Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 26
Smásaga éftir Gillian Hndall. Sögulokin Hve miklar breytingar getur kvölin gert á kunnuglegri og elskaðri ásjónu — svo miklar, að hún verði nær óþekkjanleg, jafnvel þeim, sem heitast unna henni? „Hvaö gengur aö henni?” spuröi Geoffrey, þar sem hann stóö I forstofunni. Hann var klæddur fötunum, sem hann var jafnan i viö málflutning og hélt á kvöldblaöinu samanvöföu i ann- arri hendi. Hann var þreytulegur, allt aö þvi örmagna. Yfirbragö’ hans allt var þess manns, sem þráir þaö eitt aö hvila sig i stóln- um sinum og lesa blaöiö sitt i ein- rúmi. Hann sagöi: ,,Ég skal lita upp til hennar. A ég ekki aö gera þaö?” Mest allt siödegiö haföi hún beöiö hans, rétt eins og hann kæmi meö einhvern bata, en nú kenndi hún i brjósti um hann. „Ó, ekkert liggur á. Hvildu þig fyrst. Hún svaf svolitiö eftir hádegiö. Ég held hún sofni ekki nærri strax aftur”. Hann reyndi ekki aö leyna þvi, aö honum létti. „Allt i lagi, elsk- an. Segöu henni ég komi upp og kyssi hana góöa nótt eftir ná- kvæmlega tuttugu minútur ....... Ætli hún — ég á viö, vilt þú, aö ég lesi fyrir hana þá?” „Ég hugsa henni sé sama, þótt þú gerir þaö ekki. Ég er búin aö lesa fyrir hana af og til allan seinnipartinn”. „Fint er. Hvaö er annars aö henni?” „Ég — ég held þaö sé einhvers konar kverkaskltur. Þaö sagöi Smith, þegar hann skoöaöi hana i morgun. Kverkaskitur”. Smith heimilislæknir þeirra sagöi alltaf eitthvaö á þá leiö — kverkaskitur — kvefpest — vaxtarverkir — umgangspest. Ekkert, sem valdiö gat áhyggj- um. Ekkert, sem benti til alvar- legs sjúkdóms. „Einmitt. Ég skil. Jæja, ég lít til hennar rétt bráöum”. Hann hraöaöi sér fram i stofuna i tvilyftu húsinu þeirra og lokaöi á eftir sér. Hún sneri viö upp, þang- aö sem svefnherbergin voru, og fór aftur inn til Janes. Stúlkan lá 1 bendu af púöum i myndskreyttu rúminu og virtist ekki geta haldiö þeim kyrrum viö bakiö. Skær og gljáandi augun og roöinn i kinn- unum fengu henni hressilegt ýfir- bragö heilbrigös barns. Þó minnti hún fremur á gleymt leikfang, sökum þess hve ullartreflinum var vafiö hiröuleysislega um háls hennar. Hún var hás og vansæl. „Mig langaöi aö sjá pabba. En ég gat ekki kallaö á þig”. „Aumingja pabbi þinn er svo þreytulegur. Liklega hefur hann veriö I réttinum I allan dag. Hann litur inn til þfn, þegar hann er bú- inn aö hvlla sig... Viltu ekki fá aö boröa, meöan þú blöur?” Jane klemmdi saman þurrar varirnar og hristi höfuöiö. Allt látæöi hennar bar þess órækan vott, aö hún gat ekki imyndaö sér svengd þessa stundina. Sheilu móöur hennar varö hugsaö til kvöldanna, þegar hún hámaöi 1 sig samlokur meö hnetusmjöri framan viö sjónvarpiö I eldhúsinu og sat sig ekki úr færi aö ljúka viö allar matarleifar. Sheila vissi ekki, hvaö hún átti aö leggja til næst. Gegn betri vitund heyröi hún sjálfa sig halda áfram i móöur- legum tóni: „Viltu ekki mjólkur- graut? Eöa mjólkurglas?” Jane hristi höfuöiö enn ákveön- ari en áöur og bylti sér I rúminu. Nokkrir mixtúrudropar höföu slest framan á rósóttan náttkjól- inn hennar. Hún haföi haröneitaö aö fara i bómullarnáttkjól og ullarskyrtu, sagt sér yröi þá allt of heitt, svo aö Sheila haföi kynt eins og hægt var og kenndi þyngsla 1 höföinu. Sheila vissi ofurvel, aö heimskulegt er aö spyrja lasiö fólk spurninga því aö þeir kunna þvi betur aö hlusta. Hún reyndi þvi aö vera hress I máli og sagöi: „Heyröu, elskan! Faröu nú fram úr, skrepptu á klóiö og þvoöu þér I framan og um hendur. Þaö örvar lystina. Ég skal búa um þig og taka til á meöan. Þá fer betur um þig á eftir. Jane reis upp úr þvældum rúmfötunum meö semingi og gekk fram I baöherbergiö, sem var inn af herberginu hennar. A þeim var eins veggfóöur. Húsiö haföi veriö gert upp, áöur en þau keyptu þaö — innréttuö tvö baö- herbergi og sturtuklefi, og her- bergiö meö minna baöinu inn af hentaöi greinilega Jane betur. Sheila var ekki alls kostar sátt viö þaö. Yrði Jane ekki of einræn — of hlédræg og ófær um aö „nálgast aðra” eins og sagt er vera svo mikilvægt ungu fólki núna? Og kynni þessi iburður ekki aö valda þvi, aö hún fengi illan bifur á eignum foreldra sinna og yröi uppreisnargjör n? En þau gátu tæpast hrint frá sér viktoriönsk- um lifnaöarháttum sinum, hitaö sér pylsur á gamalli eldunarplötu og látiö Jane nægja hrisgrjóna- velling á dagheimili — svoleiöis nokkuö gengur ekki og er hreint ekki eftirsóknarvert. Þó gat Sheila ekki aö sér gert aö hugsa, aö kannski væri hún einfaldlega aö réttlæta letilif sitt fyrir sjálfri sér meö þvi aö . . . Aö minnsta kosti vildi Geoffrey engu breyta, þegar hún hóf máls á þessu viö hann. Hann vildi ekki heyra neitt annaö en Jane fengi þetta herbergi, sem greinilega hentaöi henni best, annaö væri hreinn fiflaháttur. Þvi aö velta vöngum yfir sliku . . . „En Geoffrey, ef hún ætti syst- kin væri ekki endilega sjálfsagt, aö hún heföi sérherbergi . . .” „Kannski ekki. En úr þvi aö hún á engin systkin, kemur þaö ekki málinu viö”. En Geoffrey kæröi sig heldur ekki um annaö barn eins og hún. Einbirnisáhyggjurnar voru henn- ar einar. Þegar Jane kom aftur, haföi móöir hennar búiö þægilega um hana. Hún sýndist fegin aö skriöa upp i aftur. Sheila sá, aö hún skalf, þó aö heitt væri i herberg- inu. „Best aö mæla þig aftur, bara til aö vita, hvort þér er ekki ab skána”. Meban Jane lá meö hitamælinn undir tungunni, varö Sheilu hugs- aö til morgundagsins og dagsins þar á eftir. „Ég vona, aö þú veröir- betri á morgun. Ég þarf endilega aö komast á nefndar- fundinn siödegjs. Kannski ég hringi til ömmu þinnar og spyrji hana, hvort hún geti veriö hjá þér á meöan”. Sheilu til furöu sé hún augu Jane fyllast tárum, sem runnu svo niður kinnar hennar. Yfirleitt var hún mjög hrifin af ömmu sinni, Hún setti upp skeifu, og hitamælirinn féll ofan á sængina. „Ekki ömmu,” sagöi hún og var farin aö skæla. „Ekki fara neitt, mamma!” „Svona nú, væna min”. Sheila greip mælinn I flýti og ætlaöi aö stinga honum aftur upp i stúlk- una, þegar henni varö eins og ósjálfrátt litiö á stigakvarðann. 41 stig. Hún haföi ekki veriö meö nema rúm 39 stig, þegar Smith mældi hana. En’lfkamshitinn er venjulega nokkuö hærri á kvöld- in, er þaö ekki? Hún hristi mælinn niöur eins og hún ætlaði aö hrekja brott niöurstöður hans og setti hann svo i hulstriö. „Viö skulum sjá til”, sagöi hún kviðin. „ömmu þætti leiðinlegt aö vita, aö þú vilt ekki hafa hana hjá þér — þú veist, hvaö henni þykir gaman aö sjá þig. En ég fer ekki á fundinn, nema þú veröir oröin betri. Ég býst við, aö þú veröir betri á morgun”. Hún tók vasa- klút og snýtti Jane og batt trefil- inn þéttar um háls hennar. „Viltu ekki, aö ég lesi svolltinn kafla úr Trixie fyrir þig, þangab til pabbi þinn kemur?” Hún bauðst til aö lesa fyrir hana sjálfkrafa eins og þaö væri flestra meina bót. Jane þótti óendanlega gaman aö láta lesa fyrir sig. Saman höföu þær notiö bóka. sern voru of flóknar og full- oröinslegar, til þess Jane gæti lesiö þær sjálf. Sheila haföi eign- ast Trixie, þegar hún var barn, og henni þótti notalegt aö sjá Jane hrffast af bókinni á sama hátt og hún haföi gert. Samt komst hún ekki hjá aö koma auga á þaö nú, aö undir niöri i bókinni örlaöi á hræsni i ætt viö fúkkalyktina af gömlum blööum hennar. Þvi haföi hún enga athygli veitt, þeg- ar hún var barn. Trixie var lltil stúlka, aölaö- andi, en svolitiö baldin, dóttir ekkils, sem var sveitaprestur. Mestur hluti bókarinnar greindi frá heimsókn Trixie til frænkna sinna I London. Meö þeim fór hún á Sohoþasarinn, valdi sér japanska brúöu (andlit hennar skolaöist af i þvotti), varö sér úti um sundföt og veifaði þeim framan i vegfarendur (fyrir það var henni refsaö meö vatni og brauði), eggjaöi jafnaldra frænd- ur sina tii aö bjóöa sér I ökuferð i leyfisleysi . . . Sheila haföi engum þessara atburöa gleymt, þótt tuttugu ár væru liöin síöan hún las um Trixie, og henni þótti gaman aö rifja þá upp. En ööru haföi hún gleymt og þótti ekki eins gaman að rifja það upp, þaö voru inn- skotskaflar höfundar siöferöis- og endurgjaldshugmyndir hans. Einkum þótti henni óviöfeldið, hvernig Trixie var hýdd fyrir aö fela sig i skrifstofu frænda slns, henni þótti næstum gæta losta i frásögninni. Hana langaöi hálf- vegis aö hætta lestrinum, en Jane vildi ekki fyrir nokkurn mun leyfa henni þaö. Sennilega geröi þetta ekkert til, hugsaöi hún. Jane haföi ákveöna skoöun á þvi, sem hún kallaöi „viktorianskan tiöaranda”. Hug- takiö var barninu tamt úr bókum og einnig fyrir þá sök, aö Geoffrey átti dýrmætt safn nitjándu aldar listmuna og skart- gripa. Hann haföi fariö aö safna þeim fyrir löngu, enn ungur maö- ur, áöur en viktorianskur still komst aftur i tlsku. Mestan hluta safnsins — aö undanskildum fáein- um stórum munum og skartgrip- um, sem Sheila notaöi — geymdi hann i sérsmiöuöum skáp bak viö fataskápinn I klæöaherberginu, og stundum fékk Jane aö skoöa þaö. Sheila kinkaöi kolli og hagræddi sér tilaöhlusta. En hún skalf svo- litiö enn, og eftir nokkrar máls- greinar, hvislaöi hún fram i lest- urinn: „Mamma”? „Já, hvaö er þaö? Þaö heyrist næstum ekki i þér”? „Ég held mig langi ekki aö hlusta núna. Mér er illt I höfö- inu”. „Ó, fyrirgeföu, elskan! Ég heföi átt aö geta sagt mér þaö sjálf”. Hún lagöi bókina frá sér og 26 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.