Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 4
vinna. En séu karlmenn nógu duglegir að skaffa, leyfist þeim sitt af hverju eins og dæmin sanna. Þvi til staðfestingar er eftirfarandi saga, sem Flosi Ölafsson hefur eftir ömmu sinni: „Ég veit vel, að hann Jón- mundur i Skipalóni var óttalegt fúlmenni, argasti fylliraftur tg fauti, harðljótur og hundleiðin- legur. Hvert mannsbarn vissi lika, að hann righélt framhjá henni Mariu alla tið og barði hana stundum svo illa, að hún varð að liggja rúmföst dögum saman. Það er lika opinbert leyndarmál, að hann drap ann- an tviburann sinn i ölæði. Allt þetta veit ég vel. En eitt verður aldrei af honum Jónmundi skaf- ið. Hann skaffaði vel”. . . . þýðan . . . Sú hagyrta hefur ekki kunnað við að vera berorð, þvi að með þessu orði á hún beinlinis við það, að ekki sé gott að karlmenn séu náttúrulausir. Þessu kom- umst við að með þvi að fletta upp i orðabókinni. Þar stendur skýrum stöfum, að þýðuleikur sé sömu merkingar og ástar- leikur — samfarir — og þýður er þvi sá, sem þann leik stundar. . . . glaðan . . . Glaður er sá, sem gróða hreppir, og glaður er karlmaður ekki, nema hann sé loðinn um lófana, þvi að hann á að skaffa. Karlmenn eru sagöir hafa fjötr að konuna yfir pottum og pönn- um, gólfklútum og ryksugum, og við það eiga þeir að hafa beitt hinum svivirðilegustu meðul- um. Einkum hefur verið bent á móöurástina og hneykslast á þvi, hvernig karlmenn hafi not- fært sér mylk brjóst kvenna til þess að binda þær yfir búi og börnum. Föðurástina er erfiöara að tengja nokkru ákveðnu liffæri eða likams- hluta, og þvi hafa feður lengst af verið frjálsari ferða sinna en mæður. Iðulega hafa þeir heldur ekki fengið að tjá föðurást sina með öðru móti en að skaffa börnum sinum að éta og tukta þau til fyrir óþekktina við mömmu, meðan pabbi var að 4 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.