Vikan - 12.12.1974, Blaðsíða 21
Sérhver ber þann grun I brjósti
um sjálfan sig, að hann búi að
minnsta kosti yfir einni höfuö-
dyggð og er ég þar ekki undan-
tekning: Ég er einn fárra heiðar-
legra manna, sem ég hef þekkt.
IV.KAFLI
Sunnudagsmorgun einn, meðan
klukkur hringdu til messu 1 kirkj-
um sveitaþorpanna meðfram
ströndinni, sneri heimurinn á-
samt fylgikonum sinum til húss
Gatsby og spigsporaði léttstfgur
um landareign hans.
— Hann er smyglari, sagði ein
ungu kvennanna, sem reikaði
milli hanastélanna hans og
blómabeðanna. — Einu sinni réð
hann mann af dögum, sem' komizt
hafði áð þvl að hann væri þre-
menningur viö von Hindenburg
og náfrændi sjálfs fjandans.
’Réttu mér rós, ástin, og heiltu
siðasta dropanum úr flöskunni
þarna i kristalsglasiö.
Einu sinni skrifaði ég niöur á
milli lina i ferðaáætlun nöfn
þeirra, sem komu til húss Gatsby
þetta sumar. Þessi ferðaáætlun
er nú komin til ára sinna og géng-
in sundur um brotin, og efst á
henni stendur: „Þessi skrá er i
gildi til 5. júli 1922”. Ég gat enn
lesið þessi gráu nöfn og munu þau
gefa lesandanum betri mynd en
lýsingar min sjálfs af þeim, sem
nutu gestrisni Gatsby og gerðu
honum þá ánægju til endurgjalds
aö vita engin deili á honum.
Frá Eystra Eggi komu Chester
Beckers og Leechfólkið, ásamt
manni sem Bunsen hét og ég
kannaöist viö i Yale. Þá kom þar
dr. Webster Civ^t, sem drukknaði
siöastliðiö sumar uppi i Maine.
Þá má nefna Hornbeam og Willie
Voltaire og heilan ættbálk, sem
nefndist Bláckbuck, og jafnan
safnaðist saman i einu horni
garösins og fýldi grön, eins og
•geitum er tam.t, kærrii einhver
nærri þeim. Og -þarna voru
Isniayhjónin og Chrystiehjónin,
sem réttara væri að nefna Hubert
Auerbach og konu herra
Chrystie, og Edgar Beaver, en
þaö er han^sem varð hvithærður
á einni ei'nustu vetrarnótt, 'án
nokkdrrar sýnilegrar ástæðu.
Clarence Endive var frá Eystra
Eggi, ef ég man rétt. Hann kom
aöeins einu sinni, klæddur hvitum
reiöbuxum og lenti i slagsmálum
við slána nokkurn sem Etty hét, I
garöinum. Utar af eyjunni komu
Cheadlehjónin og O.R.P.
Schraederhjónin, ásamt Stone-
wall Jackson Abrams frá
Georgiu, að ógleymdum Fish-
guards og Ripley Snellhjónun-
um... Snell var þarna á ferö,
þrem dögum áöur en hann fór I
betrunarhúsiö, og var hann svo
drukkinn, aö bifreiö frú Ulysses
Swett ók yfir hægri hönd hans á
malarborinni heimreiðinni.
Dancie hjónin komu þarna lika og
S.B. Whitebait, maður á sjötugs-
aldri, og Maurice A. Flink og
Hammerheadhjónin. Þar kom og
tóbaksframleiöandinn Beluga og
fylgikonur hans.
Frá Vestra Eggi komu Pole-
hjónin og Mulreadyhjónin, Cecil
Robuck og Cecil Schoen, Gulick
þingmaöur og I^ewton Orchid,
forstjóri Par Exellence kvik-
myndafélagsins. Ennfremur
Eckhaust og Clyde Cohen, ásamt
Don S. Schwgrts (yngri) og
Arthur McCarty, og var allur
þessi hópur I tengzlum við kvik-
myndaiðnaðinn, á einn eöa.annan
hátt. Enn má nefna Catlipshjónin
og Bemberghjónin og G. Earl
Muldoon, bróðir Muldoon þess^
senl síðar kyrkti konu sína.
Fremdarmaöurinn Da Fontano
vár þarna, og þeir Ed Legros og
James B. (Rauðgörnin) Ferret og
De Jongs og Ernest Lllly, Þeir
komu þarna til að spila fjárhættu-
spil, og þegar Ferret kom út I
garöinn, táknaöi það að hann var
blankur orðinn og að Sameinaða
Flutningafélaginu væri hollast að
skila drjúgum ágóða daginn eftir.
Maður, sem Klippspringer hét,
var þarna svo tiöur gestur og svo
þaulsætinn, aö hann varð brátt
þekktur undir nafninu „kostgang-
arinn”. Ég éfast um að hann hafi
átt annaö heimili. Af leikhúsfólki
má nefna Gus Waize og Horace
O’Donovan, Lester Myer og
Georg Duckweed og Francis Bull.
Frá New York komu Chrome-
hjónin og Backhyssonhjónin og
Dennickerhjónin. Þá og Russel
Betty og Corriganshjónin og
Kelleherhjónin og Scullyhjónin,
S.W. Belcher og Smirkehjónin og
Powenl’^.
50. TBL. VIKAN 21
Á