Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 38
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK <Sumir mannanna drógu til sin konur slnar, til aö líta til lands I sIBasta sinn, hlið viö hli5., Sara komst ekki neitt nálægt boröstokknum og hún reyndi að halda Robbie eins hátt upp og henni var unnt. Hanna stóð viö hliö hennar og vafði Jenny blíðlega að sér. Það var mikið umleikis I kringum þær. Skipstjórinn öskraði til áhafnarinnar, sendi hásetana upp i reiðann, til að ganga frá seglun- um. — Hamingjan sanna, við erum komin á hreyfingu, sagði Hanna, hálfkæfðum rómi, þegar kirkjuturnarnir og húsin fóru að liða fram hjá. útflytjendurnir voru mjög hljóðir. Enginn sagði orð, en ein kona fór að kjökra og margir veifuöu bæði með vasaklútum og höndunum einum saman, til þeirra, sem stóðu i landi. Hanna laut höfði og þrýsti Jenny ennþá fastar að sér. Næst- um allar konurnar og margir karlmannanna voru með tárvot augu. Yfir höfðum þeirra hvein i stór- um seglunum og brakaði og brast I rám og reiða. Það fór ekki á milli mála, þau voru að kveðja ættlandið, það yrði ekki aftur snúið. Enginn, sem þarna var staddur, átti von á því, aö lita fööurlandiö augum aftur. Sara felldi ekki tár, en einhver angist gagntók hana sem snöggvast. Það eina, sem hún lét að baki sér, voru grafir ástrlkra foreldra og minningarnar um það, sem hafði á daga hennar drifið, þessi tuttugu ár, sem hún hafði lifað. Prestssetrið i þorpinu haföi verið heimiíi hennar og þorpsbúar, sóknarbörn föður hennar, höfðu lika verið vinir hennar. Og Giles. Giles var yngsti sonur lávarðarins á setrinu. Hún mundi ljóslega daginn þann, sem hún hitti hann i fyrsta sinn. Það hafði verið boðið til garðveislu á sveitasetrinu, fyrir hefðarfólk og embættismenn, til að hitta hinn nýja lávarð og fjölskyldu hans. Sara hafði vandað mjög til búningsins I þessu tilefni. Það var fyrsti nýji kjóllinn, sem hún hafði keypt i áraraðir. Kjóllinn var úr rósóttu mússulini, með mjög vlðu pilsi og rauöum böndum undir brjóstunum og samlit bönd héldu saman hrokknu hárinu. Þegar hún sneri sér við, eftir að hafa heilsaö húsbændunum, hafði hún séð Giles standa undir stóru eikartré og hann starði svo á hana, að hún hægöi ósjálfrátt á göngunni og fann hvernig blóöið þaut upp i kinnarnar. Hann kom til móts við hana, vaggaði svolitið og I augum hans skein glettnin. Hann var sannarlega laglegur, með dálitið úfið, ljóst hár. Munnurinn var fagurlega mótaður, en bar samt vott um veiklyndi. Hún stóð þarna og pirði augunum i sólina, eins og hún væri rótföst. — Mér er sagt, að þér séuð ung- frú Sara Kingsley. Hann hneigöi sig svo djúpt, að það lá við að hann sópaöi jöröina. En þannig var það yfirleitt fheð allt sem hann gerði, það var allt svo yfirdrifið. Þetta varð upphafið af hennar eina ástarævintýri fram að þessu Pg það hélst allt sumarið. Faðir hannar hafði þungar áhyggjur af þvi, en hann var þannig gerður, að hann vildi ekki beita sér, til að hafa áhrif á framvindu málanna og allra sist að banna henni að umgangast þennan pilt. Hún var svo yfir sig ástfangin, aö henni sást yfir alla hans galla og þeir voru sannariega margir. Sjálfselska hans var mjög áberandi og hann hafði alltaf lag á að koma sér hjá óþægindum og oft sýndi framkoma hans næstum þvi grimmd. Svo dó faðir hennar eina nóttina i svefni. 1 sorg sinni sneri hún sér til Giles og bað hann að koma, en hann kom ekki. Aö lokum kom systir hans, til að segja henni að Giles væri farinn i burtu. Hann þurfti að sinna áriðandi viðskiptum i London. Hann vonaði aö Sara skildi það. Sara skildi það alltof vel. Giles haföi oröið hræddur um, að hún myndi gera kröfur til hans, kröfur um hjónaband, nú, þegar hún væri orðin ein- stæðingur. Hún heyrði rétt til sjálfrar sin, þegar hún þakkaöi stúlkunni fyrir ómakið, að koma með þessi skilaboð. Svo haföi hún lokað dyrunum að baki hennar og farið inn, til að sinna skyldustörfum sinum fyrir jarðarförina. Það var ekki fyrr en löngu siðar, að hún leyfði sér þann munaö að gráta og það gerði hún i einrúmi. Hún fékk ekki langan frest, til að losa þaö litla sem þau feðginin höfðu átt, þvi prestsetrið var búiö húsgögnum af safnaðarins hálfu og presturinn vildi komast sem fyrst i húsiö. Framhald I næsta blaöi SjiU APPEISÍN /'mitf'. . APPELSlN ; 38 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.