Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 19
Ertu djörf (djarfur) 9 Hvemig gest þér að frjálslyndi tiðarand- ans, frjálsu kynlifi, nektarnýlendum og þvi um liku? Ertu kannski gamaldags og trúir á eilifa ást? Svarið við þessum spurningum færðu með þvi að gera þessa sjálfskönnun! 1. Þér er boðið I harla óvenjulegt samkvæmi, gestgjafinn gefur ýmislegt I skyn um, hvað þar muni fara fram, en segir ekkert hreint út. a) Verðurðu spennt(ur)? b) Þigguröu boðið, en hefur þig á brott, ef þér finnst alls velsæmis sé ekki gætt? c) Hafnarðu boöinu? 2. Hvaða gæludýr veluröu þér? a) Mjög stóran hund? b) Litinn kettling? c) Hvorugt? 3. Þegar þú heyrir tviræða sögu, a) feröu hjá þér? b) skemmtirðu þér (ef sagan er skemmtileg)? c) æsistu upp? 4. Hvað álitur þú þýðingarmest I hjónabandi: a) Ast? b) öryggi? c) Kynlif? 5. Hvern þessara lita velurðu þér: a) Grænan? b) Rauðan? c) Hvitan? 6. Hefurðu trú á þvi, að karl og kona geti verið „bara góðir vinir”? a) Já. b) Nei. c) Ekki viss. 7. Hvernig viltu helst sofa: a) Nakin(n)? b) í náttkjól eða slopp? c) 1 náttfötum? 8. Þú hittir aðlaðandi. ókunna(n) stúlku (mann) I samkvæmi og hún (hann) stingur upp á þvi að þið sofið saman um nóttina. a) Veröurðu hrifin(n) og sam- þykkir þaö samstundis? b) Upprifin(n), en hafnar hug- myndinni? c) Reið(ur) og móðguð(aöur)? 9. Þú veröur ástfangin(n) af kvænt- um manni (giftri konu), sem vill ekki skilja við maka sinn. a) Helduröu sambandinu viö hann (hana) óbreyttu? b) Heldurðu áfram aö hitta hann (hana), en hættir að sofa hjá hon- um (henni)? c) Slituröu sambandi ykkar fyrir fullt og allt? 10. Hvaða augum lltur þú á kynlif utan hjónabands: a) Sem saklausa skemmtun? b) Allt aö þvi glæp? c) Öviss? 11. Hvaö finnst þér um hiröuleysis- legan klæðnað: a) Finnst þér sjálfsagt að klæö- ast hiröuleysislega? b) Finnst þér sjálfsagt að vanda til klæðaburðar þins? c) Stendur þér á sama hvernig þú klæðist? 12. Hefurðu einhvern tima synt nakin(n) með öðru fólki? a) Já. b) Nei, en mig langar til þess. c) Nei, og ég kæri mig ekki um þaö. Stigatafla. 1 a5, b3, cl, 2 a5, bl, c3, 3 al, b3, c5, 4 al, b3, c5, 5 a3, b5, cl, 6 al, b5, C3, 7 a5, b3, cl, 8 a5, b3, cl, 9 a5, b3, cl, 10 a5, bl c3, 11 a5, bl, c3, 12 a5, b3, cl. Hafiröu fengiö meira en 45 stig: Flestir lita upp, þegar þú birtist hirðuleysislega til fara og sumum veröur hverft viö að sjá þig. Þú kannt vel við frjálslyndi tiðarand- ans, trúir á frjálst kynlif og hafn- ar hjónabandinu algerlega sem úreltu fyrirbæri. Hafirðu fengið frá 29—44 stig: Þú veist, hvenær svolitil dirfska á Við og gætir þess að velja ætið rétt augnablik til að skvetta úr klauf- unum. Þú télst sjálfsagt ekki sér- lega frjálslynd(ur), en átt samt betur heima i frjálslyndu and-' rúmslofti. nútimans en þröng- skoröuöu kredduvenjum fyrri tima. Þú trúir á hjónabandið og lætur kynlif eiga sig, nema ást sé aö baki þess. Hafiröu fengið 28 stig eða færri: Þú ert langt frá þvl aö vera djörf (djarfur). Þú allt að þvi hræðist frjálslyndi nútímans og hafnar þvi algerlega. Ast er þér mikil- vægari en kynllf, og þú trúir á rómantiska ást og ævarandi hjónabandshamingju. Og hver er kominn til með að segja, að það sé rangt af þér? 2.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.