Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 2
Undanfarið hefur borið á þvi,
að fegurðarsamkeppnir þættu litt
samboðnar skyni gæddum ver-
um, þetta væru gripasýningar.
Eini munurinn á þeim og kyn-
bótasýningum væri sá, að
stúlkurnar i f°,’urðarsamkeppn-
um sýndu ekni afkvæmi. En
hvaða augum sem litið er á feg-
urðarsamkeppnir, þ. er það stað-
reynd, að ennþá streyma fallegar
ungar stúlkur til þátttöku i þeim
um heiminn þveran og endilang-
an. 1 sumar hópuðust evrópskar
fegurðardisir til Las Palmas á
Kanarieyjum til að keppa um
titilinn ungfrú Evrópa. Og hlut-
skörpust varð Wenche Steen frá
Noregi.
Wenche Steen er ljósmyndafyr-
irsæta að atvinnu og hún hefur
svo sem áður tekið þátt i fegurð-
arsamkeppni. Hún hefur naumast
tölu á öllum þeim stöðum, þar
sem hún hefur sýnt á sér kroppinn
og brosaö framan i dómnefndir,
en þó nefnir hún: Tokyo, Thai-
land, Astraliu, Hollywood,
London, Paris, Madrid, Barce-
lona og auðvitað Kanarieyjarnar,
þar sem hún þótti fallegust. Af
upptalningunni sést, að það hefur
ýmsa kosti að vera ásjálegur. Og
ekki segist Wenche Steen sjá eftir
þvi að hafa lagt út á þessa braut.
Og siðan hún varð Ungfrú
Evrópa þarf hún ekki að kvarta
undan atvinnuleysi. Henni stend-
ur til boða að leika i mörgum
kvikmyndum og auk þess mörg
freistandi ferðalög sem ljós-
myndafyrirsæta. Við skulum
bara vona, að henni gangi allt i
haginn og framinn stigi henni
ekki til höfuðs.
Til vinstri: Ungfrú Evrópa 1974.
Til hægri: Wenche ásamt
spænsku stúlku'nni Rocia Martin,
sem varð að láta sér nægja önnur
verðlaUn.
Að neðan: Blaðamannafundur.
Wenche virðist ekki vera I vand-
ræðum með aö svara spurningum
blaðamannanna.
vvciicne er ijosmynaaiyrirsæia ao
atvinnu — þarna sýnir hún skiða-
fatatiskuna. Til vinstri: Þá er að
taka sig saman I andlitinu. Til
hægri: Það kemur sér aö hafa
sima á Kanarieyjum. Þá er sem
best hægt að tala við kærastann
hcima i Noregi, þó að óralangt sé
til hans.
UNGFRll
EVRÓPA1974