Vikan - 14.11.1974, Síða 34
— Það er undarlegt hvernig það
hefur breytt mér að kynnast þér,
nú hef ég eiginlega- engar
áhyggjur af þessu. En mér finnst
samt, að það sé heilög skylda
mln, aö ráða niðurlögum þessa
manns, það sé hluti af þessum
franska arfi mlnum.
Allt kvöldið hafði hann virst
rólegur, en nú fann hún aö hann
leyndi þessum ástríðum sínum.
— Það er eitt, sem ég skil ekki,
sagði Helen hljóðlátlega, — og
það er þessi ákafi Marcels fyrir
þvl, að geta sannað, að hann eigi
son. I fyrstu hélt ég, að það væri
vegna ástar hans á Madeleine, en
ef hann hefur verið reiðubúinn til
aö myrða hana, þá getur það ekki
verið ástæðan. En jafnvel þá,
þegar hann átti engar eignir, til
aö arfleiða son sinn að, þá þráði
hann þetta svona ákaft.
— Það er vegna þess, að hann
átti son fyrir, sagði David. — Og
hann var andlega vankaður. Mar-
cel gat ekki hugsað sér afkvæmi
sitt þannig, það varð að vera heil-
brigt barn. Eg hélt að þetta hefði
runnið upp fyrir þér, að þessi
vesalingur þarna niðri, sonur frú
Desgranges, er sonur Marcels. og
eins og sakir standa, er hann
hinn eini raunverulegi erfingi
Marcels.
Það morgnaði snemma. Helen
vaknaöi við raddir I húsagarðin-
um og fann strax ilminn af kaffi.
Viö hlið hennar lá David, stein-
sofandi. Hann hafði hjúfrað sig
upp að henni, eins og til að leita
skjólsog hún hafði haldið honum i
örmum sér, meðan hann svaf. Nú
dreif hún sig út úr rúminu, þvoði
sér og snyrti. Hún var svolitið
syfjuð, enda ekki sofið mikið að
undanförnu og hálf kveið fyrir að
aka aftur til Frakklands.
David vaknaði þegar hún var að
ljúka við að greiða sér. Hún leit
viö og sá að hann virti hana vand-
lega fyrir sér.
— Góöan dag, sagði hún, —
hvernig liður þér I handleggnum.
— Ég var nú bara búinn að
gleyma honum, þangað til þú
minntir mig á hann, sagði hann.
— En nú finn ég, að þetta er eins
og viðarlurkur.
— Þér llður þá betur, sagði hún,
— þú ert farinn að gera að gamni
þlnu.
— Það er ekki undarlegt, að
mér líði vel. Nú veit ég hver ég er,
sagöi hann. —' Allt liggur ljóst
fyrir og ég elska þig!
— Ég elska þig lika, sagði hún.
— En hvað ætlarðu nú að gera?
— Ég ætla a fund Marcels.
Ekki til að drepa hann heldur til
að sýna honum fram á, að hann
getur ekki ráðið niðurlögum min-
um. Ég ætla að fá undirskrifaða
skýrslu frá frú Desgranges og
þegar ég hitti Marcel, ætla ég að
vera búinn að ganga frá öllu við
Gautier og sjá til þess, að hann
komi þessum plöggum til Debays
lögregluforingja. Þegar ég er
búinn að hitta Marcel, sé ég til
hvað ég get gert næst.
Frú Desgranges var ein i eld-
húsinu, þegar þau komu niður.
Hún gaf þeim kaffi og brauð,
meban hún hlustaöi vandlega á
þaö sem David sagði um fyrir-
ætlanir sinar. Svo gerðu þau I
sameiningu langa skýrslu, og
Helen og frændinn, sem hafði
fy.lgt þeim, skrifuðu undir sem
vottar.
Ég veit ekki hvort þetta er lög-
legt plagg, en það er betra en
ekkert. Það verður lika að vera
okkur vernd gegn þessum manni.
Frú Desgranges laut höfði. Hún
sagði aö það væri sér mikill léttir,
að vera loksins búin að leysa frá
skjóðunni, þetta hefði verið erfið
byröi I öll þessi ár. Hún sagðist
treysta David fyrir þessum mál-
um og kyssti hann móöurlega á
kinnina og veitti honum blessun
slna. Hún sagði að hún væri búin
aö ganga svo frá, að Ramon
frændi hennar æki meö þau til
landamæranna, þeim veitti ekki
af að hvfla sig og Ramon gæti
alltaf komizt til baka með ein-
hverjum vörubil. Ramon brosti
hressilega til þeirra og þau voru
honum mjög þakklát.
Þegar þau voru um það bil að
stlga upp I bilinn, hikaði David
andartak, horföi á Helen, eins og
hún hlyti að vita hvaö honum
hefði dottið I hug og flýtti sér inn
til frú Desgranges aftur.
— Frú Desgranges, kallaði
hann til hennar, — þetta lik þarna
uppi á lofti I húsinu, dána konan,
hver var hún?
Frú Desgranges horfði á hann,
skilningsvana.
• — Hvaöa kona? sagði hun. —
Hvaö eruö þér að tala um? Það
var engin látin kona i húsinu.
Þau fóru öll inn I eldhúsið aftur
og settust viö borðiö og reyndu að
írand
finna einhvern botn I þetta. Það
kom I ljós, að frú Desgranges
hafði alls ekki farið upp á loft um
kvöldið, hún hafði hreinsað her-
bergin þar um morguninn. Hún
hafði reyndar hreinsað allt húsið
um morgurinn en aðeins komið
þarna um kvöldið, til að hitta
David.
— Þar sem herbergið var
mannlaust um morguninn, hefur
þessu líki verið komið þar fyrir
siðdegis, sagði frú esgranges. —
En hvernig getur þá staðið á þvi,
að hún var horfin um kvöldið.
Einu megið þér trúa, ef þetta
dauðsfall er I einhverju sambandi
við yður, þá er það Marcel Carri-
er, sem stendur á bak við það.
Ferðin til landamæranna gekk
vel. Þau gátu sofið i aftursætinu,
meðan Ramon ók bilnum og þeg-
ar hann veifaði glaðlega til þeirra
að skilnaði við landamærin, voru
þau létt i skapi.
— Vertu nú kátur, sagði Helen,
þegar hún settist undir stýrið og
David hagræddi sér við hliðina á
henni. — Það verður ekki svo
langt þangað til við komum heim
I rólegu borgina þina, ég get varla
beöiö.
Þeim fannst báðum ótrúlegt, að
það væri ekki liöinn lengri timi en
þetta, slöan þau lögöu upp I
glæfralegt ferðalag sitt. Þau voru
reyndar dauöþreytt, þegar þau
óku inn á torgið og Helen stöðvaði
bflinn fyrir framan hótelið og
sneri sér brosandi aö David. Hún
var úfin og þreytuleg, en i augum
hans var hún yndisleg. Hún hafði
Hka veriöhonum ómetanlegur fé-
lagi I þessari örlagariku ferð.
Hann lagði hönd slna á hennar
og sagði: — Svona nú elskan, við
skulum koma okkur inn.
Hóteleigandinn stóð við dyrnar,
hálf skuggalegur maöur og David
heyröi ekki nafn hans, þegar hann
kynnti sig. Hann kinkaöi alvar-
lega kolli til þeirra, náði I lykil
Davids og horfði á þau, þegar þau
gengu upp stigann.
— Fannst þér hann ekki hálf
dularfullur? spuröi Helen.
— Þaö getur verið, aö hann hafi
'&J o
ÞÉR SPHRIÐ STQRPÉ
MEÐ PVÍflÐ KflUPR IGNIS
FRYSTIRISTUR
HAGKVÆMAR — VANDAÐAR — ORUGGAR
145 LTR. — 190 LTR. — 285 LTR. 385 LTR. — 470 LTR. — 570 LTR.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT.
RAFIÐJAN VESTURGÖTU II SÍMI 19294
RAFTORG VAUSTURVÖLL SÍMI 26660
34 VIKAN 46. TBL.