Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 39
Hreingerning. Kæri draumráðningaþáttur! Ekki alls f yrir löngu dreymdi mig draum, sem mér þykir ákaflega merkilegur, einkum vegna þess hve skýrt og greinilega ég man eftir honum, yf irleitt man ég lítið eftir draumum mínum. I draumnum fannst mér ég koma inn í herbergið mitt og blöskraði mér, hve mikið drasl var þar. Allt var á rúi og stúi og þykkt ryklag á gólf inu og húsgögn- unum. Ég miklaði mjög f yrir mér að þurfa að taka til þarna, því að mér fannst það hlyti að taka marga klukkutíma. Eigi að síður dreif ég mig af stað fram í eldhús og náði í sóp og fötu með vatni. Svo tók ég til ó- spilltra málanna og verkinu miðaði vel áfram. Þegar ég var um það bil að Ijúka hreingerningunni, fannst mér vera barið að dyrum. Ég lagði frá mér gólfklútinn og fór fram til aðopna. En þar var enginn. Ég hélt mér hefði misheyrst, en um leið og ég tók aft- ur til við gólfþvottinn, var barið aftur og nú sýnu á- kveðnar en áður. Ég rauk fram og hafði fokið svolítið i mig yf ir þessu ati, sem ég þóttist vita, að verið væri að gera í mér. Þegar ég reif upp hurðina, stóð storkur á dyrapallinum og heilsaði hann mér brosandi. Mér varð svolitið hverft við þetta, en áttaði mig strax og bauð storkinum kurteislega til stofu. Draumurinn varð ekki lengri en þetta. Ég vona, að þú getir ráðið þetta f I jótlega, þvi að mér leikur mikil forvitni á að vita, hvað þessi draumur boðar. Með kærri kveðju og þakklæti. Stefán. Draumurinn er allur fyrir ánægju, gleði og ham- ingju. Þú eignast erfingja, áður en langt um líður. Innbrot. Kæri þáttur! Ég er ekki sérlega trúuð á drauma, en þó þykist ég stundum hafa orðið vör við, að mig haf i dreymt fyrir ýmsum atburðum. Fyrir nokkrum nóttum dreymdi mig svo draum, sem hefur valdið mér allmiklum heilabrotum og jafnvel áhyggjum. Ég hef reynt að hrista þetta af mér og hugsa sem svo, að þetta sé tóm vitleysa og ekkert mark sé takandi á draumum. Mér hefur samt ekki tekist að gleyma draumnum og bið þig þess vegna að ráða hann f yrir mig. Dragðu ekkert undan í ráðningunni. Ég vil fyrir alla muni fá að vita allt, sem þú getur ráðið af þessum draumi. Þá er best að byrja að segja f rá draumnum. Ég þóttist ganga eftir verslunargötu i svarta- myrkri, og leiddi ég tvo syni mína, sem eru ellef u og átta ára. Kolniðamyrkur var og engin götuljós, svo að varla sá handa skil. Allt í einu segir yngri drengurinn við mig: — Mamma, við skulum brjóta þennan búðarglugga og stela öllu sælgætinu úr honum. Mér hvarð hverft við þessi orð og þóttist ekki heyra til hans, en hann endurtók þá sömu orðin og togaði í hendina á mér til þess að f á mig til að nema staðar. Ég reyndi þá að telja honum hughvarf og koma honum í skilning um, að við mættum alls ekki brjótast inn. Þá for eldri bróðir hans að tala um það líka, að við skyld- um stela úr búðunum þarna. Mér varð ekki um sel, en eftir svolitið þras, þorði ég ekki annað en láta undan þeim. mig dreymdi Svo gengum við á röðina og brutum rúðurnar í búðagluggunum. Yngri drengurinn gekk á undan og sparkaði í glerið, svo að það fór í mola. Bróðir hans fór næstur og hrifsaði allt verðmætt úr gluggunum og tróð því í gríðarstóra tösku, sem ég hélt á. Þegar við höfðum haldið þessu áfram dágóða stund, kom lög- reglubíll akandi eftir götunni. Billinn nam staðar, og við vorum öll tekin föst. Næst f annst mér við vera f yrir rétti og átti að dæma okkur til að borga allar skemmdirnar og skila aftur þýf inu. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum, því að mér stendur stuggur af honum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna og ráðn- inguna. Ein vantrúuð á drauma. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af merkingu þessa draums, því að hann er fyrir góðu einu, einkum sonum þinum til handa. Þjófnaður er nefnilega eitt hiðbesta, sem unnt er að fremja — idraumi. A SKAUTUM. Kæri draumráðandi! Nýlega dreymdi mig undarlegan draum og þætti mér óumræðilega vænt um, að þú réðir hann fyrir mig. Draumurinn var á þessa leið: Hávetur var, frost og snjór yfir öllu. Ég var ein f.eima og fannst mér eins og mér leiddist ákaf lega að hanga inni, því að úti var mjög gott veður, þó að kalt væri. Ég fór þess vegna niður i geymslu og leitaði þar að skautunum mínum, sem ég notaði mikið, þegar ég var yngri, en eru nú orðnir alltof litlir á mig. Ég fann skautana og gekk með þá út. Ég mátaði þá ekki og datt ekki einu sinni í hug, að þeir væru of litlir, enda kom í Ijós, að þeir voru mér mátulegir, þegar ég setti þá á mig seinna í draumnum. Ég gekk stef nulaust, lengi að mér f annst, og vissi ég ekkert, hvar ég ætti helst að leita að skautasvelli, en á skauta ætlaði ég. Það var komið myrkur, en þó sá ég vel til, því að tunglið var í f yllingu og stjörnubjart. Loks kom ég að stóru vatni, sem var lagt ísi. Ég var hrædd um, að ísinn væri kannski ekki nógu vel heldur, svo að ég gekk mjög varlega út á hann. En það brakaði ekki einu sinni í honum. Ég batt á mig skautana og renndi mér hring eftir hring. Ég skemmti mér óskaplega vel og fannst ég aldrei hafa rennt mér á eins góðu skautasvelli. Lengi vel var ég ein að renna mér þarna, en allt í einu fannst mér vera komið margtfólká svellið. Fæstaf því var þó á skaut- um, en allir horfðu á mig og klöppuðu mér lof I lófa- fyrir hve vel ég renndi mér. Ég vaknaði uppaf draumnum, áður en meira gerð- ist. Með þökk fyrir ráðningu. Ragnhildur. Þú eignast marga nýja og góða vini.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.