Vikan


Vikan - 14.11.1974, Side 27

Vikan - 14.11.1974, Side 27
Þetta haföi staðið i bréfinu til hennar frá ókunnum manni, þegar hún hélt stóru sýninguna. Ókunnum, en ekki óþekktum, þvi að nafn hans var þekkt. Hann var einn þeirra ungu teiknara, sem hafði hlotið skjótan frama. Hún hafði ekki svarað bréfinu. Og svo stóð hann allt i einu við hlið hennar dáginn, sem hún tók sýninguna niður. Hann tók af henni myndina, sem hún hélt á, og sagði: — Ertu svona bitur? Bitur? Hún sneri sér við, en sá hann ekki. Sá bara myndina — mynd af venjulegri konu, sem ók á undan sér barnavagni. Hún var á leiðinni með barnið sitt á barna- heimilið. Heiti: Fráskilin. Ókunni maðurinn hafði rótað i myndunum hennar og sýnt henni þær allar frá nýju sjónarhorni. Myndirnar, sem hún hafði tekið af venjulegum hæglátum konum, urðu allt i einu að háværum mótmælum. Hún hló. — Bitur, nei, svaraði hún. — Ég segi bara frá þvi, sem ég sé. Þá fyrst varð henni litið á hann, á dökkt háriö. som féll niður á enni i augun, sem skiptu litum. Stundum voru þau myrk og döpur, stundum full vonar og birtu. Aldrei fyrr hafði hún séð þvilik augu. Þarna, þennan siðasta dag myndanna hennar á sýningu, fann hún heita bylgju fara um sig. Hún fylltist undrun. Hvernig má það vera, að ég finni þessa til- finningu? — Nú ertu að fjarlægjast mig aftur. Skugga bar á andlit hans, birtan frá hellismunnanum féll á hönd hans. Hún sá, að hann hafði teiknað einfalda konumynd — hana. Allt i einu þreif hún af honum blokkina og reif sundur myndina. Hún ætlaði að tæta hana i smátt, en fórst það óhönduglega með blautum höndunum. An þess hún vildi það sjálf, og þó var eins og eitthvað inni i henni ræki hana áfram, hljóp hún út i rigninguna, eftir grýttri strönd- inni, missti annan skóinn og hljóp áfram berfætt. Hann kom ekki á eftir henni. Hún stóð þarna á ströndinni, og allt I einu stifnaði hún upp. Þvilik auðn. Gróðurlausir klettarnir byrgöu henni sýn til landsins. Af hverju ertu svona hrædd, Eva? Þessi orð hans, að lokinni sýningunni, hurfu ekki frá henni. Hún endurtók þau hvað eftir annað með sjálfri sér. Þau höfðu gengið saman um garöinn, numið staðar undir tré. Regndroparnir hrundu af hári hans og runnu niður gulan regn- frakkann. Hárið á henni blotnaði lika i rigningunni, og kápan varð þung af vætunni. Þau hlutu að hafa staðið þarna lengi. Og svo hafði hann, ókunni maðurinn, klætt hana úr kápunni, fariö sjálfur úr regnfrakkanum og sveipað honum um þau bæði. Svo leiddi hann hana út úr garðinum. Inni i vinnustofu sinni hafði hann faðmaðhana að sér og kysst hana. Koss háns vakti með henni kenndir, sem hún hélt sig hafa drekkt Lsjálfri sér. An þess hún þyrði að trúa sinum eigin éyrum, hafði hún hlustað á hann segja þessi margendurteknu og sísögðu orð: ...elska þig, Eva... elska þig. Hún hafði heyrt sjálfa sig segja — ég held ég — . En hún gat ekki lokið setningunni. Og allt i einu hafði runnið upp fyrir henni, að hann var sex árum yngri en hún, svo að hann var af annarri kynslóð. Kynslóð, sem sagði — elska — án þess hún meinti neitt með þvi. Hún var orðin þrjátiu og sex ára. t rauninni var hún þvi ein striðskynslóðarinnar, þess- fólks, sem hló að ástarjátningum, drakk sig fulla, I stað þess að gráta, og brosti, þegar biturleikinn var að sliga það. Hún hafði verið um nóttina. Hugsað — þvi ekki? Svo gleymi ég bara öllu saman. Ein nótt, og ég þykist elska einhvern — en svo varð það enginn þykjustuleikur. Hún stóð þarna á ströndinni og varð gegndrepa um leið og hún fann rigninguna og rokið lemja andlit sitt. — Elskaðirðu ekki manninn þinn? spurði hann eitt sinn. — Kannski, svaraði hún. — En vib minntumst aldrei á það. Maðurinn minn, hugsaði hún. Tilviljun. Barnlaus tilviljun, eins konar milliþáttur. Þau voru góðir vinir eftir skilnaðinn. Stundum drukku þau saman Hún fór um morguninn. Reyndi að laumast óséð út úr vinnu- stofunni hans og gekk lengi um garðinn. Svo fór hún heim að skipta um föt, ibúðin var óendan- lega tóm. Hún fór á blaðið. Allan morguninn fann hún til sárinda, gat ekki brosað að nóttinni og ýtt henni til hliöar. Allt i einu kom hann þjótandi inn á skrifstofu ritstjórnar- fulltrúans, þar sem hún var að leggja á ráðin um val mynda i blaðið. — Ég verð að tala við þig, Eva, sagði hann. Hann hélt I höndina á henni, meðan þau óku niður I bæinn. Hann hélt um axlirnar á henni, meðan þau gengu inn i veitinga- húsið. — Giftum okkur, förum eitthvað, gerum eitthvað, sagöi hann. Tiu dögum siðar fóru þau til nær auðrar verstöðvarinnar — hann til aö teikna, hún til að taka myndir. Hún fékk mánaðarfri frá störfum við blaðiö. Og nú, eftir vikudvöl, vissi hún, að þessu varð að ljúka — á meöan leikurinn stæði hæst. Hún gekk hægt I átt til fiski- þorpsins, og blaut fötin llmdust að likama hennar. Þau höföu tekið á leigu gamalt hús, sem hafði veriö gert við til að leigja ferðamönnum. Hún sá, að það rauk úr reykháfnum. Hann sat i eldhúsinu, beygði sig yfir skissurnar, nú bögglaði hánn þær saman og henti þeim I eldi- viöarkassann. Hún stóð I dyrunum. Vatnið lak úr blautum fötum þeirra og safnaðist saman i smápolla á gólfinu. 1 loftinu var fisklykt, þó að allt væri tandurhreint. Bjarma lagði frá ofninum. — Við érum blaut, sagði hann. Hún gekk að eldhússkápnum, tók þaðan viskiflösku og hellti i tvö glös, rétti honum annað. Hann leit ekki á hana, þegar hann tók við glasinu. Hann hélt á krumpuðu blaði I hendinni. — En það veður, sagði hún. Engu vár likara en orðin stæðu kyrr I loftinu. Hún stóð þarna og reyndi að halda uppi samræðum eins og hann væri henni með öllu ókunnúgur. Inni i svefnherberginu, meðan hún fór I þykku baðkápuna og reyndi að koma lagi á sitt hár sitt, hugsaði hún: Við verðum að fara. Þetta er brjálæði. Hvað hafði hann gagt, þegar hann stakk upp á þvi, að þau eyddu siðsumrinu á fáförnum stað. — Við verðum aö finna sjálf okkur. „Finna sjálf okkur.” Hún stóð þarna og hló hátt. Það var farið að skyggja. Myrkrið lagðist þétt að rúðunni, þegar hún kveikti ljósið. Hann hafði komiö svo hljóðlega aö hún haföi ekki heyrt til hans. Hann var enn i blautum fötunum, en það var eins og hann hefði ekki tekið eftir þvi. — Ætlarðu ekki að skipta um föt? — Jú, svaraöi hann, og gekk til hennar. Hann tþk undir hökuna á henni óg sneri'andliti hennar I átt ab ljósinu. — Ertu svo ftrædd, að þú verðir aö eyðileggja þetta? spurði hann. Hún lokaði augunum. Hann strauk fingrunum um andlit hennar, eins og hann vildi festa andlitsdrætti hennar sér I minni. — Já, svaraði hún og heyrði rödd sina bresta. Og allt I einu héldu henni engin bönd og orö, sem hún vissi sig ekki hafa hugsað, streymdu af vörum hennar: — Strlð, sagði hún, — og þótt við værum börn, heyrðum við striðskynslóðinni til. Pabbi minn, frændi minn------. Nei, hún gat ekki sagt það. Allt hafði breytzt á einum degi. Likt og I martröð stóö hún á ströndinni heima, sex ára barn, og sá brennandi flugvél hrapa — sá andlit flugmannsins. Hún hafði staðiö eins og lömuð I stofunni heima og hlustaö — pabbi skotinn við landmærin — frændi tekinn sem gisl — og hún hafði tekið ákvörðun: Þú mátt aldrei láta þér þykja vænt um neinn... ■ — Við erum kynslóðin, sem ... — Já, ég heyrði það, sagði hann. ( Þegar hún leit upp,. sá hún þreytuhrukkur á andliti hans. Hann var orðinn eldri en hún. — Þú verður að skipta um föt. — Já, svaraði hann. Hún heyröi hann láta vatn renna i eldhúsinu og leita að handklæði. Svo stóð hann I dyrunum I þykkri peysu, vinnu- buxum og með regnfrakkann á handleggnum. — Ég ætla niöur á bryggju, sagði hann. Hún blandaði sér aftur i glasið, 46. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.