Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 20
Gatsl hinn — Jæja, en þú kemur, nauBaði konan og sneri sér að Gatsby. Herra Sioane hvislaði einhverju i eyrað á henni. — Við veröum ekki of sein, ef við leggjum strax af stað, fullyrti konan upphátt. — Ég á engan hest, sagði Gats- by. — Ég var vanur hestum I hernum, en ég hef aldrei keypt mér hest. Ég verö að fylgja ykkur eftir i bilnum. Hafið mig afsakaö- an dálitla stund. Við gengum út á tröppurnar, þar sem Sloane og konan hófu ákafar samræður afsiðis. — Drottinn minn, ég held að maðurinn ætli að koma, sagði Tom. — Gerir hann sér ekki grein fyrir að hún vill ekki hafa hann með. Hún segist vilja hafa hann með. — Þaö er stærðar kvöldverðar- boð heima hjá henni og hann þekkir þar enga einustu sál. Hann yggldi sig. — Gaman þætti mér að vita hvar I fjandanum hann hefur hitt Daisy. Þótt það geti veriö að ég sé gamaldags, er vist um að kvenfólkið flækist vfðar en þvi er hollt þessa dagana. Þær rekast á alls konar kynjafugla. Skyndilega gengu þau herra Sloane og konan niður þrepin og stigu á bak hestum sinum. — Komdu, sagði herra Slqane við Tom, — viö erum að verða of sein og verðum að halda af staö. Hann sneri sér að mér. — Segöu honum að við höfum ekki getað beöiö, ef þú vilt vera svo vænn. — Viö Tom tókumst i hendur en hin kinkuðu aðeins litillega kolli, um leið og þau sprettu úr spori niöur heimreiöina. Þau hurfu að baki trjáþyrpingar i þann mund sem Gatsby kom i ljós i útidyrun- um með hatt á höfði og með léttan frakka I höndunum. Tom stóð augljöslega ekki á sama um að Daisy færi á flakk ein sins liðs, þvi næsta laugardags- -t kvöld birtist hann i fylgd meö henni i boði hjá Gatsby. Ef til vill var það nærvera hans, sem gerði þetta kvöld svo sérkennilega 1 þvingað, — mér er það rikara i minni en öll önnur boð Gatsby þarna um sumarið. Þarna var sama fólkiðkomið eða að minnsta kosti sams konar fólk og vant var, kampavlniö flóöi sem fyrr og þarna var sama marglita og rugl- ingslega örtröðin. En eitthvað ónotalegt lá I loftinu, einhver drungi, sem ég hafði ekki orðiö var við þarna fyrr. Ef til vill var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.