Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 17
r KYNNING r A JÖRUNDI JÖRUNDS- séu meira en 300 ár slðan Hol- lendingarnir settust þar aö, tala þeir enn tungu sina og klæðast aö hætti forfeðra sinna, auk þess sem þeir hafa mjólkurkýr og sjá Kaupmannahöfn fyrir mjólk og grænmeti. Það eitt aö sjá Hol- lending í ullartreyju og lérefts- pilsi leiðir hugann að þvi að vaða i vatni, og þegar eldurinn varö laus i höllinni, komu Hollendingarnir hver með sina fötu til að reyna að slökkva eldinn. Það var fallega meint, en bar engan árangur. Kóngurinn sjálfur, Kristján VII, var sérvitur maður og átti erfitt meö að skilja, að höllin hans, sem hann hélt að stæðist timans tönn, var i þann veginn að verða að ösku og beita varð hann valdi til SYNI að koma honum úr herbergi hans, sem eldurinn hafði komist i. Þegar ég var drengur i Kaup- mannahöfn, sá ég slikan aragrila skipa frá framandi löndum, að hugur minn fylltist brennandi þrá til aö fara til sjós og heimsækja önnur lönd. Þegar ég sá danskt Indiafar setja upp seglin — liðs- foringjarnir voru á þilfarinu — brann hjarta mitt af öfund. Ég imyndaði mér, aö engin meiri nautn væri til en sú að sigla á stóru skipi um kyrran sjó, um- kringdur nýju fólki og nýjum undrum. AHt haföi þetta óendan- lega mikið aðdráttarafl. Kannski faðir minn hafi komið mér til náms á ensku kolaskipi f þeirri von, að ég svalaði þessari sjó- ferðalöngun. Kolaskip þetta hafði flutt farm til járnsmiða frá New- castle til Kaupmannahafnar. A þessu skipi starfaði ég I fjögur ár. Á sumrin fórum við um Eystra- salt, en á veturna sigldum viö til London. Þótt ég hafi lltils notið af lystisemdum lifsins á þessum tima, þá kynntist ég sjónum vel, læröi siglingalistina, náði góðu valdi á enskri tungu, las fjöldann allan af bókum og sá London, þegar ég fékk landvistarleyfi. Þegar ég var orðinn átján ára. og var farinn að hugsa sjálfstætt, (þvi að 1 Danmörk erum við full- orönir, þegar við verðum sextán ára) fór ég af kolaskipinu og réði mig á Suðurhafahvalfangara, sem fara átti meö farm til Góöra- vonarhöfða. Þár réðist ég hjá Black skipstjóra á skonnortunni Harbinger, sem sigla átti til Algoaflóa með farm fyrir rikis- stjórnina. Black skipstjóri var greindur og atorkusamur prests- sonur frá Suffolk. Hann hafði ver- iö reikningshaldari á Jane Shore, þegar fangarnir og hermennirnir tóku öll völd á skipinu. Þeir geröu uppreisn úti á miðju hafi, myrtu skipstjórann og flesta aðra af áhöfninni og sigldu skiþinu til Buenos-Aires. Um nóttina, meðan bófarnir gengu um allt myrðandi og drepandi, tókst Black að kom- ast úr lokrekkju sinni og foröast þannig blóðbaðiö. Einn fanganna, Sempill majór, frægur fyrir þjófnaði, veittist óvænt gegn upp- reisnarmönnunum og hefði hug- djarfri andstöðu hans strax verið 50. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.