Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 10
EINANGRUNAR-
GLER
fT|R
m
Dalshraun5 Hafnarfirói sími 53333
oósturinn
Magaverkur
og sviti
Kæri Póstur!
Mig langar til a6 spyrja þig
nokkurra spurninga og vona, aö
þú viljir svara mér, þvi aö þetta
er svolitiö áriöandi.
1. Er ekki allt i lagi aö sofa meö
tampax? Getur maöur oröiö ónýt-
ur?
2. Hvaö hétu tveir aðalleikar-
arnir I sjónvarpsþættinum Karlar
i krapinu?
3. Hvernig stendur á þvi, aö
maöur migur undir? Er maöur
eitthvaö ööru visi, ef maöur hefur
gert þaö?
4. Er ekki hægt aö laga þaö eitt-
hvaö, ef maöur fær agalega vond-
an magaverk, þegar maöur er á
túr?
5. Er ekki eitthvaö hægt aö gera
viö þvi, aö maöur svitnar svo fer-
lega?
6. Hvaö lestu úr skriftinni?
7. Hvaö heldurðu, aö ég sé göm-
ul?
Biana Betty
1. Notkun innvortis tiðabinda á
aö vera algjörlega skaölaus, en
hafirðu einhver óþægindi af notk-
un þeirra, skaltu hvfla þig á þeim
og nota venjuleg bindi í nokkurn
tima. Innvortis tiöabindi eiga
hins vegar ekki aö valda neinum
óþægindum, sé notkunarreglum
fylgt nákvæmlega, og þaö er
mesta vitleysa, aö þau geti gert
þig ófrjóa.
2. Þaö man ég hreint ekki.
3. Þú gætir veriö eitthvaö slöpp
á taugum, eöa þú gætir verið meö
blöörubólgu. Faröu undir eins til
læknis og láttu hann rannsaka þig
og lækna.
4. Þaö er mjög algengt, einkum
hjá ungum stúlkum, aö þær fái
slæma magaverki meö blæöing-
um, en þú skalt ræöa þetta viö
lækni.
5. Og enn vfsa ég þér á lækni,
þaö er mjög Ifklegt, aö læknir geti
ráöiö bóta á öllum þessum kvill-
um, sem þú minnist á. i öllum
bænum vertu ekki feimin viö
hann, þetta á eflaust allt sfnar
eölilegu orsakir.
6. Þú ert draumlynd og gætir
átt eftir aö liöa fyrir skort á
sjálfstrausti, ef þú gerir ekki eitt-
hvaö til aö vinna bug á þvi.
7. Ég giska á, aö þú sért 14 ára.
Mamma kolómöguleg
Kæri Póstur!
Ég vona, aö ég fái góö svör viö
þessum spurningum. Er hægt aö
treysta stjörnuspánni, ef maður
fer alveg eftir henni? Hún
mamma mln er alveg kolómögu-
leg, ég fæ ekki aö vera úti nema
til kl. 10 á kvöldin, og komi ég
seinna heim, setur hún mig I bann
I viku. Og þaö þýöir bókstaflega
ekkert aö tala viö hana um þetta.
Ég hef tvisvar spurt þig, hvaö þú
héldir, aö ég væri gömul, og I bæöi
skiptin sagöir þú 15—16 ára. Þaö
er sko bara alls ekki rétt, þvi ég
er ekki nema 13 ára. En nóg um
þaö, hvernigeiga hrútur (stelpa)
og hrútur (strákur) saman? En
bogmaöur (strákur) og hrútur
(stelpa)? Jæja, þá er þaö ekki
fleira. Hvernig er skriftin og staf-
setningin, og hvaö lestu úr þvi
fyrrnefnda? Hvað heldur þú, aö
ég gæti veriö gömul eftir skrift-
inni aö dæma? Finnst þér ég
skrifa illa eða vel? Svo eru þaö
fyrirfram þakkir fyrir birting-
una. Bless,
Systa Sig.
Þú átt fyrst og fremst að
treysta á sjálfa þig, en ekki
stjörnuspána, setja þér þinar eig-
in llfsreglur og lifa eftir þeim,
þegar þú ert oröin fulloröin.
Mamma þin hlýtur aö hafa ein-
hverja ástæöu til þess að vera
ströng á útivistartinia þinum. og
reyndar finnst mér aldur þinn
vera næg ástæöa. Þrettán ára
stelpukorn hefur hreint ekkert aö
gera úti eftir kl. 10 á kvöldin.
nema I einstöku tilfellum, t.d. ef
um skólaskemmtun er aö ræöa,
eöa ef þú hefur fengiö aö fara i bió
eöa leikhús aö kvöldi. i öllum
bænum vertu ekki aö reyna aö
spila þig fulloröna manneskju
löngu áöur en þú hefur efni á þvl.
Reyndu heldur aö njóta æskuár-
anna á heilbrigöan hátt, fullorö-
insárin meö allri sinni ábyrgö
koma nógu snemma. Reyndu aö
skilja mömmu þina, og reyndu aö
fá hana til aö skilja þig. Samband
foreldra og barna er reyndar oft
miklum erfiöleikum háö á þess-
um viökvæma aldri barnanna, en
ef nægur vilji er fyrir hcndi, ættuö
þiö aö komast klakklaust yfir
þetta tlmabil. Milli tveggja hrúta
eru þaö annað hvort logandi
ástriöureöa svæsinn fjandskapur
og bogmaður og hrútur eiga allvel
saman. Skriftin er ágæt og gefur
til kynna þrautseigju og dugnað.
Stafsctningarvilla fyrirfannst
engin I bréfi þinu, og þaö er sann-
arlega langtum betra en Póstur-
inn á aö venjast.
Byssuleyfi og
meirapróf
Hjálp Póstur!
Ég hef lesiö, aö i sumum bréf-
unum, sem berast þér, stepdur:
,,Ég er búin aö skrifa áöur, en það
bréf lenti i ruslakörfunni, ég
vona, aö þetta lendi ekki þar
lika.” En þetta er nú I fyrsta
skipti sem ég skrifa þér.
Mig langar til þess aö spyrja
þig nokkurra spurninga, sem
brenna á vörum minum.
1. Viö hvaöa aldur fæ ég byssu-
leyfi?
10 VIKAN 2.TBL.