Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 39
Fyrsti kossinn — í draumi Kæri vinur (vina)! Ég hef aldrei skrifað þér áður og veit þess vegna ekki almennilega, hvernig ég á að byrja á þessu bréfi. En úr því að byrjunin er komin, er best að snúa sér að erindinu. Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í nótt, og ég get ekki hætt að hugsa um. Draumurinn var mjög skýr, og ég hef aldrei fundið tilfinningar í draumi, eins og ég fann í þessum. Og ég tek það fram, að ég hef aldrei verið með strák. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannstég vera í kvikmyndahúsinu, þar sem ég vann í sumar. Þar var farinn að vinna nýr dyravörð- ur, sem við skulum kalla S., en hinn dyravörðurinn var þarna Ifka. Hann skulum við kalla B. S. var að rífa af miðunum inn á barnasýninguna, en B. stóð rétt hjá honum. Ljósin voru slökkt í sainum og sýningin hófst. Þá fer B. inn í sal og sest á þriðja eða f jórða bekk. Ég stóð í tröppunum í salnum. Þá kemur S. til mfn, og við förum að tala saman. Ég lagði hend- ina á öxlina á honum og við gengum niður tröppurnar. Þar fórum við að kyssast og svoleiðis. Ég var ákaf- lega hamingjusöm. Svosegir S. við mig: Við skulum setjast. Við gerðum það og settumst út i horn á þriðja bekk, en þar var svo þröngt, að við komum fótunum ekki fyrir. Allt í einu sjáum við B. standa upp og gapga að tröppunum og þá segir S.: Við skulum koma. Við það vaknaði ég. Ég tek það fram, að S. var Ijóshærður, með fallegt og liðað hár, en samt afskaplega Ijótur. Ekki kannast ég neitt við hann í raunveruleikanum. Með þökk fyrir ráðninguna N.N.S.B. P.S. _ Ég bið að heilsa öllum þarna hjá þér, og skilaðu því til allra, að mér þyki Vikan mjög gott blað. Fyrir- gefðu skriftina. Bless. Sama. Þú kemst bara vel frá byrjuninni á bréfinu og þarft ekki að skammast þín fyrir hana. Skriftin er sömu- leiðis læsileg og engin þörf á að biðjast fyrirgefningar á henni, þó að hún mætti veröa áferðarfallegri. En það stendur allt til bóta, þegar þú eldist. Draumurinn er fyrir þægilegri framtíð þinni. Samt skaltu gæta heilsu þinnar vel. Vikan þakkar hlýorðar kveðjur. Skuldum vafinn brúðgumi. Kæri þáttur! Mig dreymdi, að ég var að giftast strák, sem ég þekki. Athöfnin fór fram í stórum sal, sem svipaði til kirkju. Ég var áfskaplega taugaóstyrk og ríghélt í strákinn inn gólfið. Húsið var fullt af fólki. Þegar við krupum, hrasaði ég, en hann vat fljótur að grípa mig, svo að ég datt ekki á gólf ið. Presturinn stóð fyrir aftan okkur, en framan við okkur voru verkamenn að rífa klæðninguna, sem var svört meðeinhverju munstri, innan úr kirkjunni. Mér fannst eins og kirkjan væri skuldug og verið væri að taka klæðninguna lögtaki. Presturinn sprautaði einhverju í bakið á mér og ég veinaði upp. Samt fannst mér þetta bara tilheyra at- höfninni. Þegar búið var að gifta okkur, rétti maðurinn minn mér miða, sem á var listi af skuldum, sem voru sam- tals 20.000 krónur. Hann bað mig um að útvega lán fyrir þessum skuldum öllum. Svo gekk hann til skóla- félaga sinna og skipti sér ekki meira af mér. (Hann er í skóla, en ekki ég.) Það fauk í mig og ég rauk út og dauðsá eftir að hafa gifst honum. Þá mundi ég allt í einu eftir því, að foreldrar mínir vissu ekkert af gift- ingunni, og þeim myndi líklega sárna þetta uppátæki. Ég ákvað því að segja engum f rá giftingunni, en varð þó litiðá giftingarhringinn á fingri mér. Hann var úr tré, afar stór og mikill, og á hann var letrað eitthvað, sem ég man ekki hvað var. Ég ákvað að skilja við strákinn eins f Ijóttog ég gæti, því að okkur hefði aldrei komið vel saman hvort eð væri. Þegar ég var næstum komin heim, kom strákurinn á eftir mér og spurði, hvers vegna ég hefði farið. Ég sagði honum að ég sæi eftir þessu bráðræði og við skyldum ekki búa saman, svo að enginn fengi að vita neitt um þetta hjónaband. Ég sagði lika að ég skyldi sækja um skilnað strax, en þá varð mér aftur litið á hendina á mér og sá þá, að ég var með einbaug úr gulli á litla fingri. Einbaugurinn var allt of þröngur, og mér varð hugsað, að ég yrði í vandræðum með að ná honum af mér. Ég var í kremlitum silkikjól, en hann var í bláum fötum. Hann er bólugrafinn í raunveruleikanum, en í draumnum var enga bólu að sjá á andlitinu á honum. Ég hef verið með þessum strák nokkrum sinnum, en við höfum ekki taiast við í ár. Virðingarfyllst, Tryppalina Páls. Þið eigið eftir að sættast, líklega verðið þið þó ekki hjón, en áreiðanlega verður kært með ykkur — á stundum. En ekki nema stundum, því að öðru hverju þolið þið ekki að sjá hvort annað, og trúlega takið þið ykkur þá bara ársfrí á milli vináttuskeiðanna. Rós í stað unnusta. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum, fyrir mig, sem mig dreymdi í fyrra. Ég og vinkona mín vorum staddar heima hjá mér, og ég sagði við hana, að ég skyldi sýna henni unnusta minn. Ég fór með hana út í garð og benti henni á rautt blóm i beðinu. Þetta blóm var eitt í garðinum, þvi að búið var að taka öll hin þaðan. Svo vaknaði ég. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum sem f yrst. Með bestu kveðju. G.O. Fagur draumur og fagurrar merkingar. Þú finnur þann eina rétta. Við hlóðir. Kæri þáttur! Nýlega dreymdi mig, að ég væri að sjóða slátur í katli yfir hlóðum. Fyrir hverju getur það verið? Með von um ráðningu. Katrin. I þessu broti úr draumi koma fyrir tvö tákn, sem bæði eru fyrir ábata, en þar sem þú segir ekki frá draumnum í heild, er ekki víst, að þessi tákn séu marktæk. Verið getur, að önnur tákn hafi komið fyrir í draumnum og haft þar yfirhöndina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.