Vikan


Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 34
Sara Kingsley gekk léttilega, keik og stolt, þrátt fyrir þunga byrði, meðfram hafnarbakkan- um, þar sem mannþröngin var svo mikil, að það var varla hægt að troða sér i gegn. Sið pilsin voru til trafala, vegna þess hve hvasst var og þau þvældust fyrir henni. Það var lika mikill veltingur á skipunum, sem lágu þarna við festar og möstrin gengu upp og niöur. Einhvers staðar þarna lá skipið, sem átti að flytja hana i burtu frá Englandi, til nýja heimsins, þar sem hiin ætlaði að hasla sér völl. ■ — A ég að bera fyrir yður farangurinn, frú? Litill, tötrum klæddur drengur skaust fram fyr- ir hana og horfði á hana stórum vonaraugum. Henni var ljóst, að hann hafði ekki leyfi til að stunda þessa vinnu þarna, en sulturinn skein út úr mögru andlitmu. — Ég er að fara meö Griffin, sagði hún og rétti honum feröa- töskuna, þó að hún hefði nú hugsaö sér, að spara sér skildingana og bera sjálf farangurinn. Hún hélt sjálf á poka með nesti, sem hún ætlaði að hafa til feröarinnar, enda vildi hún ekki iþyngja þessum veiklulega dreng. Hann talaði við hana yfir öxl sér, meðan hann haltraöi áfram með töskuna. — Eruð þér að fara til nýja heimsins? Ekki langar mig til að fara þangað, þar er fullt af rauðskinnum og villimönnum, sem húöfletta fólk og gera inn- flytjendunum lifið leitt, fólkinu, sem vill ekkert með konunginn hafa að gera. — Ekki þar sem ég ætla að setjast að, sagði hún brosandi. — Ég er að fara til bresku Norður- Ameriku. Þar býr aðeins siðað fólk, rétt eins og hér i Englandi. Drengurinn tuldraði eitthvað og það var ljóst, að hann var ekki sannfærður og hann visaði henni leiöina gegnum þvöguna af fólki, verkamönnum, sem voru að hlaöa skipin og jafnvel var verið aö leiöa lifandi skepnur um borð i þau. En yfir höfðum þeirra flugú skrækjandi máfar og biönduðust skrækir þeirra saman við allan hávaðann. Sara var hávaxin og grönn. Nokkrir karlmenn sneru sér ósjálfrátt við, þegar þeir gengu fram hjá henni. Hún hafði mjög ljósan hörundsiit, svo dökkar augnabrúnir og augnhár gerðu grænleit augun ennþá stærri og svipmeiri. Silkimjúku dökkbrúnu hárinu var skipt i miðju, að hálfu hulið undir hattba'röinu. Munnurinn var kannski nokkuð stór, til aö geta kallast fallegur, en hann var fagurlega mótaður og varirnar nokkuð þykkar. Það var auðséð á svip hennar, að hún hafði töluvert viljaþrek. — Þarna er skipið yðar, sagöi drengurinn. Hún hægði á sér og virti fyrir sér skútuna, sem átti að verða dvalarstaöur hennar næstu fimm til sex vikur, en tlmalengdin fór eftir veðrinu, sem oft gat verið erfitt á leiöinni yfir Atlantshafið. Það var nú ekki álitlegt þessa stundina og það virtist fullerfitt að koma fyrir seglum á þessi 34 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.