.
— Við getum farið saman,
sagði hann.
Hún klifraði á undan niður á
ströndina og fann, hvernig eggja-
grjótið skarst upp i fæturna. Hún
varð að nema staðar og hvila sig.
Fjallið var eins og múrveggur
að baki henni. Múrveggur, sem
náði alveg upp i dimm og drunga-
leg skýin. Eins og endranær,
þegar hún þurfti að klifra niður á
við, fann hún til óttablandinnar
undrunar yfir villtri náttúrunni.
Jon kom á eftir henni. Hann
greip einnig andann á lofti, en svo
lenti hann i vandræðum. Teikni-
blokkin stóð upp úr vasa hans og
teikniblýanturinn festist I brjóst-
vasanum. Hann bisaðist við að
losa hann.
Hún nam staðar I flæðar-
— Ertu svona bitur? hafði hann sagt,
þegar hann virti fyrir sér eina myndina
hennar. Hún var af konu, sem ók barni
sinu i vagni á bamaheimilið. Heiti
myndarinnar var: Fráskilin.
— Bitur? Nei, hafði hún svarað. — Ég
lýsi bara þvi, sem ég sé.
málinu. Skýin þutu yfir I áttina til
hafsins, sem skall á grýttri
ströndinni. Lengst úti var fiski-
bátur á leið til hafnar. Allt i einu
fór að rigna. Skúrin dembdist yfir
þau.
Jon dró hana i skjól I helli,
strauk regndropana af kinnum
hennar, varir hans leituðu
hennar. Það var gott að finna
likama hans við sinn, og hann
muldraði þessi venjulegu gamal-
dags orð.
Hún lokaði augunum, en ástar-
atlot hans vöktu engar kenndir
með henni. Kannski fann hann
það, þvi að hann breiddi úr regn-
frakkanum sinum, bauð henni
sæti, kveikti i tveimur sigarettum
og rétti henni aðra.
Þau sátu inni i hellinum i skjóli
fyrir regninu, og hún fylgdi regn-
dropunum við hellismunnann
með augunum. Þeir söfnuðust
saman og mynduðu svolitinn
farveg á leiö sinni til sjávar. Brim
var, og hún fann saltkeiminn i
vitum sér.
Hann strauk hönd hennar
varlega. Hún ætlaði að draga
höndina að sér, en hann hélt henni
fast I sinni.
— Eva, ég verð að tala við þig.
Hún fann gamalkunna, næstum
gleymda hlýju i hjarta sinu við
hreiminn i rödd hans, þegar hann
sagði þetta, en þétt handtak hans
vakti einungis andúð hennar.
— Eva, ég verð að tala við þig.
26 VIKAN 46. TBL.