Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 36

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 36
<hann stór vöruhús við höfnina, þar sem vörurnar voru geymdar, milli þess sem þær voru fluttar fram og aftur um vatnið, til Sacketts Harbour og Oswego, á bandarisku ströndinni. Hann hafði mikil viöskipti viö indiána i Efra-Kanada og fór oft langar leiðir sjálfur, til að hafa persónu- legt samband við þá. Honum fannst það öruggara, en að senda aðra I sinn stað. Hann sagði henni lika frá skjól- stæðingi sinum. — Hin fransk- kanadiska móðir hennar dó, þeg- ar hún fæddist og faðir hennar, sem var frændi minn, fórst af slysförum, hann datt af hestbaki, þegar telpan var tólf ára. Það var fyrir fimm árum og ég haföi aldrei séð þessa frænku mina. En þar sem ég var eini ætt- inginn, sem hún átti á lifi, féll það mér I skaut að verða verndari og fjárhaldsmaður hennar. Ég var ekki mjög hrifin af þvi hlutverki. Þar sem Lucy var dekurbarn og mikil óhemja varö ég að senda hana i heimavistarskóla. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi frá skólanum, hefur hún ekki breyst neitt til batnaðar. Ég held að það hafi verið erfitt að hafa hana i skólanum og það hefur verið óskað eftir þvi, að ég taki hana þaöan. — Farið þér aldrei i heimsókn til hennar? spurði Sara og fann innilega til með stúlkunni, sem var illa séð, bæði i skólanum og lika hjá þessum eina ættingja. Hann kinkaði kolli. — Jú, ég heimsæki hana. Kingston er nú ekki svo langt i burtu. En stelpan er mesta daðurdrós og lætur sig ekki einu sinni muna um aö daðra við mig. Hann ýtti nú stólnum sin- um frá borðinu, leit á gullúríð sitt, áður en hann gekk til hennar og rétti henni höndina. — Það er nógur timi þangað til við verðum að fara, sagði hann. — Við skulum sitja á veröndinni á meðan. Nú vissi hún, að hann ætlaði að leggja fyrir hana skilyrðin fyrir þvi, að hún fengi hjáhonum dval- arstað með börnin. Henni liafði liðiö hálf illa, meðan hún beið eft- irþessaristund. Hún var viss um, að þessi skilyrði ættu eftir að verða erfið, og þá datt henni helst i hug, að hann myndi stinga upp á þvi, að börnin yrðu send á munaö- arleysingjaheimili og þar sem hann var svona valdamikill i þessum bæ, yrði það auðvelt fyrir hann, að láta yfirvöldin skerast i leikinn. Ef hann kæmi með slika uppá- stungu, yrði hún að gera allt sem i hennar valdi stæði, til að fá hann ofan af þvi. Þaö yröi sennilega ekki auðvelt. Hann hafði ekki ver- ið lengi að þvi, að losa sig við skjólstæðing sinn. Það var þvi mjög sennilegt, að hann vildi ekki hafa tvo munaðarleysingja á heimilinu til að trufla sig. Hún breiddi úr kjólnum, þegar hún settist i stóra tágastólinn á veröndinni. Hann settist ekki við hlið hennar, en hallaði sér upp að súlu og reykti vindil i makindum. Það glitraði á stóran rúbinhring á fingri hans. Hún fann hvernig hann virti hana fyrir sér, en hún reyndi að láta ekki bera á þvi, hve RAFGEYMAR Öruggasti FRAMLEIÐSLA ÖO , RAFGEYMIRINN á markaðnum FRAMLEIÐSLA PÓLAR H.F :::::: Fást í öllum kaupfélögum og bifreiðavöruverzlunum NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA ii taugaóstyrk hún var, og horföi yfir mánabjartan garðinn. Hann rauf þögnina að lokum. — Þér eruð mjög fögur kona, sagði hann, eins og hann væri að tala um einhverja vörutegund. Hún lét sem hún heyrði ekki gullhamrana. — Þér sögðuð að það væru ákveöin skilyrði fyrir þvi að ég gæti dvalið hér, sagði hún ákveðin og þakkaði sinum sæla, að henni skyldi takast að halda röddinni styrkri. Hann drap letilega i vindlinum, áður en hann gekk til hennar og settist I stól við hliö hennar. — Þér verðið sennilega furðu lostin, þegar ég segi yður það sem mér býr i brjósti, en þar sem þér hafið látið vandræði yðar i ljós við mig, þá held ég að þér ættuð að hugleiða það sem ég álit hentug- ustu ieiðina til að leiöa þetta mál sómasamlega til lykta. Þaö myndi lika verða mér til mikils gagns varðandi Lucy, sem er að verða óbærilegt vandamál, vegna þess að hún er orðin sautján ára og ég get ekki haldiö henni i þess- um skóla til eilifðarnóns. Hún reyndi aö búa sig undir það versta, hún varð að vera skynsöm, barnanna vegna, en hún hélt, að hann inyndi vilja losa hana við börnin, svo hún gæti orð- ið lagskona frænku hans og hún var eiginlega meö neitun á vörun- um. Þar sem hún var^svo viss um, að þaö væri einmitt það, sem hann ætlaði að stinga upp á, sneri hún sér að honum og þess vegna var það, að hann sá svo greinilega svipbrigöin á andliti hennar, þeg- ar hann kom með uppástungu sina. — Ég er að bjóða yður hjóna- band, Sara. Ekki ástarsamband og ekki heldur neina rómantik. Og allra sist að verða ástkona min. En nafn mitt, heiðarlega vernd og örugga framtið, ekki eingöngu fyrir yður sjálfa, heldur lika fyrir börnin tvö, sem engan eiga að annan en yður. Hún gat ekki komið upp nokkru orði, en starði á hann, stóreyg og Krahba- merkiö Hrúts merkiö 21. marz — 20. april Þú hefur óhemju mik- ið að gera I þessari viku, en ekki er aö sjá, aö þú þurfir aö kviöa þvi aö veröa mikiö einn, þótt annrlkiö sé mikiö. Þú færö gesti næstum þvi á hverju kvöldi og ekki furða, þó aö þér þyki nóg um. Nauts- merkiö 21. april — 21. mai Þú viröist vera i miklu jafnvægi tilfinninga- íega fyrri hluta vik- unnar, en þegar liöur á hana, kemur i ljós, aö þú hefur bara dulið geöshræringar þínar svona vel. Tvibura- merkiö 22. mai — 21. júni Þú ættir aö reyna að finna þér verkefni ut- an þess ramma, sem þú lifir og hrærist i frá degi til dags. Ef svona gengur til lengi enn, áttu á hættu aö staöna svo mjög, aö þú eigir þér vart uppreisnar von. 22. júni — 23. júli Þú hefur sett þér eitt- hvert ákveöiö mark- miö, en ert löngu bú- inn aö missa alla von um aö þú náir þvi nokkurn tima. Misstu ekki móöinn, berstu fremur af þvi meiri hörku sem ósigurinn er vlsari. Ljóns merkið 24. júll 24. ágúst Nú er mál að linni. Þessi gegndarlausa heimtufrekja má ekki viögangast lengur. Þaö er þér eingöngu til ills að halda áfram aö heimta svona af öör- um, en vilja aldrei láta neitt I staöinn. Meyjar merkiö 24. ágúst — 23. sept. Allt þaö besta I þessari viku gerist bak viö tjöldin. Fáir vita, hve vel þér llöur og hve vel þér hefur orðiö ágengt með fyrirætlanir þin- ar. Þannig er þetta lika best viö hæfi, þvi að þú ert litiö fyrir aö láta bera á þér. 36 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.