Vikan - 14.11.1974, Qupperneq 42
Formkökur og tertur
Hér fara nokkrar tertur og kökur
i framhaldi af siðasta eldhúsi
Vikunnar.
Möndluskykursterta
Botnar:
150 gr. möndlur
13/4 dl. sykur
6 eggjahvitur
Krem:
5 eggjarauöur
1 dl. sykur
1 di. rjómabland
2 tsk. kartöflumjöl
150 gr. ósaltað smjör
rifið hýði af 1 appelsinu
1—2 dl. rjómi (til að þeyta)
möndlusykur
50 gr. möndlur
1 dl. sykur
Möndlurnar flysjaðar og rifnar
fint. Blandið sykrinum saman við
og blandið saman við stífþeyttar
eggjahviturnar. Bakið i þrem
mjög vel smurðum botnum ca. 21.
cm. i þvermál við ca. 200 i 15
minútur. Losið meðan heitt er og
látið kólna á rist. Blandið eggja-
rauðum, sykri, rjómablandi og
kartöflumjöli saman og látið suð-
una koma upp og hrærið stöðugt i
á meðan þykknar. Takið af hitan-
úm og hrærið i á meðan það er að
kólna. Setjið mjúkt smjörið sam-
an við i bitum, ásamt appelsinu-
hýðinu og ca. helmingnum af
möndlusykrinum, sem malaður
er i möndlukvörn. Blandið saman
við stifþeyttan rjóma, áður en
tertan er lögð saman meö
möndlusy krinum . begar
möndlusykurinn er búinn tii er
pannan hituð og sykurinn látinn
bráðna og hrærti þar til hann hef-
ur fengið brúnan lit. Blandið
óflysjuðum möndlum saman við
og hellið siðan á oliuborið form
meðan hann kólnar. Siðan er
möndlusykurinn mulinn i tertuna.
Leggið tertuna saman með 2/3 af
kreminu. Breiðið siðan afgang-
inn af kreminu yfir efsta lagiö og
skreytið með möndlusykrinum.
Kælið tertuna vel, gjarnan i
frysti, áður en hún er borin fram.
Súkkulaðikaka
1 dl. rjómi
1 dl. sterkt kaffi
2 dl. sykur
3/4 dl. kakó
150 gr. smjör eða smjörliki
2 egg-
4 dl. hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
2 tsk. vanillusykur
glassúr:
2 1/2 dl. flórsykur
1—2 msk. heitt kaffi
ca. 2 msk. mjúkt smjör eða
smjörllki
valhnetukjarnar
Hrærið sáman kaffi, rjóma, kakó
og helminginn af sykrinum i potti.
Sjóðið upp og látið kólna. Hrærið
smjörlikið og það sem eftir er af
sykrinum saman, ljóst og létt.
Eggjunum bætt i og hrært vel I á
milli. bá er súkkulaðiblöndunni
blandað saman við, smátt og
smátt. Blandið i mjólk, lyftidufti,
■og vanillusykri saman við Heliið
i vel smurt hirngform og bakið
við 175 gr. i ca. 40 min. Hvolfið
kökunni úr og látið kólna á rist.
Hrærið flórsykurbráðina út i
heitu kaffi og setjið smjörið sam-
an við, ef vill má bragða það sið-
an til með kaffidufti. Setjið flór-
sykursbráðina yfir kökuna og
skreytið með valhentukjörnum.
Prinsakökur
300 gr. smörliki
4 dl. sykur
4 egg
6 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 dl. vatn
rifið hýði af 1/2 sitrónu
Flórsykurbráð.
4 dl. flórsykur
4 msk. vatn
Skreyting:
sultað ávaxtahýði eða söxuð
kirsuber
Hrærið sykur og smjörliki ljóst og
létt. Eggjunum bætt i einu i senn.
Blandið siðan hveiti og lyftidufti
saman við, vatni og sitrónuhýð-
inu. Bakiö I langformi i ca. 40
min. við 175 gr. Látið kólna og
skerið i ferkantaða bita og setjið
flórsykursbráðina yfir ásamt
skreytingunni.