Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 23
Tom og segöi viö hann: „big hef ég aldrei elskaö”. Þegar hún meö þeim oröum hefði slegið striki yfir heil fjögur ár, áttu þau aö geta snúiö sér aö framkvæmda- atriöum málsins. Eitt þeirra var aö eftir að hún væri laus, skyldu þau halda til Louisville og halda brúökaup sitt á heimili hennar, likt og verða átti fyrir fimm ár- um. — En hún skilur ekkert, sagöi hann. — Hún var vön að geta skil- iö. Viö gátum setið klukkustund- um saman..... Hann þagnaði og tók að ganga fram og aftur á garöstig, þar sem ægöi saman ávaxtahýöi og föln- uðum blómum. — Ég mundi ekki fara fram á of mikið af henni, áræddi ég að segja. — Fortiðina eignastu ekki aftur. — Eignast ég ekki fortiöina aft- ur? hrópaöi hann vantrúaður. — Auðvitað er það hægt! Hann litaðist um, æðislegur á svip, likt og hann ætti von á aö íortiöin væri aö læðast um i skugganum af húsi hans, rétt ut- an seilingar. — Eg ætla að koma öllu i það horl, sem það áður var í, sagöi hann og kinkaði einbeittur kolli. — Það skal hún fá að sjá. Hann lét gamminn geisa um fortiðina og mér heyrðist helzt að hann langaði til að koma ein- hverju i samt horf, kannske ein- hverri hugmynd um sig sjálfan, eins og hann var, áður en hann varö ástfanginn af Daisy. Lff hans hafði verið tóm ringulreiö og óvissa upp frá þeim dögum. En ef hann gæti nú snúið aftur og náö til sama upphafs og hafið ferðina á ný, hægt og athugandi, þá skyldi hann komast að raun um hvað af- laga fór.... ....Haustkvöld eitt fyrir fimm árum höföu þau gengið niður götu eina.Tre'n voru að fella laufið.Þau komu á stað, þar sem engin tré voru og gangstéttirnar hvitar i tunglsljósinu. Þau námu staðar og sneru sér hvort að öðru. Kvöld- ið var svalt og þrungið þeim dul- arfulla spenningi, sem fylgir vori og hausti. Skima frá gluggum húsanna barst út í myrkrið og uppi á himninum sindruöu stjörn- urnar. Út undan sér sá Gatsby hvar steinarnir i gangstéttinni mynduðu stiga, sem lágu upp að einhverjum leyndum stað ofar_ trjánum, — hann gat gengið upp' stigann, ef hann væri reiðubúinn að ganga einn sins liðs, og þegar hann kæmi á hinn leynda staö, vissi hann,að honum mundi veit- ast aö bergja af brjósti jarðar, teygja sjálfan lifdrykk undranna. Hjarta hans sló æ hraðar og hann fann hvitt andlit Daisy nálg- ast sitt eigið. Hann vissi að um leiö og hann kyssti hana og gæfi leynda drauma sina að eillfu á vald hverfuileika anda hennar, mundi sál hans ekki lengur verða létt sem guösins. Þess vegna beið hann, hlustaöi andartaki lengur á óm af ósynilegri tónkvisl, sem hlaut að hafa verið slegiö i st jörnu þarna uppi á himninum. Svo kyssti hann hana, og við snert- ingu vara hans varð hún blómið, sem breiddi mót honum fegurð sina og gerði drauma hans að veruleika. Að baki alls, sem hann talaði um, jafnvel að baki hinnar ótta- legu viðkvæmnistölu hans, þótti mér ég verða var við eitthvað, sem mér var sjálfum ekki ókunn- ugt, — það var likt og að heyra kunnuglegan taktslátt, sem maöur þó fær ekki fylgzt með, eða part af gleymduorði. Eitt and- artak fann ég mig ætla að segja eitthvað og varirnar bærðust likt og hjá mállausum manni, — það var eins og þær vildu leitast við að koma einhverju meiru út úr mér en lofti. En það kom ekkert hljóð og þetta,sem ég var næstum bú- inn að muna, var týnt um allan aldur. VII.KAFLI. bað var einmitt þegar forvitni manna um Gatsby var sem mest, að svo vildi til eitt laugardags- kvöld að ljós voru ekki kveikt i húsi hans, — ævintýraferli hans var lokið og það á jafn dularfullan hátt og hann hafði hafizt. Ég geröi mér þetta ljóst smám saman, þegar ég sá bifreiðar aka heim að húsinu, eins og i von um eitt- hvað og aka snúðuglega á brauf, eftir andartaks bið. Mér datt i hug að hann kynni að vera veikur og fór yfir til að vita vissu mina. Eg hitti þar fyrir nýjan þjón, ill- úðlegan álitum, sem leit tor- trygginn á mig úr gættinni. — Er herra Gatsby veikur? — Nei. Hann þagnaði við og bætti við „herra minn'’, hægt og önuglega. — Ég hafði ekki séð hann svo lengi og hélt að kannske væri eitt- hvað að. Segið honum að herra Carraway hafi komið. — Hver? spurði þjónninn hranalega. — Carraway. — Carraway.Alltilagi. Ég skal segja honum það. Hann skellti aftur hurðinni. Sú finnska hafði tilkynnt mér,að Gatsby hefði sagt upp öllum þjón- um sinum fyrir viku og ráðið sex aðra i staðinn, menn,sem aldrei fóru til að verzla i, þorpinu aö Vestra-Eggi I þvi skyni að láta múta sér af búðarþjónunum, en pöntuðu birgðirnar þess I stað með simtali. Sendill kaupmanns- ins hafði skýrt frá að eldhúsið liti út eins og svlnastia og að það væri almenn skoðun manna I þorpinu, að nýja starfsfólkið væri alls ekki þjónar. Daginn eftír hringdi Gatsby til min. — Ætlarðu að fara að flytja? spurði ég. — Nei, laxi. — Mér er sagt að þú hafir rekið alla þjónana. — Ég vildi fá fólk, sem ekki bæri úr kviksögur. Daisy kemur nefnilega nokkuöoft, — á kvöldin. Þannig hafði þá öll spilaborgin hrunið saman, af þvi einu að Daisy gazt ekki að henni. —Þetta er fólk, sem Wolf- shiem langaði að gera eitthvað fyrir. Þau eru öll bræður og syst- ur, — áöur ráku þau litið hótel. Ég skil. Framhald I næsta blaði 2. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.