Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 32
mikill, að margar nætur sofnar hann ekki dúr, þrátt fyrir stóra skammta af róandi lyfjum. „Þá leggst þetta svo þungt á mig. Get- ið þiö fmyndað ykkur, hvernig til- finning það er að vera sér þess meövitandi.að vera að missa vit- iö? Þegar þessi tilfinning grfpur mig, æpi ég. Og ef enginn hjálpaöi mér, enginn gæfi mér róandi lyf, væri ég búinn að vera eftir 36 stundir”. 1 april 1973 baö Wilckens móður sfna aö gefa sér eitur. Hann spurði hana, hvort það væri ekki skylda hennar aö fria sig frá kvöl- unum og hugarstrfðinu. Elfriede Wilckens kunni ekkert svar við bón sonar sins. En bóninni gleym- ir hún ekki. ,,Ég talaði um þetta við systkini hans og ákvað, að bæði hann mig þessa aftur, yrði ég við bóninni. Hann yrði að fá eitthvaö, sem hrifi strax. Og ég lika”. Wilckens hefur ekki fært þetta I tal við móður sina aftur, þvi að hann vill ekki leggja það á hana. En hann ræðir löngum um mögu- leikana á að deyða sig við Man- fred bróöur sinn, sem er nokkrum árum eldri en Bernd. Einu sinni lagði hann til, að einhver i fjöl- skyldunni eitraði kex handa sér, helst með biásýru, setti það síöan aftur I umbúöirnar og færði sér það á sjúkrahúsiö. Þannig væri fjölskyldan laus allrar ábyrgðar á yfirborðinu. Eitt sinn þóttist Wilckens hafa fengiö enn betri hugmynd. Hann ætlaöi að láta frysta sig, uns læknavisindin heföu náð þeim ár- angri að geta læknað meiðsli eins og hann hafði orðiö fyrir. En þetta ráð brást einnig. Enginn fæst til þess aö frysta mann, fyrr en hann er dáinn. í ársbyrjun 1974 kom sjúklingur í hitt rúmið á sjúkrastofunni, sem Wilckens liggur á. Það var liðlega fertugur maöur, sem haföi lam- ast upp- að mitti. Samveran var þeim báðum léttir, einkum þó Wilckens, sem naut mikillar að- stoðar stofufélaga sfns. Þeir létu færa rúmin sin saman og nú gat Wilckens reykt, hvenær sem hann langaði. Stofufélagi hans kveikti i sigarettunni fyrir hann, stakk henni milli vara hans og tók hana aftur, þegar glóðin var komin i- skyggilega nærri vörunum. Löng- um stundum töluðu þeir saman um dauðann. Stofufélagi Wilck- ens vildi helst deyja, þvi að hann þjáöist stöðugt af kvölum. Þeir ákváðu að deyja saman og gerðu misheppnaða tilraun til aö sprauta lofti i æðar sér. Seinna hengdi stofufélagi hans sig i snúr- unni á leslampanum. Það voru einnig samantekin ráð þeirra, en hann hafði ekki afl til þess að hjálpa Wilckens I dauðann meö þeim hætti. Eftir sjálfsmorð þessa stofufé- laga, hefur Wilckens fengið fjöld- ann allan af heimsóknum lam- aöra sjúklinga, sem eru i hjóla- stólum. Og umræðuefniö er ætið hið sama: Dauðinn. Wilckens segir svo frá: „Flestir þeirra vilja fá að vita, hvernig hægt er að búa til nothæfa snöru úr lampasnúru.... Oft tölum við um, hve dásamlegt það væri, ef ein- hver gengi um sjúkrahúsið á nótt- unni og gæfi þeim, sem vildu, dauðasprautu”. Hann getur ekkert hreyft nema höfuðið. Hann og stofufélagi hans reyndu að sjá fyrir sér, en mis- tókst. Nokkru seinna tókst þess- um stofufélaga hans og vini að fremja sjálfsmorð — fyrir augun- um á Bernd. Maöur i hjólastól bauöst til þess að verða Wilckens úti um slika sprautu — fyrir 30.000 mörk (þvi sem næst 1350 þúsund krónur). Wilckens hafnaöi boðinu. Sé reynt að vekja einhverja lifslöngun hjá Wilckens, bregst hann reiður við. Hann kveöst hafa lifaö I 22 ár — þangað til hann slasaðist. Hann hafði unun af starfi sinu — það getur hann aldrei stundaö framar. Konur verða honum ekki lengur til yndis — vekja aðeins angur. „Til er fólk, sem getur lifaö við þetta, en ekki ég. Ég get það ekki!” Læknarnir i VasterSs, Bayre- uth og Coppenbríigge hafa haldið lifinu I Bernd Wilckens i tvö og hálft ár, en þeim hefur ekki tekist að vekja lifslöngun hjá honum. „Ég vil fá aö deyja. Það, sem ég geng i gegnum hér á einni viku, sársaukinn og hugarstriðiö, er jafnmikjð og venjulegt fólk þarf að striða við alla ævina. Ég vil ekki lifa lengur”. Hver ber ábyrgðina á þvi, að hann er þvingaður til aö lifa viö örkuml? Fleyg eru orð tékkneska rithöf- undarins Franz Kafka, þegar hann var orðinn berklaveikur og mjög þjáöur af veikinni: „Lækn- ir, deyöiö þér mig, ella þér myrö- ið mig”. ' '„V,o, „ P1& O & 0 * 9 * 'tgPcpAo* > * 32 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.