Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 31
Því líknar mér enginn? UNGUR MAÐUR, 24RA ARA, LAMAÐIST NÆR ALGERLEGA i SLYSI FYRIR TVEIMUR OG HALFU ARI. HANN ÞRAIR EKKERT NEMA DAUÐANN, EN ENGINN HJALPAR HONUM AÐ DEYJA. I Bernd Wilckens hefur legiö alger. lega hjálparvana I rdminu I tvö og hálft ár. Hann biður um, aö sér verði gefiö banvænt eitur. BerndWilckensliggur máttlaus i rúminu og segir eina takmark sitt I llfinu vera að deyja. Hann er 24ra ára. Skolleitt og sitt hár hans sýnist dekkra en ella, vegna þess hve fölur hann er, og sama er aö segja um rauðleitt skeggið. Blá og viökvæmnisleg augun fylgja flugi flugunnar, sem sveimar um sjúkrastofuna. Setjist hún á hann, getur hann ekki stuggað við henni. Þessi 1,87 metra hái rafvirki frá Hamborg tjaldaði ásamt vini sin- um við MSlaren vestan við Stokk- hólm þann 25. júli 1972. Hann hugöist taka heljarstökk út i vatn- ið. Vatnið var aðeins 70 senti- metra djúpt, og Wilckens rak höf- uöiö harkalega i sandbotninn. Hann fann ekki til sársauka, en allt i einu létu hvorki handleggir hans né fætur að stjórn. Og höfuð hans var máttlaust i vatninu. Fjórar minútur liðu, áöur en vinur hans sá hann fljóta I vatn- inu og dró hann til lands. Wilck- ens var hættur að anda. Með blástursaðferðinni tókst að blása lifi I hann á nýjan leik. Sjúkrábif- reiö ók honum leifturhratt á slysadeildina i Vasterás. A röntgenmynd kom fram, að þriðji hálsliöurinn var brotinn og sá fimmti og sjötti höfðu færst aftur um fimm millimetra. Þegar Wilckens rankaði við sér, sá hann skurðstofulampa yfir sér. Kringum hann stóð fólk i læknasloppum. Einhver hélt grimu aö vitum hans. Hann gat ekki hrært legg né lið. Læknir sagði honum á þýsku, að hann hefði orðið fyrir slysi. Svo missti Wilckens meövitundina aftur. Afltaugar milli heilans og lik- amans höfðu slitnað við höggið, sem Wilckens fékk i stökkinu og við það hafði hann misst alla stjórn á útlimum sinum. Hann gat ekki hreyft sig og likami hans var næstum tilfinningalaus. A sjúkra- húsinu i Uppsölum var kveðinn upp sá úrskuröur, að ekki væri unnt aö lækna Wilckens. Engin aðferö til þess að græöa saman taugavefi er kunn enn sem komið er. Ekkert rúm fyrir hann i Ham- borg. Mjög algengt er, að sjúklingar, sem ekki eiga sér neinnar lækn- ingar von, liði eölilegan og likn- andi dauöa. Aígengt ér, að lungnabólga rlði slikum sjúkling- um að fullu, þvi að máttfarinn lik- aminn stenst ekki slikan sjúk- dóm. Og lungu Wilckens voru engin undantekning. Vinstri lungnablöðkurnar féllu saman, og öndunarfærin hótuðu að hætta starfsemi sinni. En læknarnir blésu vanmátta lungað upp og sprautuðu Wilckens með pensil- lini. Wilckens — lifandi höfuð á liflausum likama — lifði af. Foreldrar Wilckens vildu fá son sinn fluttan til Hamborgar, svo að hann væri nær þeim. En ekkert sjúkrahús I nágrenni Hamborgar gat tekið á móti sjúklingnum.Eftir tlu vikur sá rauði krossinn i Bæj- aralandi loks um, að flogið var með Wilckens á sjúkrahús i Bay- reuth. Þar fékk hann að vita, að honum myndi aldrei batna. Ekki urðu læknarnir til þess aö segja honum það, heldur ekki foreldrar hans. Nei, til þess að fá að heyra sannleikann, lagði hann hart aö hjúkrunarmanni á sjúkrahúsinu, sem fékk ekki af sér að leyna hann sannleikanum. Þær litlu vonir, sem Wilckens hafði gert sér am bata, uröu að engu. Og hann spurði sjálfan sig: „Til hvers var ég vakinn til lifsins að nýju?” Hann þjáist ekki aöeins likam- lega vegna þess að hann getur ekki breyft sig. Honum finnst -verst að vera ósjálfbjarga eins og reifabarn. Hann blygöast sin ó- bærilega i hvert sinn, sem hjúkr- unarfólkið tekur lokvöðvann frá til þess að „tæma þarma hans”. Svo illa kemur þetta viö hann, að blóðþrýstingur hans hækkar, svo að honum liggur við slagi. Þvagrásin hefur lika valdiö honum miklum óþægindum. Nýr- un hafa ekki starfað eðlilega, steinar hafa myndast i þvag- blöðrunni, og þá hefur nokkrum sinnum orðið að fjarlægja með skurðaðgerö. En nýir steinar taka þegar að myndast aftur. 1 árslok 1972 var Wilckens flutt- ur á sjúkrahús I Coppenbrugge, en þó voru enn 250 kilómetrar milli hans og heimilis foreldra hans og systkina. Vegna mátt- leysis getur Wilckens ekki setið i Þessi mynd var tekin af Bernd Wilckens 'áriö 1971, ungum og heilbrigðum manni, sem naut Ilfsins. hjólastól, heldur veröur ætið að liggja I rúminu. Axlavöðvar hans hafa rýrnað mjög. Hann hefur vinstri handlegginn stööugt reif- aöan til þess að sjá ekki, hvernig höndin herpist og kreppist ósjálf- rátt. Hægri hendinni getur hann lyft fáeina sentimetra og það nægir til þess, að hann getur þrýst á rafmagnsbjöllu, þegar hann þarf á aðstoð að halda. Ungi maðurinn hefur hugsaö gaumgæfilega um aðstöðu sina undanfarin tvö ár. Hann lét sér koma til hugar að fá tvo til þrjá lamaða menn I félag við sig og stof na með þeim eins konar heim- ili, þar sem þeir nytu aðstoöar eins til tveggja hjúkrunarmanna. En hann komst að raun um, að hann væri of illa farinn til sliks. Bernd Wilckens veit ekki hve lengi, hve marga mánuði eða ár, hann veröur að liggja máttvana á sjúkrahúsi. Hann komst að þeirri niður- stöðu, aö lengra lif, væri sjálfs- pynding. Hann baö þvi um að verða deyddur. Og þegar honum var ráðið frá þvi, hrópaði hann: „Hvers vegna i ósköpunum viljiö þið þvinga mig til að lifa áfram?” Wilckens notar hvert tækifæri til þess aö koma þeirri skoöun sinni á framfæri, að hver sá, sem dæmdur er til þess að lifa viö ör- kuml, eigi rétt á að láta deyöa sig: „Hjálparvana fólk, sem vill ekki lifa lengur, á heimtingu á skjótum og liknandi dauöa”. Þessari bón er mjög sjaldan orðið við, og sé orðiö við henni, er það gert I leynum. Fremji læknir slikt „liknarmorð” getur hann þýskum lögum samkvæmt, átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Og mikill meirihluti lækna álit- ur sig bundinn af læknaeiönum: „Ég mun aldrei gefa sjúklingi banvænt lyf, þótt hann biðji um það, né ráða sjúklingi til að taka banvænt lyf”. Læknisfræðivisindi nútimans hafa tekið örum framförum. Heil- brigð liffæri eru grædd I fólk I staö sjúkra liffæra, hjörtu taka aö slá á nýjan leik og lungu að anda. Slikur er sigur læknavisindanna. En stundum kemur fyrir, að lifi er haldiö I fólki, sem helst af öllu vill deyja. Þegar Wilckens gat ekki fengið neinn lækni til þess að binda endi á ömurlegt hlutskipti sitt, fór hann aö velta þvi fyrir sér, hvern- ig hann gæti séð fyrir sér sjálfur. Þær þenkingar urðu til þess, að honum varð enn ljósara en áður, hve hjálparvana og bjargarlaus hann var: „I fyrstu hugsaði ég með mér, að úr þvi ég gæti ekki hlaupið, yrði ég aö skjóta kúlu I gegnum höfuö mitt. En svo varð mér ljóst, aö ég gat.ekki hleypt af skoti. Hvað gat ég þá gert? Hvað?” Móðir hans vildi deyða hann — og sjálfa sig lika. Uggurinn, sem þaö veldur Wilckens aö eiga yfir höföi sér endalaus máttleysisár, er svo 2.TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.