Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 22
Quinnhjónin ungu, sem nú eru skilin. Þá var þarna Henry L. Palmetto, sem svipti sig llfi meö aö stökkva fyrir neöanjaröarlest á Timestorgi. Benny McClenahan kom jafnan I fylgd fjögurra stúlkna. Þær voru aldrei bókstaflega þær sömu, en svo llkar hver annarri að óum- deilanlegt virtist að þær hefðu komiö þarna fyrr. Ég hef gleymt nöfnum þeirra, — Jacqueline, minnir mig, eða Consuela, eða Gloria, eöa Judy, eða June. Eftir- nöfn þeirra voru ýmist hin hljóm- fögru nöfn blóma eða mánaða, eða hin ábúðarmeiri nöfn meiri háttar auðjöfra landsins, sem jafnan kom á daginn að þær voru eitthvað I ætt við, væri á þær gengiö. Auk allra þessara man ég eftir Faustinu O’Brian, sem kom þarna að minnsta kosti einu sinni, Baedeckerstúlkunum og Brewer hinum unga, sem nefiö var skotið af i striðinu. Einnig herra Al- brucksberger og ungfrú Haag, unnustu hans. Arida Fitz-Peters kom þarna og herra P. Jewett, fyrrum formaður Amerisku Fylkingarinnar, og ungfrú Claudia Hip, ásamt manni, sem fullyrt var að væri bflstjórinn hennar. Ég man og eftir manni, sem var prins af einu eða öðru^og við kölluöum hann hertogann. Nafni hans, hafi ég einhvern tima vitað þaö, er ég búinn að gleyma. Allt þetta fólk kom til húss Gatsby um sumarið. Klukkan niu, að morgni, seint i júli, ók hin glæsilega bifreið Gatsby á hægri ferð heim grýttar traðirnar að dyrum mlnum og ég heyrði samhljóm þrilúðrahorns- ins, þegar hún flautaði. Þetta var i fyrsta sinn sem hann kom I heimsókn til min, þótt sjálfur hefði ég sótt tvö af samkvæmum hans, flogið með honum i flugvél- inni og verið tiður gestur á ströndinni, vegna ákafra áskor- ana hans sjálfs. — Góðan daginn, laxi. Fáðu þér að borða með mér i dag, — við getum ekið saman til borgarinn- ar. Hann vatt sér upp á hjólhlifina á bilnum með léttúölegri hreyfingu, sem er svo eiginleg Amerikananum, — og ég býst við að orsökin sé sú að þessi þjóð þarf varla nokkru sinni að snerta við erfiði á æskuárum og kannske ekki siöur vegna þess samblands óskipuleika og fátkennds handa- hófs, sem einkennir Iþróttaleiki hennar, en gaéðir þá samt svo sér- kennilegum þokka. Ég sá oft bera á þessum þjóðareiginleika i fari hans, þrátt fyrir annars fágaða framkomu. Það var einskonar eirðarleysi. Hann var aldrei alveg kyrr, en var stöðugt að tifa með íætinum eða opna og kreppa saman lófana. Hann tók eftir að ég horfði með aödáun á bilinn hans. — Hann er laglegur, finnst þér ekki, laxi? Hann stökk ofan, svo ég gæti virt hann betur fyrir mér. — Hefur þú ekki séð hann fyrr? Ég hafði séð hann fyrr. Allir höföu séð hann. Hann var fallega rjómalitur, krómgljáandi, og væri litið eftir feiknalöngum skrokknum, mátti sjá móta fyrir hólfum undir hatta, nesti og við- geröartól. Hér og þar voru svo margbrotnar vindhlífar, sem tylft sólna speglaðist nú i. Ég settist inn I bflinn og þótti sem ég hefði verið lagður niður I skrin, fóðrað grænu leðri og hólfað með gleri og við lögðum af stað til borgarinn- ar. Ég hafði nokkrum sinnum rætt við hann og komist að þvi smám saman, mér til vonbrigða, að hann hafði frá fáu aö segja. Þvi var ég farinn að missa það álit, sem ég hafði á honum i fyrstu, að hann væri einhver mikilsháttar maður, og var farinn að skoða hann sem manninn, sem átti ibúðarmikið hús I grennd viö mig. Og þá kom að þessari ökuferð, sem alveg ruglaði mig I riminu. Við vorum ekki enn komnir að þorpinu við Vestra Egg, þegar Gatsby tók að láta sig það einu gilda, hvort hinar settlegp setn- ingar hans sögðu heila hugsun eður ei, og hann tók að slá með lófanum á kné ljósbrúnu fatanna, eins og honum væri eitthvað ó- rótt. — Sjáðu nú til, laxi, sagði hann allt I einu og mjög óvænt. — Hvaða álit ætli að þú hafir á mér. Sleginn nokkúrri furðu, hóf ég upp yfirborðslegt hjal, fullt und- anbragða, eins og búast má við, þegar slíkri spurningu er varpað fram. — Jæja, ég ætla að segja þér dálitið af mtnum högum, greip hann fram I fyrir mér. — Ég kæri mig ekki um að þú fáir rangar hugmyndirum mig af öílum þess- um sögum sem þú heyrir. Þannig komst ég að þvi, að hon- úm var ekki ókunnugt um allar þær getsakir, sem á hann voru bornar og lituðu mjög samræð- urnar i veizlum hans. — Ég ætla að segja þér heilagan sann- leikann. Hægri hönd hans hófst sem snöggvast á loft, eins og á- skorun til æöri máttarvalda um að vera vitni að framburöi hans. — Ég er kominn af ríku fólki i Miö-Vesturrikjunum. — Þau eru öll látin núna. Ég var alinn upp I Ameriku en sendur til náms I Ox- ford, af þvi að forfeður mínir hafa sótt þangað menntun sina um langt skeið. Það er hefð i fjöl- skyldunni. Hann leit sem snöggvast á mig, — og ég þóttist strax vita, af hverju Jordan Baker hafði talið hann ljúga. Hann flýtti sér svo að segja orðin „sendur til Oxford”, næstum svelgdist á þeim, eða tafsaði á þeim, likt og hann hefði komizt I vanda vegna þessa ein- hverntima fyrr. Af þessum sök- um varð þessi fullyrðing harla tortryggileg og mér þótti ekki fráleitt að hann kynni að hafa eitthvað óhreint i pokahorninu. . — Hvar I Miðvesturrikjunum, spuröi ég fyrir kurteisissakir. — f San Fransisco. — 0, já. — Allir I fjölskyldu minni eru dánir, svo mér áskotnuðust þó nokkur efni. Það var tregi I röddinni, likt og minningin um dauða ættmenna hans væri hónum enn sorgarefni. Eitt andartak datt mér i hug að hann væri að leika sér að trúgirni minni, en þegar ég leit á hann skipti ég um skoðun. — Seinna bjó ég likt og ungur fursti frá Austurlöndum i helztu höfuöborgum Evrópu, — Paris, Feneyjum og Róm, — og ég safn- aði eðalsteinum, einkum rúbin- um, stundaði villidýraveiðar, málaði dálitið mér til afþreyingar og reyndi að gleyma dálitlu, afar raunalegu, sem einu sinni kom fyrir mie Meö erfiöismunum tókst mér aö foröast að reka upp skellihlátur og opinbera þannig vantrú mína. Þessi frásaga hans sýndist svo margbrúkuð og álappaleg að mér kom ekkert I hug fremur en FLORIDA svefnsófarmr eru kommr aftur. Meö einu handtaki má breyta þeim i hvilu fyrir tvo. Fyrirliggjandi stakir eöa meö stólum, sem sófasett. — Komiö og skoðiö, sjón er sögu rikari. húsiö 22 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.