Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 11
2. Má ég þá kaupa mér eins margar byssur og ég vil og hvaöa tegund sem er? 3. Hvaö þarf maöur aö vera gamall til þess aö geta tekiö meirapróf? 4. Þarf ég meirapróf til þess aö keyra leigubil, kálf eöa sendi- feröabil? 5. Helduröu, aö hægt sé aö taka mikiö mark á stjörnuspám? 6. Hvaö lestu úr skriftinni, og hvað helduröu, aö ég sé gamall? 7. Hvernig fara nautiö (kona) og vogin (karl) saman? En ljóniö (kona) og vogin (karl)? Ég vona, aö þú getir svaraö þessum spurningum, svo aö mér liki. En áöur en ég lýk þessu bréfi langar mig aö minnast á svolitiö, sem mér finnst endilega vanta i Vikuna. Mér finnst, aö þiö ættuö aö kynna svo sem eins og einn bil (biltegundi i hverju blaði, gefa upplýsingar um t.d. verö, eyöslu, styrkleika vélar i hestöflum, o.fl. Ég hef aldrei rekist á slika kynn- ingu i blaðinu. og vona ég, aö úr þvi veröi bætt sem fyrst. Ef þaö er ekki pláss fyrir þessa kynn- ingu. af hverju ekki aö stækka þá blaöið'1 Svarið þiö aldrei' bréfi, nema birta svarið i blaðinu? Draugur 1. Þú veröur að vera oröinn 20 ára. 2. Það verður að sækja um leyfi fyrir hverri byssu, og i hverju til- viki fyrir sig verður aö leggja fram númer og gerð þeirrar byssu, sem viðkomandi hyggst kaupa. 3. 20 ára. 4. Til þess að aka með farþega eða vörur gegn borgun þarf aö hafa meirapróf. 5. Þetta er mikil samvisku- spurning. Ég get ekki svarað henni öðru visi en þannig, að fjöldi manns tekur mikið mark á stjörnuspám. 6. Skriftin bendir til þess, aö þú sért athugull og heiöarlegur, og ég giska á, að þú sért 15 ára. 7. Naut og vog eiga ágætlega saman, og Ijón og vog eiga líka vel saman, þótt ekki sé öruggt, aö það nægi til ævilangrar sambúö- ar. Fyrir nokkrum árum var ailtaf mikið skrifað um bila i Vikunni einmitt i þeim dúr, sem þú talar um. Undanfarin ár höfum við lát- ið nægja eitt myndarlegt bilablaö, þar sem kynntar eru flestar teg- undir bila, sem fáanlegar eru hér á landi. En nú stendur einmitt til aö hafa fastan bilaþátt I blaðinu, svo að þú færð áreiðanlega innan skamms það, sem þú biður um. Við svörum ekki bréfum ööru visi en birta það i blaöinu. Sjónvarpsfólkog svoleiðis Kæra Vika! Kærar þakkir fyrir ágætt blaö. Mér finnst alltaf skemmtilegast aö lesa, þegar skrifaö er um fólk eins og sjónvarpsfólkiö og svo- leiöis. Maöur er svo forvitinn. Sjaldan les ég auglýsingar. Músikþættina les ég stundum, en hver er þessi maöur? Kannski kemur viötal viö hann? Svo langar mig aö vita um rit- stjórann ykkar. Er þetta húsmóö- ir meö starfinu o.s.frv? Hver er svo meö þessa matar- þætti hjá ykkur? Hún viröist vera svo viöa. Framhaldssögurnar eru oft ágætar. En ansi er blaöiö orðiö dýrt. Bestu kveöjur, Asta. Þú ert ekki ein um það að hafa gaman af að lesa um sjónvarps- fólk og svoleiðis, enda er það stefna okkar að hafa a.m.k. eitt forvitnilegt viðtal I hverju blaöi. Edvard Sverrisson sér um 3m- músik með meiru, en mikið meira get ég ekki sagt þér um hann, annað en það aö hann er ungur og hress. En þetta minnir okkur á, að það kom einhvern tima til tals hér á ritstjórninni, að liklega hefðu einhverjir gaman af að kynnast ögn þeim, sem skapa Vikuna. föstum blaðamönnum, Ijósmyndara, þáttahöfundum o.s.frv. Hugmyndin hcfur svo leg- ið I salti um hrið, en hier veit, nema við látuin einhvern tima verða af framkvæmd hennar. Ititstjórinn er vissulega húsmóðir o.s.frv., m.a.s. 4 barna móðir, en auðvitað hefur hún aðstoð við heimilishaldið. Dröfn H. Farest- veit, sem hefur nú um árabil séö um matreiðsluþætti Vikunnar, er lærður húsmæðrakennari og hef- ur talsvert unnið viö vörukynn- ingar i matvörubúðum, t.d. hefur hún upp á siðkastiö kynnt krydd- vörur i SS-búðunum við og viö. „Ansi er blaðið orðiö dýrt”, segir þú, en ekki veit ég við hvað þú miðar þaö álit. Mitt álit er, að þaö sé ódýrt, miðað við ýmsa aðra hluti. Þú færð t.d. ekki mikið af súkkulaði upp i þig fyrir þá upp- hæð, sem Vikan kostar, og ætti þó eitt eintak af Vikunni að geta enst þér betur en súkkulaðið. Sömu- leiöis slagar verð eins sigarettu- pakka hátt upp I verð eins Viku- blaðs, og ég vil nú endilega halda þvi fram, að Vikan sé hollari en sigaretturnar. Sömuleiöis má nefna áfengi I þessu sambandi, þar sem einfaldur sjúss á bar kostar meira en eitt eintak af Vik- unni. Svona má auðvitað halda áfram að bera verð Vikunnar saman við ýmsa hluti, þvi að hún hefur sannarlega ekki hækkað meira en margt annaö. Það er bara spurningin um það, i hvað fólk vill eyða sinum peningum, og við hérna á Vikunni reynum eftir bestu getu að láta ykkur lesendur fá eitthvað fyrir þá peninga, sem blaðið kostar. Gefiö nylsamar gjafir Nýsmfði s/f Grensásvegi 50. Auöbrekku 63 Simi 81612. Simi 44600. Megrunar Fæsf í öllum apótekum KEX AAEGRUN ÁN SULTAR SUÐURLANDSBRAUT30 P. O. BOX 5182 REYKJAVlK - ICELAND

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.