Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 33
myrkurs og drunga vetrarins, en þaft, sem verst var, aö hann var á valdi Sortadraugsins fræga, er hann haföi svo oft heyrt getiö um og kunni nokkrar sögur af, hvernig hann villti fólk. Hann rifjaöi upp sögurnar, er hann kunni af draugnum. Honum var það huggun I raun, að allar voru þær á eina lund, aö hann geröi aídrei manni mein i villu. Hann vissi, aö þetta var góöur og‘ sannur draugur, aöeins smá- prakkari, villandi og tælandi, meöan ekki varö neitt til ráöa fyrir feröamanni. Næturlangt gat villan staöiö, en hún var hættu- laus aö öllu leyti, jafnvel þótt hann yröi yfir sig þreyttur og yröi aö leggjast fyrir i rima til hvfldar. Veöur var fremur hlýtt, og ekki var nein hætta á kulda eða vosbúö. Eftir aö Astgeir haföi gert itrekaöar tilraunir til aö finna eitthvaö, sem hann gæti áttaö sig á, fór hann aö hugsa ráö sitt á fleiri vegu. Hann var mjög vel aö sér um allt, er snerti þjóötrú og ýmis alþýöleg ráð gegn draugum og duldum vættum. Hann var alinn upp viö slika trú, enda kominn af galdramönnum i ættir fram. Hann haföi heyrt um óbrigöult ráö til aö átta sig i villu og ná aftur réttri leiö. Villuráö Astgeirs var fólgiö i þvi, sem var gömul og arftekin venja og trú af einfaldri og hald- góöri reynslu kynslóöanna, að ef skilinn væri eftir einhver hlutur af villuráfandi manni, og tækist honum aö finna hann aftur i villunni, rynni hún samstundis af honum og hann næöi þegar réttri átt aftur. Til aö framkvæma þetta gamla og holla ráö, skildi Astgeir eftir vettlinga sina á þúfu og hélt svo áfram göngu sinni i þeirri von aö finna þá aftur. Hann haföi sterkan grun um þaö, aö hann færi alltaf sama hringinn og gengi sennilega mjög nærri sömu slóðinni. Aö visu minnkaöi myrkriö stórlega vonina um, aö hann myndi finna vettlingana. Astgeir gekk svo drykklanga stund um mýrina, án þess aö finna vettlingana. En hann skimaöi vel og vandlega I kringum sig, þó hann sæi litiö, aðeins myrkur, endalaust myrkur. Hann gekk Jengi. Hann hélt sjálfur, að þaö heföi veriö allt aö tveimur klukkutlmum. En allt I einu fann hann vettlingana. >að var eins og hann skynjaði þá á óskiljanlegan hátt, og fremur var aö hann ræki fótinn í þá en aö hann sæi þá. En þegar hann haföi vettlingana aftur milli handa sér, uröu snör umskipti fyrir honum. Villan bráöi af honum, og hann kannaöist undir eins viö sig. Hann var i rima ekki langt fyrir vestan ærhúsin á Litlu Reykjum. Hann var alveg viss um þaö, aö hann var mörgum sinnum um kvöldið búinn að vera þarna i sama rimanum, án þess aö þekkja hann. Astgeir var fljótur aö taka rétta stefnu heim til bæjar. Hann sá bráölega ljósin á Reykjum. Þaö var ekki nema stuttur spölur heim. Þegar Ástgeir kom heim, var komiö langt fram yfir vökulok, og allir gengnir til náöa á bænum. Hann hafði gert ráö fyrir þvi, aö hann kæmiheim um kvöldiö, áöur en vakan væri öll. Fólkiö var þó ekki undrandi, þótt hann kæmi ekki á tilsettum tima, hélt aðeins, aö hann heföi tekiö sér gistingu úti i Langholtshverfi hjá kunningjum sinum og kæmi morguninn eftir. Astgeir fór sem hljóölegast, er hann fór inn I bæinn. Hann háttaöi i rekkju sina og svaf til morguns. Um morguninn sagöi hann fóstur- foreldrum slnum feröasöguna og dró ekkert undan, hvorki um villuna né návist Sortadraugsins. Einnig sagði hann frá þvi, hvernig honum haföi tekist aö losa sig úr villunni meö þvi aö beita ráöinu fræga, er hann haföi heyrt talaö um. En hann sagöi ekki öörum söguna i þetta skipti, og uröu þessi atvik þvi ekki I hámælum. Astgeir varö slöar var viö Sortadrauginn, og kann ég fleiri sögur af honum, er hann sagöi mér. - 'et- . ,*r' -• - 2*. vr. -*« t w -v- - Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir isnum, en hinn ofan á. ísinn er með vanillubragði og ispraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 358.00 krónur. Hver skammtur er því ekki dýr. Reglulegar ístertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut í senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi i barna- afmælum. Rjóma-fstertur kosta: 6 manna terta kr. 335.00 9 mannaterta — 410.00 12 mannaterta —* 565.00 6 manna kaff iterta — 380.00 12 manna kaffiterta — 670.00 cc‘Emm m ess Lbl 50. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.